Fálkinn


Fálkinn - 11.07.1962, Qupperneq 19

Fálkinn - 11.07.1962, Qupperneq 19
 lltllPfllÉI til þess að auðveldara sé að fylgjast með ferðum þeirra. Hvalveiðar og hvalskurður hafa oft verið sveipaðar nokkrum ævintýra- ljóma, einkum sökum þess að vinnan gefur verkamönnunum mikið í aðra hönd. En sé litið á aðra hlið málsins, kemur fljótlega í ljós, að þetta er erf- itt starf og verkamennirnir vissulega verðir launanna. Líf skipverjans á hval- bátunum er erilsamt. Sólarhringnum er skipt niður í vaktir, tvær 6 tíma vaktir, og þrjár fjögurra tíma vaktir. Standa menn þá venjulega 10 tíma annan sól- arhringinn, en 14 tíma hinn. Ef hvalur er skotinn, þá er ræst og og kallaðir út þeir hásetar, sem frívakt eiga. Tveir hásetar standa á vakt með stýrimanni og skiptast þeir á að stýra og kíkja eftir hvalblæstri. Tunnumaður heitir sá sem gefur gætur að hvalblæstri. Þegar tunnumaður tilkynnir, að hann hafi séð hval, er ferðin aukin nokkuð og hvalskytinn fer fram á hvalborð og tekur mið. Ef svo ber til, að hvalurinn sést ekki, þegar komið er á staðinn, er hraðinn minnkaður og jafnvel stanzað. Heppnin er ekki alltaf förunautur hvalveiðimannsins. Algengustu hvalir, sem nú eru veidd- ir, nefnast reyðar-hvalir og búrhveli. Þegar verið er að skjóta á reyðarhval þarf oft að bíða 7—20 mínútur ef hann er í kafi. Búrhvalurinn er hins vegar erfiðari viðureignar, hann getur verið allt að 50 minútur í kafi. Búrhvalur- inn er stundum kallaður spermur. Hann er mesta furðuskepna, en góðar eru af honum afurðir, lýsi mikið og góð búbót, ef í honum finnst ambra, sem notuð er í ilmvötn víða. Það fylgir Myndin hér á síðunni til vinstri: Séð heim að hvalstöðinni í Hvalfirði. Stóra myndin hér að ofan sýnir okkur hval- skurð og myndin hér til hægri er af einum flensara, Halldóri Blöndal, stud. jur. EALKINN 19

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.