Fálkinn - 21.03.1962, Blaðsíða 27
Jiirgen fylgdi fúslega þessum nýja
vini sínum og verndara út í eldhúsið.
— Hæ, Minna. Hérna er nýr lítill
vinur okkar, sagði Wolfgang í léttum
tón. — Viltu ekki vera svo góð og ann-
ast um hann augnablik? Ég held raunar
að hann sé glorsoltinn. Gefðu honum
nú eitthvað gott að borða.
Síðan yfirgaf hann eldhúsið og fór
aftur til Dorisar, sem beið hans óþolin-
móð í borðstofunni.
— Jæja, kæra systir. Hvað liggur þér
nú eiginlega svona óskaplega mikið á
hjarta?
Hún sagði honum í fáum orðum, hvað
gerzt hafði.
— Ef Pedro ætti í raun og veru að
fara til Mexicó aftur fyrir fullt og allt,
þá hlyti hann að hafa sagt mér það.
Ég hef lofað að hitta hann klukkan
hálf sex, en þá kemur mamma og heimt-
ar að ég snæði kvöldverð með föður
hans.
Wolfgang glotti.
— Þú hefur allt of miklar áhyggjur
út af smámununum, sagði hann drýg-
indalega. — En það var rétt að koma til
mín, stelpa góð. Það stendur nefnilega
þannig á hjá mér í kvöld, að ég vildi
mjög gjarna fara út og skemmta mér.
Ég hef þér að segja nýlega hitt stúlku,
sem er girnilegri en allir fjársjóðir ver-
aldar. Nú jæja. Þú munt sennilega fá
að sjá hana. Við komum með ykkur í
Bebenhausen!
Doris hrópaði af gleði og kastaði sér
utan um hálsinn á bróður sínum.
—• Þú ert hreinasta afbragð, Wolfi.
Þú ert eini maðurinn sem skilur mig.
Wolfgang ýtti systur sinni frá sér.
— Vertu nú ekki að ýkja, ljúfan. Ég
hef alltaf verið verndari hinna fátæku
og þeirra sem mega sín lítils í tilver-
unni. Ég hringi þá og panta borð í Beb-
enhausen.
Hann leit á klukkuna.
— En við verðum að hafa hraðan á.
Við eigum eftir að skipta um föt og
hvaðeina. Flýttu þér nú!
— Og ef ég mæti mömmu, spurði
Doris áhyggjufull.
Wolfgang hló.
— Láttu eins og ekkert hafi ískorizt.
Við skulum bíða með allar útskýringar
þangað til á morgun.
Þegar Doris hljóp út úr herberginu,
heyrði hún, að Wolfgang kallaði á eftir
henni:
— En í guðanna bænum farðu ekki
í þennan græna kjól þinn. Grænn litur
fer svo hroðalega í taugarnar á mér .. .
Það leið klukkutími frá því að Doris
og Wolfgang fóru, þar til Bettina upp-
götvaði. að þau voru ekki í húsinu. Hún
gekk upp í herbergið til Alberts, sem
enn þá sat og las.
— Veizt þú hvar Wolfgang og Doris
eru, spurði hún.
Albert hristi höfuðið. Síðan lagði
hann frá sér pípuna og leit á móður sína.
— Hvað er að, mamma? Þú ert eitt-
hvað svo áhyggjufull á svipinn.
— Er ég það? —
fX’lkinn 27
Pedro? Eins og svo maergir höfðu gert
í hennar aðstöðu að minnsta kosti í öll-
um skáldsögunum, sem hún hafði lesið.
Einhver gekk blístrandi upp stigann
fyrir utan herbergi hennar. Wolfgang!
Doris reif dyrnar upp á gátt og hljóp til
hans. Hún tók í handlegginn á honurn.
— Wolfgang! Ég þarf að tala við þig
um mjög áríðandi mál. Nei, ekki hérna.
Getum við ekki farið inn í borðstofuna.
Ég vil ekki hitta mömmu hérna . ..
Wolfgang var hinn blíðasti og kátasti.
Hann tók í hönd systur sinnar og dró
hana með sér. En þegar þau opnuðu
dyrnar á borðstofunni, sem hafði verið
ónotuð, síðan Julian kvæntist, stönzuðu
þau bæði og stóðu undrandi á þröskuld-
inum um stund. Við annan enda borðs-
ins sat lítill drengur og horfði á þau
með tárin í augunum. Fyrir framan
hann lá pappírsörk og í annarri hendi
hélt hann á blýantsstubb.
— Hvað í ósköpunum ert þú að gera
hér, sagði Wolfgang. þegar hann hafði
náð sér eftir undrunina. — Og hver ert
þú eiginlega?
Hann dró Doris með sér inn í her-
bergið.
— Ég á heima í þessu húsi, sagði snáð-
inn hikandi og hræddur. — Mamma
mín er þarna uppi. En maðurinn sem
æpir á mömmu og mig og vill að ég
kalli sig pabba . . .
Wolfgang brosti hvetjandi til litla
drengsins.
— Hvað heitir þú?
— Jurgen Holthuyes ...
Wolfgang gekk til hans og klappaði
honum á kollinn.
— Það er fallegt nafn. Ég heiti nú
bara Wolfi, skal ég segja þér. Þú þarft
ekki að vera hræddur við mig.
Hann skoðaði það sem snáðinn hafði
párað á pappírinn.
— Þarna hefurðu aldeilis teiknað
fínt, maður, sagði hann brosandi.
Doris varð óþolinmóð.
Wolfgang brosti aftur til drengsins.
— Þarna sérðu, Júrgen Þú skalt læra
af þessu. Kvenfólkið lætur okkur karl-
mennina aldrei í friði!
Hann lyfti. drengnum upp af stólnum
og tók í hönd hans.
— Komdu, karlinn! Við skulum fara
til hennar M'innu. Þú skalt ekki sitja
hérna aleinn.