Fálkinn


Fálkinn - 11.07.1962, Page 36

Fálkinn - 11.07.1962, Page 36
LITLA SAGAN E’rh. af bls. 28 Burðarmennirnir settu skápinn frá sér og sneru lyklinum í skránni. — Lítið bara á ungfrú. Skápurinn er alveg tilbúinn til notkunar, sögðu þeir og flýttu sér niður stigann. Ungfrú Rósa flýtti sér að þakka þeim fyrir og hélt áfram að lesa ástarsögu þá, sem hún hafði verið niðursokkin í, þegar flutningamennirnir komu og trufluðu hana í lestrinum. Ungfrú Rósa las mikið og ekkert nema ástarsögur. Hvað feg- urð snerti, var hún ekki hrífandi fögur, og þess vegna höfðu biðlarnir verið næsta fáir. Satt að segja, hafði enginn beðið hennar enn þá. En hún gat þó alltaf lesið um hina miklu og sönnu ást. Hún las til miðnættis. Þá fór hún í rúmið, en áður hafði hún rannsakað, hvort nokkur lá undir rúminu eða ein- hver stæði á bak við gluggatjöldin. Þar var enginn maður. Hún ætlaði einmitt að fara að teygja sig út eftir slökkvaranum og slökkva ljósið, þegar skápdyrnar hrukku upp og Bob Twist gekk út á gólfið. Hann leit syfjulega út. — Hvar er ég? umlaði hann næstum óskiljanlega. Ungfrú Rósa þaut upp úr rúminu og æpti: — Hjálp — karlmaður. Svo tók hún í sig kjark, stökk upp úr rúminu, þaut til dyranna, læsti þeim . . . og gleypti lykilinn. —v— 36 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.