Fálkinn


Fálkinn - 20.07.1960, Blaðsíða 31

Fálkinn - 20.07.1960, Blaðsíða 31
£krítlur Dómarinn: ■— Hvers vegna notuð- uð þér ekki skammbyssu, heldur boga og ör, úr því að þér ætluðuð að drepa manninn yðar? Frúin: — Það var orðið svo íram- orðið, að ég vildi ekki vekja börnin ... ★ Maður uppi í Mosfellssveit var sak- aður um þjófnað og fór í kaupstað til að fá lögmann sem verjanda. — Eigið þér peninga til að borga mér þóknunina? spurði lögmaðurinn. — Ónei, en ég á tvo grísi, fjórar hænur og byssu. — Jæja, það nægir fyrir þóknun- inni. Hvað er það, sem þér eruð sak- aður um að hafa stolið? — Einn grís, fjórar hænur og byssa. ★ Canadisku hjónin voru í fyrstu langferðinni á æfinni. Þegar þau höfðu ekið lengi hafði lestin viðstöðu, og þau kölluðu út um gluggann til stöðvarstjórans og spurðu hvað þessi stöð héti. — Saskatoon í Saskatchewan, svar- aði hann. — Guð hjálpi mér! dæsir konan. — Við erum þá komin svo langt, að þeir tala ekki einu sinni ensku hérna! Frú Frímann: — Maðurinn minn hefur breyzt mikið síðan við gift- umst. Nú lepur hann úr lófa mínum. Frú Blámann: — Það sparar yður ekki smáræðis þvott. ★ — Eldurinn er uppgötvaður, lijólið og öxin. Ég fæ ekki séð annað en allt sé fundið, sem hœgt er að finna. ★ Sameigendur firmans Brask & Co. höfðu tekið sér frí og fóru að spila golf. Þegar hæst fram fór andvarpar annar þeirra og segir: — Nú fór í verra! Ég hef gleymt að læsa peningaskápnum. — Gerir það nokkuð til? sagði hinn. — Ég er hérna lika. ★ Fallegir eða ekki fallegir — þetta eru því miður einustu skórnir í verzl- uninni, sem eru nógu stórir. Hvað segir ekki Kierkegaard — nei, það var víst Shakespeare — eða var það Goethe? ★ Gamanleikarinn Groucho Marx hef- ur ákaflega gaman af „baseball“, og eitt sinn, er hann hafði séð tvær stúlkur að leik, sagði hann: — Nú hef ég horft á „baseball" i mörg ár, en þetta er i fyrsta skipti, sem mig hefur langað til að kyssa ytri hægri. ★ ★ Ágúst gamli í Holti hefur unnið lengi hjá Johnsen útgerðarmanni og alltaf fyrir sultarkaup. Svo fær hann magasár og verður að leggjast á spít- ala og læknirinn sker úr honum hálf- an magann. — Þegar hann loksins er orðið það hress, að hann fer að vinna aftur, spyr Johnsen, hvernig honum líði. — Nú ætti það að ganga vel hér eftir og hægara að bjarga sér, því að nú er maginn kominn í samræmi við kaupið, svaraði Ágúst. ★ — Heyrðu, hvernig á ég að fara að kenna ungri stúlku að synda? — Þú leggur handlegginn um mitt- ið á henni og segir... — Þetta er hún systir mín, skil- urðu... — Nú, það var annað mál. Þá ferðu bara með hana fram á pallinn og hrindir henni út í. ★ Viljið þér ekki láta hundinn út fyrir? Fálkinn} 24. tbl. 1960 Hefnd! 31

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.