Fálkinn


Fálkinn - 20.07.1960, Blaðsíða 24

Fálkinn - 20.07.1960, Blaðsíða 24
Framhaldssaga: ^tiö, * jomiilirap 2. HRÍFANDI ÁSTAR- SAGA FRÁ RI □ — Ég skal verða tilbúin! kallaði hún á móti og hafði rétt að segja rekizt á Bennet í auglýsingadeildinni, sem var á leið inn í skrifstofu Hughs. Hún heyrði hann segja, hátt og skýrt: — Ég frétti að við getum óskað yður til hamingju, Congreve. Vel af sér vikið! KOMDU MEÐ MÉR TIL RIO. Staðan í Rio? hugsaði hún með sér. Hugh hafði þá fengið hana, þrátt fyrir allt. Þá var engin furða þó hann langaði til að skemmta sér. En það var skrítið, að hann skyldi ekki segja henni frá þessu. Og ennþá skrítnara, að hann hafði verið svo daufur i dálkinn all- an daginn .... Hún vildi ekki hugsa meira um þetta, en einbeita sér að því, sem nær lá. Nýi kjóllinn — til dæmis. Hann var enn dýrari en hún hafði búizt við, en augun í Hugh, sem horfðu á hana þegar hún kom niður stigann, kæfðu í henni samvizkubitið út af því að hafa keypt kjólinn. Maður hlaut að vera glaður og kátur í svona kjól, þó ekki væri nema eitt kvöld. Hugh var kannske dálítið fálátur fyrst í stað, en hún var svo sæl, að hún tók ekkert eftir því, og smámsaman smitaðist hann af góða skapinu sem hún var í. En hann minntist ekkert á nýju stöðuna og loks gat hún ekki stillt sig um að spyrja. — Ég heyrði að Bennet var að óska þér til hamingju. Er það svo að skilja, að þú sért orðinn útbússtjóri i Rio? Hann svaraði ekki strax, og hún fór að halda, að hann hefði ekki heyrt hvað hún sagði. — Það er að meira eða minna leyti í lagi, sagði hann loks. — Meira eða minna? Er það ekki fastráðið? Nú byrjaði hljómsveitin aftur. Hann slökkti fljótt í vindlinum og stóð upp. — Við skulum dansa, Irena. Um leið og hann tók utan um hana, heyrði hún að þetta var vals, hægur og dreymandi. Hún var enn í nokkrum vafa, af því að hann hafði ekki svarað síðari spurningu hennar. Það var likast og hann hnipraði sig saman, þegar hún minntist á nýju stöðuna, og það var augljóst, að hann vildi sem minnst um hana tala. Hvers vegna? hugsaði hún undraíndi. Var þetta ekki afráðið enn? Eða iðraðist hann eftir að hafa sótt um stöðuna? Nei, það gat ekki náð neinni átt. Hann sagði ekkert, en hélt henni fast að sér, og bráð- um fór allt hik af henni og hún naut tónlistrainnar og hrynjandi dansins. Bara að þetta gæti varað til eilífð- ar, hugsaði hún með sér. Bara að þessi nótt endaði aldrei! Það var eins og hann hefði lesið hugsanir hennar og hann hvíslaði lágt í eyra henni: — Ertu hamingjusöm, Irena? — Já .... sannarlega! Hann þrýsti henni enn fastar að sér, svo að hár henn- ar snerti kinnina á honum. — Það eru ekki nema nokkrir dagar þangað til ég á að fara, sagði hann eins og hann hugsaði upphátt. — Já, því miður. I-Iún fann að hann horfði á hana, en hún leit undan, þvi að hún vildi ekki láta augun í sér koma upp um sig. -— Irena, viltu koma með mér til Rio? sagði hann mjúkt. Þegar hún leit á hann undrandi, eftir þessa óvæntu spurningu, varð henni orðfall um sinn. Loks sagði hún: — Áttu við .... sem skrifari hjá þér? Hann brosti, óþolinmóður. — Ég er að spyrja, hvort þú viljir giftast mér, góða, sagði hann. Þetta gat ekki verið satt. Hann gat ekki hafa sagt þetta. Þesskonur kemur aðeins fyrir í ævintýrum. En hann