Fálkinn


Fálkinn - 20.07.1960, Blaðsíða 16

Fálkinn - 20.07.1960, Blaðsíða 16
SiRfíili maðurinn — oa lclturinn hani Kvenlólkið skildi aldrei neitt! Það var alltaf sínöldrandi og hót- aði að bora gat á bátinn svo hann sykki, eða draga hann á land og mölva hann í eldinn. Gamli maður- inn hafði verið heilsutæpur upp á síðkastið. Fyrst voru það nú lappirn- ar, sem voru ónýtar, en verra var þó hitt, að jafnvægistaugarnar voru farnar að bila. Hann riðaði og datt kylliflatur þegar minnst varði. Þetta var alveg að gera út af við aðra dótturina. Hvenær sem gamli fiskimaðurinn fór út, hljóp hún upp á hólinn til að líta eftir honum. Hún gat séð til hans þangað til hann hvarf niður fyrir naustið. Ef bið varð á að báturinn sæist koma fram, hélt hún að eitthvað hefði orðið að, en báturinn kom alltaf og sá gamli réri honum út að veiðibátnum sínum. Þá fór hún inn og var þar hálftíma, síðan út aftur til að athuga hvort gamli maðurinn kæmist í land. Þetta var alveg að fara með hana. Báturinn var ekki á marga fiska. Hann flaut af gömlum vana, en þeir höfðu átt marga stundina saman, gamli maðurinn og báturinn. Hann hafði keypt hann eitt vorið, eftir óvenju góða verttíð. Þá var allt grænt og fallegt, og hann hafði trú- lofazt og farið skemmtiferðir með konuefninu á bátnum, dag eftir dag, mörgum til hneykslunar. Bátinn haf ði hann skírt „Flóttann" — enginn vissi hvers vegna, en þetta var, hvað sem því leið, dýrðlegt sumarr Hann hafði farið á fiski með bát- inn veturinn eftir. Hann var aleinn og sat við stýrið og söng. Þetta var triilubátur, — ofurlítil skonsa framí, en báturinn opinn að öðru leyti. Oft var hann að hugsa um að setja stýris- hús fyrir aftan lúgarinn, svo að hann gæti varizt ágjöfunum án þess að vökna, en aldrei varð neitt úr því. Hann sat alltaf afturí, í olíustakkn- um og reið öldurnar eins og draugur. Hann fékk hreyfil i bátinn og afl- aði vel í margar vertíðir, bankanum til mikiliar ánægju, og alltaf var hann einn. Margir vildu vera með honum, en aldrei varð nema einn um borð á „Flóttanum". Heppnin var meö honum og hinir töldu hann á- gjax-nan, þess vegna vildi hann helzt vera einn, hvað sem hver sagði. Gömul kertling uppástóð, að hún hefði séð draug sitja við stýrið á bátnum hans, hún hafði heyrt drauga- væl, og þegar hún signdi sig, stakk draugurinn sér fyrir borð. En fiski- maðurinn hló að þessu, og daginn eftir rotaði hann kóp. Á heimleið- inni gekk hann við hjá kerlingunni og fleygði kópnum inn í göngin. — Þarna er draugurinn þinn, kerl- ing, öskraði hann og hló svo trölls- lega, að svarti kötturinn þaut eins og skot út um gluggann og felldi begóníupottinn kerlingarinnar um leið. Kerlingin bölvaði og ragnaði og spáði fiskimanninum dauða og víti, tók siðan upp begóníuna, en hún varð aldrei söm og jöfn eftir það. Drauginn sá hann aldrei, hann hvarf eftir að hreyfillinn kom í bát- inn. Það var svo að sjá, að fiskimaður- inn gæti ekki aflað nema á „Flótt- anum“. Einu sinni hafði hann dregið hann upp, til að bika hann í botn- inn, og réð sig á annan bát. Þar farn- aðist honum ekki vel. Þeir fóru upp á eitt alræmdasta skerið fyrir vestan Rein og misstu bæði bát og afla. Fiskimaðurinn komst í land á hálftómri olíutunnu, með haimoníku á bakinu, sem gaul- aði ámátlega i hvert skipti, sem hann handfesti sig á tunnunni. Og tunnan valt og valt, en fiskimaðurinn og harmonikan komust sæmilega heil úr svaðilförinni. Maðurinn, sem átti harmoníkuna, vildi nú hvorki sjá hana né fiskimanninn framar, svo að nú heyrðist stundum í henni frá íiskimannsbænum, þegar hljótt var á kvöldin. Hann hafði skírt hljóðfær- ið Söngsusi, og sagði að það þýddi höll, á einhverju