Fálkinn


Fálkinn - 20.07.1960, Blaðsíða 28

Fálkinn - 20.07.1960, Blaðsíða 28
Illlllllll FRAMHALDSSAGA ............ BHÚÐUHLEITIN iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiii 10 ■uiiiiiii — Ég hef ekki talað mikið við þig um Frank, en þú veizt eflaust hvem- ig okkur er innanbrjósts. Okkur þótti svo vænt um hann. — Ég hef ekki talað mikið við þig um Frank, en þú veizt eflaust, hvern- ig okkur er innanbrjósts. Okkur þótti svo vænt um hann. — Ég veit, að þið voruð honum ein- staklega góð meðan hann var hérna, sagði Kata. — Þetta er afar einkennilegt mál, Kata. — Já, sagði Kata lágt. — Rodney hefur sent flugvél til þess að kanna allt svæðið, og Adrian hefur gert hverja leitina eftir aðra. Manni finnst þetta ótrúlegt, en hann er gersamlega horfinn. Kata herti upp hugann og spurði berum orðum: — Voru Frank og Adrian góðir vinir héma? Freda hleypti brúnum. Hún var forviða. — Vitanlega. Þeir voru beztu vinir. Hversvegna spyrðu svona, Kata? — Ég veit ekki, svaraði Kata um hæl. — Ég veit ekki hversvegna ég spurði .... Adrian kom og sótti hana nokkr- um mínútum fyrir klukkan 5. Hann var í opnum Jagúarbíl. Það var ekki eins heitt í veðrinu og áður, vegna þess að farið var að líða á daginn. Kvöldin voru yfir- leitt yndisleg í þessu sólbakaða landi. Þau óku fram hjá golfvellinum, gegn- um fallegan garð, eftir löngum trjá- göngum og námu staðar við lágt nýtízku fjölbýlishús. Ibúðin var af- bragð, tvö herbergi, bað klefi og eld- hús. Linda Henshaw, sem átti heima þarna, var hin alúðlegasta. Hún bauð þeim sérrí og þau sátu þarna um stund. — Við skulum skreppa út i eyði- mörkina, sagði Adrian, þegar þau þau voru sezt í bílinn aftur. — Við höfum ýmislegt að tala saman um — er það ekki, Kata? — Jú, það höfum við, svaraði Kata og fann að geigur fór um hana. Hún hafði beðið þessarar stundar, en nú var hún hrædd. Þessa stundina voru þau vinir, en ef þau töluðu afdráttar- laust saman, gat svo farið, að vin- áttan færi út um þúfur, og hvemig áttu þau þá að geta umgengizt — og það var óhjákvæmilegt að þau hittust oft þarna í Bangoola. Það var þannig bær. En hún var komin til Ástralíu til að heyra hvað hann hefði að segja. Þau óku út úr bænum, og hann hægði á bílnum þegar þau voru komin fram hjá yztu húsunum. í vestri sá til lágra ása, að baki þeim var sólin að ganga til viðar — sólargeislarnir endurvörpuðust frá rauðri moldinni og litbrigðin voru undursamleg. — Hversvegna komstu hingað, Kata? Hvað heldur þú að þú getir gert, sem ég hefi ekki gert? Eða treystir þú mér ekki? sagði hann að lokum. Hún leit undan. — Það var tilviljun, að ég fékk þessa stöðu, sagði hún, — ég mun hafa sagt þér það áður. En ég skal játa, að ég hélt að ég mundi kannske komast að einhverju, ef ég kæmi hingað. En nú finnst mér ég alls- staðar rekast á vegg. Frank er horf- inn — það hefur sjálfsagt átt fyrir honum að liggja. Þeim finnst það leitt, en svo er ekki meira um það. Hún sneri sér að honum þannig, að hann sá beint á andlit henni: — Finnst þér eins og hinum, Adrian? Hún sá, að hann brá litum. — Hver sem er, getur sagt þér að ég hef gert allt, sem í mínu valdi stóð. — Já, ég veit, að þú hefur gert allt sem þú hefur getað. Þú hefur leitað og leitað. En hvernig atvikað- ist þetta? Hvernig gat það komið fyrir? Þið voruð tveir einir í flug- vélinni. Hann starði á veginn framundan. — Ég