Fálkinn


Fálkinn - 20.07.1960, Blaðsíða 26

Fálkinn - 20.07.1960, Blaðsíða 26
DAGATAL SOGUNNAR jr ■p T\ ■ 8. JÚLÍ — 1902 sökk lj l\ ryt/ 1 kaupfariö „Adventure" skammt fyrir utan Brigh- ton og f sambandi við þann atburð komust, upp vátryggingasvik, ærið umfangsmikil. Nálæg skip buðu „Adventure" aðstoð, en því boði var hafnað. Veður var ágætt og sjórinn eins og spegill er skipið sökk. Um- boðsmenn vátryggjenda létu ná skipinu upp og rannsökuðu það, og kom þá í ljós, að boruð höfðu verið göt á skipið. Var tal- ið að eigendurnir hefðu látið sökkva því — það var tryggt fyrir 5.000 pund — en ekki varð það sannað. En skipstjórinn, sem auðsjáanlega hafði hlýtt fyrirskipun, slapp ekki. Hann var hengdur. Q|7"|7TX| 9. JÚLÍ — 1874 hrapaði ^ l\ VjT11 „flugmaðurinn“ Vincent de Groof niður á götu í London og beið samstundis bana. Hann hafði gert sér stóra vængi, líkt og á leður- blöku og trúði því statt. og stöðugt að hann gæti flogið með þeim. Pesti hann vængina á handleggina á sér og lét svo loftbelg lyfta sér í 1000 metra hæð, en gaf þá merki um að láta sleppa sér. En svo reyndist, að vængirnir l^mu ekki að neinu gagni. Goof hrapaði beint til jarðar og lent.i fyrir utan nýlenduvöruverzlun í Ro- bert Street og varð þar að klessu, vegfar- endum öllum til mikillar skelfingar. Q|7-|^T\I 10. JÚLÍ — 1522 kom ii T/ 1 hnattsiglingamaðurinn Sebastian del Cano, til Kap Verde-eyja. Hafði hann tekið við stjórn hins fræga leiðangurs Maghellans eftir að hann féli.frá og lauk hinni frægu fyrstu siglingu kringum hnött.inn. Sjálfur hélt del Cano að komudagurinn til Kap Verde væri 9. júlí. Hann hafði haft nánar gætur á dagatalinu, en samt misst einn dag. Hann hafði jafnan siglt í vestur og er því auðvðlt að skilja hvernig hann missti þennan dag. Hann hafði gleymt. var gerður „símaverkfræðingur“. Ævi hans lauk þannig, að einu sinni sem oftar kom hann svinkaður úr veizlu og datt of- an í brunn og drukknaði. því, að á „dato-línunni“ í Kyrrahafi breyt- ist dagatalið allt í einu og heill sólarhring- ur dregst frá eða bætist við. SKEÐ! SKEÐ! 11. JÚLl — 1927 var þýzkur verkamaður dæmdur i 7 mánaða fang- elsi fyrir pretti. Hann var nauðalíkur Wilhelm Prússaprins í sjón og hugkvæmd- ist að nota þet.ta til þess að drýgja tekjur sínar. Hann fékk sér veglegan fagnað og heimsótti fólk og sagðist vera prins Wil- helm. Kvaðst hann hafa gleymt eða týnt buddunni og fékk lán, og þau stundum ekki smá, hjá fólkinu, og vannst vel á, því allir vildu lána prinsinum. Og flestir voru tregir t.il að rukka prinsinn, þó borgunin drægist. Loks sprakk blaðran og prinsinn lenti í fangelsi og fékk gott næéi til að hugleiða að vandi fylgir vegsemd hverri. 13. JÚLÍ — 1575 var Hin- rik III krýndur konungur Prakka í Rheims. Áður hafði þessum, að sumu leyti merka kon- ungi, tekizt að verða konungur Póllands. En eftir árs veru þar, frétti hann að bróðir hans væri fallinn frá í Frakklandi og skundaði þá heim og kom til Rheima tveim dögum fyrir krýninguna. En hafði allt á hornum sér. Kórónan var of þröng, sagði hann og veldissprotann misti hann á gólfið. Krýningardaginn var hann svo lengi að punta sig að prestarnir biðu eftir honum tímunum saman og óttusöngurinn varð ekki haldinn fyrr en að kveldi. Þetta þótti ills viti. Hinrik var skritinn. Hann hafði gaman af að klæðast kvenbúningi, var iðinn við að láta myrða fólk, jós yfir sig ösku niðri í kjallara og loks var hann myrtur sjálfur. SKEÐ SKEÐ! 12. JÚLÍ — 1793 voru jjjj fyrstu tilraunirnar gerð- jjjj ar með „sjón-síma" eða jjjj „semafor", á 30 kílómetra færi. Sá hét jjii Claude Chappe, sem átti hugmyndina að jjjj þessum fréttafleygi og bauð hann ýmsum valdamönnum að skoða uppgötvunina. jjjj Sýndi hann tæki sín í Ménilmontant. Dóm- jjjj nefndin varð svo hrifin að afráðið var að Ijjj stofna „símalínu" milli París og Lille or || var hún fullger í árslok 1794, og Chappe 1 14. JÚLl — 1015 dó hæst- ráðandi Rússa, Vladimir mikli, eftir að hafa aukið mjög ríki sitt. Hann var sonarsonarsonur Rúriks, hins fræga manns, og hafði sigrast á Jaropolk bróður sínum kringum 980 og orðið stórfursti i Kiev. Hann var strang- ur stjórnandi og átti jafnan í erjum við ýmsar austur-slavneskar höfðingjaættir; hélt hann sig ríkmannlega og átti 800 meyjar í kvennabúri sínu auk fimm eigin- kvenna. Allt gekk slysalaust meðan hann var heiðingi, en 988 kvæntist hann aust.ur- rómversku prinsessunni önnu og gerðist kristinn. Og nú skipaði hann þegnum sín- um að láta skírast. Hann gerbreyttist við giftinguna —• heiðni ofstopamaðurinn varð rólyndur heimilisfaðir og að ýmsu leyti verðskuldaði hann þann heiður, sem hon- um var sýndur nálægt tveim öldum eftir dauða hans. Þá var hann sem sé gerður að dýrlingi. 26 Fálkinn, 24. tbl. 1960

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.