gleymdu tungumáli. Konan hans hét Jenny og ól hon- um fjórar dætur og einn son. Þegar hann kom heim úr verinu á vorin, stóð hún á tilteknum stað á hólnum og veifaði. Ef hún hafði eignazt dreng á vertíðinni, veifaði hún rauð- um klút, en hvítum ef telpa hafði fæðzt. Loks fór hún að veifa klút- laust. Einu sinni hafði hann komizt í tæri við hval. Þetta var smáhvalur, sem kom upp rétt hjá bátnum. Hann slöngvaði handskutlinum og hvalur- inn dró marga metra af línunni fyr- ir borð. Loks varð fiskimaðurinn að skera á, þegar ekki voru nema nokkr- ar álnir af línunni eftir á keflinu. En nokkru siðar hljóp hvalurinn á land, og þeir sem drápu hann drógu hann í næsta kaupstað og seldu hann. Fiskimaðurinn bölvaði og ragnaði og sagðist heimta að fá aftur skutul- inn og línuna, en þeir hlógu bara að honum, og eftir það varð hann fúll hvenær sem á hvalveiðina varminnzt. Sérstaklega eftir að hann frétti hve mikið þeir höfðn fengið fyrir „hval- inn hans“. Hann fór þvert yfir fjörðinn á „Flóttanum" einhverntíma þegar leit út fyrir rok, og það varð líka rok. Hann varð að fara í var undir landi og var þar í barningi hálfan þriðja sólarhring, varð olíulaus og varð að róa alla leið heim, en það mátti eng- inn fá að vita. Þegar hann kom heim sagði hann Jenny, að hann hefði lent á kendiríi í Boðey, þess vegna hafði honum seinkað svona. Jenny sagði hann ljúga því og hellti vænu staupi af brennivíni í kaffið hans, — um vorið eignuðust þau ann- an soninn. Aldrei varð hann sæmilegur bóndi. 1 mestu heyskaparönnunum datt hon- um allt í einu i hug, að ekki mætti dragast að bika bátinn, jafnvel þó hann hefði verið bikaður fyrir stuttu. Svo dró hann bátinn á land og fór að stússa við hann, og þá hvessti Jenny brúnirnar, rigsaði út á tún og fékkst við heyið ein. Flestum fannst, að eitthvað mundi vera bogið við manninn. Margir áttu báta, en það var ekki einleikið hvern- ig hann fór með sinn bát, dekraði við hann eins og nýfæddan kálf og hljóp úr heyinu I brakandi þerri til að bika hann. Trúað fólk sagði ,,þú skalt ekki aðra guði hafa“, og það sagði það lika við trúboðann þegar hann kom, og hann samdi alvarlega ræðu, sem hann hélt í bænahúsinu nokkru fyrir höfuðdag. En hinn forherti syndari sat heima og var að splæsa kaðal, í stað þess að fara í bænahúsið, þó að þetta væri á laugardagskvöldi. En þrátt fyrir bikanir og málningu hlaut bát- urinn að eldast. Hann varð grár og feyskinn og það varð gamli maður- inn líka. En þó liðu mörg ár svo enn, að enginn aflaði betur en „Flóttinn". Hann reri í hvaða veðri sem vera vildi, og alltaf náði hann lendingu aftur. Stundum kom hann að vísu með brotna siglu og marandi í kafi, en alltaf hafði hann það. af. Synir hans vildu ráða hann upp á hlut, þegar þeir keyptu sér þilskipið og netin, og ætluðu sér að eignast nót eftir nokkur ár, en hann hristi höfuðið. Þegar fimmtiu lesta skipið kom inn á voginn, var gamli • maðurinn að negla blikkplötu yfir rifu í stafnin- um á bátnum sínum. Hann athugaði bátinn hátt og lágt í nokkrar mín- útur, og mun hafa komizt að raun um, að hann væri góður ofansjávar, en lélegur að neðanverðu. En það sagði hann engum, heldur reri út að skipi sona sinna til að þess að óska þeim til hamingju. En nýja skipið aflaði ekki eins vel og það hafði útlit til. Líklegast væri réttast að athuga hvort ekki væri hægt að hafa meira upp úr búskapn- um, undir eins og búið væri að borga lánið og veiðarfærin. Þeir bræður höfðu áætlað, að hægt yrði að borga skipið á fimm árum, en breyttu fljót- lega áætluninni í fimmtán ár. Gamli maðurinn sagði fátt, og drengirnir 16 Fálkinn, 24. tbl. 1960

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.