hélt að þú vissir það. Annar hreyfillinn bilaði og ég varð að nauð- lenda. Og svo fórum við hvor í sína áttina til að leita uppi hjálp. Hún sagði með öndina í hálsinum: — Það er mjög þægileg skýring. Þögn. Svo sagði hann lágt: — Hvað ertu að gefa í skyn, Kata? Heldurðu, að ég hafi myrt hann bróð- ur þinn? Nú var það sagt. Undarlegt mátt- leysi kom yfir Kötu, og hún skalf frá hvirfli til ilja. •— Nei, Adrian — nei, það held ég ekki. — Hvað heldurðu þá? Hún vissi ekki hverju hún átti að svara. — Þið Frank voruð óvinir, var ekki svo? sagði hún loksins. — Við vorum það um tíma, sagði hann. — En við urðum vinir aftur, eftir að við komum hingað. — Það segir þú, já. Hann hleypti brúnum. — Þú trúir mér ekki. En þú getur spurt Fredu. Hún hló lágt. — Frú Dennison er búin að segja mér að þið hafið verið beztu vinir. En það er vandalítið fyr- ir hana að segja það, ef þú hefur beðið hana um það. Hann glotti út í annað munnvikið. — Þú heldur að ég hafi mikið vald yfir Fredu. — Já, hefurðu það ekki? sagði hún djarflega. Hann leit af henni í aðra átt. Út á veginn. — Ég veit það eiginlega ekki, sagði hann loksins. — Það er ekki alltaf auðvelt að vita hvað Freda hugsar eða meinar. -— Mér er nær að halda, að ef nokkur veit það, þá sért það þú. Kata gat ekki bælt niðri í sér gremj- una. Hann leit til hennar aftur, og nú var brosið ekta. — Eins og ég hef tæpt á áður, er mér ekki grunlaust um að þú sért afbrýðisöm, elskan mín .... Hún kafroðnaði. — Hversvegna ertu alltaf að segja þetta. — Það er alls ekki satt. — Ekki það? Hún sá að hann hló að henni, og við það reiddist hún enn meira. Nú hló hann upphátt — hláturinn var glaðlegur og ertandi. Og á næsta augnabliki hafði hann faðmað hana að sér og þrýst henni svo fast að sér, að, hún náði varla andanum — eða fannst henni að hún næði ekki andanum, vegna þess að þetta gerðist svo fljótt? Hann hélt henni svona lengi og horfði á hana. Tíminn var ekki til framar. Hún reyndi ekki að ýta honum frá sér — hún hefði heldur ekki getað það, sagði hún við sjálfa sig. En undir niðri vissi hún að það var ekki á- stæðan. Hún dróst ómótstæðilega að honum, en þegar hún reyndi að lita á hann, sá hún aðeins í þoku. Hann beygði sig og varir þeirra mættust. Henni fannst hún missa af sjálfri sér í þessum kossi — eftir á fannst henni hún hafa glatað sálu sinni. En hún blygðaðist sín ekki, óskaði bara heitt að hann héldi áfram að halda henni svona að sér — lengi, lengi. Hún svaraði kossi hans án þess að hugsa, án þess að gera sér grein fyr- ir hvað hún var að gera. Hún vissi ekki hve lengi hún lá svona, fast upp að honum, þangað til rödd skynsem- innar vaknaði í henni aftur. Hún barðist við að losa á sér hend- urnar og ýta honum frá sér. Hún hélt að sér létti við að hann sleppti henni, en undir niðri var hún angur- vær yfir því. Hún starði í blindni á hann og hugsaði í örvæntingu: — Ef hann hlær að mér núna, held ég að ég drepi hann! En það sem hann gerði að lokum var ennþá verra. Hann bar hönd hennar upp að vörum sér og kyssti hana innilega. — Fyrirgefðu mér, Kata, sagði hann hljóðlega og hún heyrði að samúðin skein út úr röddinni. Hún færði sig eins langt frá honum og hún gat, kreppti hnefann í kjöltu sinni og reyndi að ná valdi yfir til- finningum sínum og röddinni. 28 Fálkinn, 24. tbl. 1960

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.