horfði enn spyrjandi á hana og beið eftir svari, og loks skildist henni, að þetta hlaut að vera satt. Hann hafði auðvitað viljað bíða þangað til hann væri viss um að fá stöðuna — áður en hann segði henni frá tilfinningum sinum. Og nú var hann orðinn kvið- andi út af því hve stuttur tími væri eftir. Ekki fullar tvær vikur .... — Jæja? sagði hann spyrjandi, og nú fékk hún málið aftur. Hljómsveitin þagnaði. Hann þagði um stund og henni datt í hug; Hann getur ekki kysst mig fyrr en við erum komin út i bílinn og ökum heim. Það var langt að bíða eftir því. Dansfólkið kringum þau stóð kyrrt, og hann tók hend- inni um olnboga hennar og leiddi hana að borðinu. — Komdu, við skulum setjast. Við höfum margt að tala um. Það setti snöggvast að henni dálítinn hroll. Víst var það satt — þau höfðu margt að tala saman um — þurftu að ræða áform og áætlanir — þúsund hlutir, sem þurfti að gera, og tíminn stuttur. En hann gæti frestað áætl- ununum svolitla stund, meðan þau töluðu um sig sjálf. Það var svo margt, sem hún þurfti að spyrja hann um ... en fyrst og fremst varð hún að fá tíma til að átta sig á því, sem var skeð — að hann hafði í raun og veru beðið hennar. Að hann ætlaði að fara með hana til Rio. Þegar þau voru sezt við borðið sagði hannn brosandi: — Þetta verðum við að fá okkur kampavinsglas upp á. Við verðum að skála fyrir framtíðinni. Hann benti þjóninum. — Ég get ekki trúað, að þetta sé satt, sagði hún skjálfrödduð, þegar þjónninn var farinn. — Ég er svo hrædd um að ef ég hreyfi mig, muni ég vakna og upp- götva að mig sé að dreyma. Hann hló. — Mér finnst kannske eitthvað líkt sjálf- um. Svo bætti hann við: — Ef ég hefði haft meiri tíma úr að spila, hefði ég kannske ekki flýtt mér svona að þessu, en ég hef svo ótal margt að gera — allskonar formsatriði, föt sem þú verður að hafa í hitanum, brúð- kaupsundirbúning og þess háttar. Brúðkaupsundirbúningur! Hún reyndi að hugsa skýrt, en allt hringsnerist í óðagoti í hug hennar kringum þetta eina: Ég ætla aö giftast Hugh! Þjónninn kom aftur með kampavínsflöskuna, hellti í glösin og gekk kímileitur á burt. Hugh brosti og lyfti glasinu. — Skál fyrir okkur, Ir- ene! Skál fyrir hamingjusamri framtið! Hún klingdi glösum við hann og endurtók: — Skál fyrir hamingjusamri framtíð! Vínið var kalt, perlandi og fjörgandi. Um leið og hún setti frá sér glasið rétti hann höndina fram á borðið og studdi á höndina á henni. Hann sagði mjúkt: — Það gladdi mig, að þú sagðir „já“, Irena. Röddin var heit og titrandi og hjartað barðist í brjósti hennar. Hún reyndi að brosa. — Hélztu, að ég mundi segja ,,nei“? — Ég vildi ekki halda neitt, sagði hann. Áður en hún svaraði nokkru bætti hann við: — Það er bezt að við giftum okkur á mánudaginn annan er kemur og förum beint um borð frá fógetanum. Þá færðu tíu daga til að kaupa það sem þú þarft. Heldur þú, að þú getir lokið því á þeim tíma? Hún hefði getað lokið því á tíu tímum, ef þvi hefði verið að skipta, en það nefndi hún ekki. I staðinn hló hún og sagði: — Þá verður þú að gefa mér nokkurra tíma frí í skrif- stofunni. Hann brosti. — Taktu þér þann frítíma, sem þú þarft. Brosið hvarf og hann sagði: — Við höldum þessu leyndu 24 Fálkinn, 24. thl. 1960

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.