Fálkinn


Fálkinn - 20.07.1960, Blaðsíða 17

Fálkinn - 20.07.1960, Blaðsíða 17
. . . en þá fór sá gamli að kyrja klámvísu, sem var svo sóðaleg að hjúkrunarkonan flýði . . . kunnu því illa. Þeir voru hættir að hugsa um að ráða hann, en skipréði hjá sér ungan pilt að vestan í stað- inn. Hann hafði verið á fiskimanna- skólanum, var mikill á lofti og kunni allt um fiskirí. Þetta gekk ekki betur en svo, að bræðurnir komust í atvinnubótavinnu um sumarið og urðu fegnir. Á laugar- dögum, þegar faðir þeirra fór á „Flóttanum" til bæjarins, urðu þeir fegnir að taka sér hvíld fram á skófluna og horfa á eftir honum, þar sem hann sat við stýrið og söng klámvísur við raust, svo að vega- vinnumennirnir veinuðu af hlátri, en mjóa reykhringi lagði upp frá bátn- um. Gamli maðurinn varð eldri. Einri góðan veðurdag, snemma hausts, urðu synir hans að hita upp hreyf- ilinn og fara með karl í sjúkrahús- ið. Hann hafði dottið i fjörunni, þeg- ar hann ætlaði að stíga upp i létti- bátinn og brotið lærhnútuna. Hann bað um kamfórubakstur og um að fá að vera í friði. En synir hans, sem voru upplýst fólk, sáu að lærið stokkbólgnaði og að hollast mundi vera að koma gamla manninum sem fyrst í sjúkrahúsið. Gamla mannsins verður lengi minnzt á þessu sjúkrahúsi. Ekki af því að þetta væri svo sérstaklega merkilegt beinbrot, heldur af því, að það munaði litlu að sá gamli gerði bæði lækna og hjúkrunarkonur kol- brjáluð. 1 fyrsta lagi bölvaði hann svo óþegið, að blóðið storknaði bæði i læknunum og sjúklingunum í stof- unni, í öðru lagi tók hann togþung- an af fætinum þrem dögum eftir að hann hafði verið settur á. Yfir- hjúkrunarkonan sagði, að hann væri versti heiðingi, sem hún hefði nokk- urntíma fyrir hitt á lífsleiðinni, og hótaði að fleygja honum út á ösku- haug. En þá fór sá gamli að kyrja klámvísu, sem var svo sóðaleg, að hjúkrunarkonan flýði, og lenti í of- boðinu niðri í lík-kjallaranum, en hafði ætlað sér undir bert loft. 1 sex vikur skemmti hann sjúkling- unum með visnakveðskap og með sögum, sem hann var reiðubúinn að sverja að væru sannar. Þeim, sem ekki vildu trúa þeim, hótaði hann lífláti. Bátinn sinn talaði hann lágt um, svo að ekki heyrðu aðrir en báta- smiðurinn frá Rana, sem lá í næsta rúmi við hann, og hafði vit á bátum. Þegar hann var burtskráður úr sjúkrahúsinu, gaf hann yfirlæknin- um svo óþyrmilegt olnbogaskot í mjóhrygginn, að hann hraut inn í lyft- una og var ekki verkfær það sem eftir var dagsins. En yfirhjúkrunar- konuna kleip hann í þjóhnappinn, og það meira að segja úti á ganginum framan í öllum námstúlkunum, þeim til óblandinnar skemmtunar. Þessi brek voru aðeins af tilhlökkuninni til að komast út í bátinn, og enginn sagði neitt við þeim. Sannast að segja varð tómlegt í sjúkrahúsinu eftir að hann var farinn. En eftir þessa lækningu, varð gamli maðurinn ekki samur og áður. Hann steinhætti að róa. Það lengsta sem hann komst í þá átt, var að háfa smáufsa fyrir neðan bæjardyrn- ar hjá sér, og það gerði hann á léttibátnum. ,,Flóttann“ notaði hann aldrei — þá sjaldan hann hitaði upp hreyfilinn, var það aðeins til að sjá hvort hann gengi. En hann leysti aldrei bátinn frá baujunni. Svo var það þetta með jafnvægis- taugarnar. Hann tók fyrst eftir þvi einu sinni þegar hann beygði sig til þess að setja nýtt kolluband í létti- bátinn. Þá fannst honum sjórinn og f jaran koma beint i nefið á sér. Hann leit fljótt í kringum sig, en af því að enginn sá hann, komst hann hjá því að ljúga, að hann hefði runnið á þaranum í fjörunni. Honum tókst að halda þessu leyndu lengi, en loks var það ekki hægt. Eitt sumarið þegar hann var að koma úr berjamó og var kominn niður á veginn, datt hann kylliflatur og ætl- að varla að komast á fætur aftur. Og þarna sást til vegarins frá þrem- ur bæjum, og fólk kom hlaupandi úr þremur áttum til að hjálpa hon- um. En þegar það kom að, var hann loks kominn á fætur og bandaði til fólksins með stafnum. Það var ekki hægt að segja að hann hefði dottið um stein, því að vegurinn var rennsléttur þarna. Svona fór það nú. En það kom ekki til mála, að hann léti undan með bátinn. Hvenær sem hægt var tók hann stafinn sinn og staulaðist niður í fjöru. Og það gerði hann oftar en dóttur hans þótti gott. Nú var hún eina dóttirin, sem eftir var heima. Og nú var hún alveg að bila á taugunum. Hún hafði lesið í mynda- blaði nýlega, að það væri einmitt svona, sem taugarnar biluðu í fólki, umhugsunin um að sá gamli dytti í sjóinn. Loks átti að reyna að banna hon- um að fara um borð í bátinn fram- ar. Þegar gamli maðurinn komst að raun um að hann var einn á móti mörgum, fór hann að reyna að bjarga sér með ýmiskonar smálygum, til að fá að komast niður að naustinu — hann ætlaði bara að líta eftir hvort það. væri lokað, eða hvort báturinn væri forsvaranlega bundinn. En þetta dugði ekki til lengdar, og hann varð Niðurl. á bls. 32. Fálkinn, 24. tbl. 1960 17

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.