Fálkinn


Fálkinn - 20.07.1960, Blaðsíða 22

Fálkinn - 20.07.1960, Blaðsíða 22
*** BLAÐ ÆSKUNNAR * rj* * Drengurinn og norðanvindurinn EINU SINNI var gömul kona, sem átti sér son. En af því að hún var gömul og lasburða, þá átti drengurinn að sækja fyrir hana mél út á grautarpottinn út í skemmuna. En þegar hann var að læsa skemmu- dyrunum, þá kom Norðanvindurinn fjúkandi, hrifsaði af honum mélið og þaut út í loftið með það. Dreng- urinn fór aftur inn í skemmuna eftir méli, en það fór á sömu leið. Þegar hann kom út úr dyrunum, þá hrifs- aði Norðanvindurinn það af honum, og svona fór það líka í þriðja sinnið. Þá varð drengurinn reiður og hugs- aði með sér, að það væri illa gert af Norðanvindinum að fara svona að, hann mætti sjálfur til að fara og leita Norðanvindinn uppi og heimta mélið af honum. Nú lagði drengurinn af stað; en það varð að fara yfir langa og erf- iða leið. Hann gekk lengi lengi, þang- að til loksins hann komst þangað, sem Norðanvindurinn átti heima. — „Góðan dag,“ sagði drengurinn, „og þökk fyrir síðast." „Góðan dag,“ sagði Norðanvindur- inn — hann var heldur digurrómað- ur, — „og þakka þér sjálfum miklu fremur. Hvað ert þú að erinda?" -— „0,“ sagði drengurinn, „ég ætlaði að vita, hvort þú vildir ekki gera svo vel að láta mig fá mélið aftur, sem þú tókst frá mér á skemmuþröskuld- inum. Við eigum ekki mikið til, og þegar þú ferð svona að og tekur frá okkur það lítið, sem til er, þá verður úr því sultarlíf." „Eg á ekkert mél,“ sagði Norðan- vindurinn. „En fyrst þér liggur á því, þá skaltu fá dúk, sem útvegar þér allt, sem þú þarft til matar; þú þarft ekki annað en segja: „Dúkur, breiddu þig á borðið, með alls konar krásir." Þetta var drengurinn ánægður með. En af því að svo langt var heim, þá gisti hann á leiðinni í gistihúsi. Þeg- ar kvöldmatartíminn var kominn, þá tók hann dúkinn upp og sagði: „Dúkur, breiddu þig á borðið með alls konar krásir." Undir eins og hann hafði sleppt orðinu, þá gerði dúkur- inn sem fyrir hann var lagt. Það voru dýrustu krásir á borði og öllum fannst mjög um ágæti dúksins, en einkum fékk veitingakonan ágirnd á honum. „Sá þarf ekki að hafa mik- ið fyrir að baka, brasa og steikja, sem á þessa gersemi," hugsaði hún. Og þegar allir voru sofnaðir um nótt- ina, þá fór hún á fætur, tók dúk drengsins og lét annan venjulegan dúk í staðinn. Um morguninn vaknaði drengur- inn, klæddi sig, tók dúkinn og hélt leiðar sinnar. Þegar hann kom heim, tók hann dúkinn upp og sagði: „Norðanvindurinn er allra vænzti karl, því hann gaf mér þennan dúk, og þegar ég bara segi: Dúkur, breiddu þig á borðið með alls konar krásir, þá fæ ég allan þann mat, sem ég get óskað mér.“ „Já, það er gott,“ sagði móðir hans, „en ég trúi því nú samt ekki fyrr en ég sé það með eigin augum.“ Drengurinn flýtti sér að breiða hann út og sagði: „Dúkur, breiddu þig á borðið með alls konar krásir," en það kom ekki nokkur hlutur á hann, ekki einu sinni smá brauðbiti. „Það verður ekki um annað að gera en að ég fari aftur á stað að finna Norðanvindinn," sagði dreng- urinn og lagði á stað aftur. Daginn eftir kom hann þangað, sem Norðan- vindurinn bjó og heilsaði honum. „Komdu nú sæll,“ sagði Norðan- vindurinn. „Hvað er þér á höndum?" „Ég vil fá borgun fyrir mélið,“ sagði drengurinn, „því dúkurinn var ónýtur." „Ég á ekkert mél,“ sagði Norðan- vindurinn, „en hér er geithafur, sem teður gullpeningum ef þú segir: „Haf- ur minn, gerðu mér gullpeninga!“ Það leizt drengnum vel á og fór með hafurinn. Um kvöldið kom hann að veitingahúsinu og gisti þar. En áð- ur en hann bað um greiða, þá vildi hann reyna hafurinn, hvort það væri satt, sem Norðanvindurinn hefði sagt. Og það var alveg satt, hafurinn tað tómum gullpeningum. Veitinga- manninum þótti þetta vera góður hafur og þegar drengurinn var sofn- aður um kvöldið, þá skipti hann hafinum fyrir venjulegan hafur. Þeg- ar drengurinn kom heim til sín dag- inn eftir þá sagði hann við móður sína: „Norðanvindurinn er nú samt ágætis karl. Hann lét mig fá hafur, sem teður eintómum gullpeningum ef ég segi: Hafur, gerðu mér gullpen- inga.“ „Ég er viss um, að þetta er eintómt bull, ég trúi því ekki fyrr en ég sé það sjálf.“ „Hafur minn, gerðu mér gullpen- inga,“ sagði drengurinn. En þegar hafurinn tað, voru það engir gullpen- ingar. Drengurinn fór aftur til Norð- anvindsins og sagði, að hafurinn væri líka ónýtur. „Jæja, þá á ég ekkert til að gefa þér nema stafinn þann ama, sem T'öSra bratfö I. Taktu ferhyrnt pappírsblað, 10 x 10 cm. Settu einseyring á mitt blaðið og teiknaðu strik kringum hann. Klipptu svo hring úr, þannig að gatiö verði nákvœmlega jafnstórt einseyringnum. Taktu tvíeyring. Hann er vitanlega of stór til að komast gegn um gatið. En samt er hægt að koma honum í gegn án þess að rífa út úr þvi. Svona: II. Brjóttu blaðið svo að brotið verði í miðju gatinu. Legg svo tví- eyringinn inn í brotið. III. Taktu í hornin A og B og beygðu þau varlega upp. Þá kemst tvieyringurinn í gegn. — Þið sjáið sjálfsagt hvers vegna! ★ Umbreyting 8-tölunnar. Skrifaðu töluna 8 svona, og þá get■ urðu búið til úr henni fil. stendur úti í horninu," sagði Norð- anvindurinn. „En hann hefur þá nátt- úru, að þegar þú segir: „Stafur minn, berðu nú,“ þá ber hann þangað til þú segir: „Vertu nú kyrr, stafur minn.“ Drengurinn hélt nú af stað heim- leiðis og gisti í sama veitingahúsinu. En nú var hann farinn að skilja, hvernig í öllu lá, svo hann lagði sig undir eins að sofa á bekknum þar í stofunni og hraut eins og hann væri steinsofandi. Þegar veitingamaðurinn sá stafinn, sem drengurinn hafði komið með, þóttist hann vita, að þetta væri líka einhver undragripur, sem fengur væri 22 Fálkinn, 24. tbl. 1960

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.