Fálkinn


Fálkinn - 20.07.1960, Blaðsíða 23

Fálkinn - 20.07.1960, Blaðsíða 23
í að eignast. Hann beygði sig niður og œtlaði að grípa stafinn, en þá reis drengurinn upp og sagði: „Staf- ur minn, berðu nú.“ Og þá skipti eng- um togum, að stafurinn fór á loft og lúbarði veitingamanninn, svo hann hrökklaðist æpandi og veinandi úr einu horninu í annað. ,,Æ, æ,“ kveinaði hann, láttu ólukk- ans stafinn hætta, þá skal ég skila þér bæði dúknum og hafrinum, æ, æ, æ, æ!“ Þá sagði drengurinn stafnum að hætta barsmíðinni og hlýddi hann því strax. Veitingamaðurinn varð dauð- feginn og fór þegar til að sækja dúk- inn og hafurinn. Drengurinn fór svo með allt saman heim til gömlu konunnar og þið meg- ið vera viss um, að það urðu dýrðir og allsnægtir í kotinu upp frá því. Og þetta var sannarlega góð borgun fyrir mélið. 130 351 344 151 158 323 316 179 302 193 200 281 274 221 228 253 246 249 256 225 218 277 284 197 298 183 176 319 326 155 148 347 141 340 333 162 169 312 305 190 291 204 211 270 263 232 239 242 235 260 267 214 207 288 295 186 309 172 165 330 337 144 137 358 Töfra-ferhyrningurinn. Alltaf verða einhverjir til að búa til „töfraferhyrning“ fyrir ártal yfir- standandi árs. Hérna er einn. Hvort sem pú ieggur dálkana saman lárétt eða lóðrétt, þá verður útkoman allt- af 1952, og eins verður ef pú leggur saman tölurnar í skálínunum milli horna. FELUMYND Dóttir greifans átti að fara í öku- ferð, en Kljóp í burtu og faldi sig. Getið þið fundið hana? Sannarlegt letidýr Letidýrvð á heima í Suður-Amertku. Það er skrítið kvikindi. Þegar það hreyfir sig, fer það ofur hægt. Það hangir neðan á greinunum á löpp- unum, en er aldrei ofan á þeim. Enda eru allir kraftarnir í löpp- unum, en allir búkvöðvar linir. — Á öðrum hitabeltisdýrum eru tog- hár á bakinu, svo rigningin hrökkvi betur af, en á letidýrinu eru þessi hár á maganum, því að hann veit alltaf upp. SKRÍTJL UR Óli var fimm ára og hefur fengið að fara með foreldrum sínum I leik- hús til að sjá ballett. — Allt í einu spyr hann móður sína: „Hvers vegna fá þeir ekki lengri stelpur til að dansa, svo að þær þurfi ekki að tylla sér á tærnar?" ★ ★ Indíáni kom á manntalsskrifstof- una og bað um að fá nafnabreytingu. Nafnið hans væri svo óþægilega langt. — Hvað heitið þér núna? — Ég heiti: Höfðinginn Eimreiðar- blístran mikla. -— Og hvað viljið þér þá heita í staðinn? — Bö! ★ — Varstu ekki hissa, þegar þú frétt- ir að Níls væri orðinn læknir? ■— Nei, ekki vitund. Hann skrifaði svo hræðilega þegar við vorum sam- an í skólanum. — Pabbi — fékkstu fótboltann minn? — Ég er nýbúinn að kaupa reiðhjól handa stráknum mínum. Hann er hálfgert vandræðabarn, sem kallað er, og ekki veit ég hvort hann tekur sig á, þegar hann fær hjólið. En hann kemst þó að minnsta kosti lengra burtu frá okkur. ★ — Hvað takið þið fyrir trúlofunar- tilkynningar hérna í Þriðjudagsblað- inu? — 75 aura fyrir millimeterinn. — Skelfing er bað dýrt. Hann Gubbi minn er 192 sentimetrar á sokkaleistunum, sjáið þér ... ★ — Hérna eru tíu krónurnar, sem ég skulda þér. — Þú skuldar mér engar tíu krón- ur. — Jú. Ef þú vilt lána mér tuttugu krónur þá skulda ég þér tíu. * Stangarveiði og gort eri mestu á- stríður Ársæls bæjarfulltrda. Og nú er hann að segja frá stóra laxinum, sem hann veiddi í Grimsá í sumar. — Hann var svo stór, að þegar ég ljósmyndaði hann vóg myndin 28 pund. ★ — Hálló! Hálló! Það er mús í kjall- anum. Faikinn, 24. tbl. 1960 23

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.