Fálkinn


Fálkinn - 11.07.1962, Page 6

Fálkinn - 11.07.1962, Page 6
PANDA DG LANDKDNNUÐURINN MIKLI „Puu“, andvarpaði Panda um leið og hann leit yfir rústir vagnsins. ,,Þeir hafa ekki skilið mikið eftir“, sagði hann. „Nei, en það er samt nóg fyrir okkur“, sagði landkönnuðurinn leyndardómsfullur á svip. Hann gekk að strút, sem hafði stungið hausnum í sandinn. Batt hann við undirvagninn, sem var alveg heill, dró höfuð strútsins upp úr sandinum, stakk upp í hann nokkrum hnetum, skrúfum, sjálfblekungi, og eitthvað af gamalli mynt. Nokkrum mínútum seinna var fuglinn kominn á fleygiferð með undirvagninn á eftir sér. Strúturinn virtist vera vel ánægður með máltíðina. „Sjáið þið“, sagði landkönnuðurinn. „Það þarf mikið til þess að buga þrautreyndan landkönnuð.“ Strúturinn hljóp eins og hann gat. ,,Húrra“, hrópaði Panda, „nú komumst við á réttum tíma“. „Þettaerbara þægilegri ferð en með járnbrautarlest“, bætti lög- maðurinn við. Á meðan þetta gerðist var umsjónar- maðurinn í lestinni önnum kafinn við að taka farmið- ana af fólkinu og nú var hann kominn að síðasta vagninum. Hann var næstum kominn út fyrir. „Rán, rán“, hrópaði hann. „Þetta fer áreiðanlega lengra. Ég er neyddur til þess að gefa skýrslu um atburðinn. Einum vagni alveg stolið.“ Hann hristi höfuðið yfir óheiðarleika fólksins og gekk aftur inn í lestina. „Við nálgumst nú brátt“, tilkynnti landkönnuður- inn. „Þegar við komum fyrir næstu beygju, munum við líta niður í Hófadalinn. Er þeir komu fyrir beygj- una, litu þeir niður í Hófadalinn. Þar var ekki sú friðsæla sveit sem þeir höfðu búizt við og nafnið hafði líka gefið til kynna. í stað sveitarinnar var þarna iðandi stórborg með fjölda skýjakljúfa. „Það er varla nokkur dalur eftir“, muldraði Panda vnnsvikinn. „Dalurinn hefur breytt um svip síðan forfeður mínir gerðu kortið“, sagði landkönnuðurinn. „En það er skylda mín að draga fánann að hún í miðju dalsins“. „Já og fyrir miðnætti“, sagði lögmaðurinn. „En hvar er miðja dalsins nákvæmlega?“ spurði Panda. „Skýja- kljúfurinn þarna“, sagði landkönnuðurinn, og upp á honum þarf ég að draga flaggið að hún. 6 FÁLK' n n

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.