Fálkinn


Fálkinn - 07.11.1962, Blaðsíða 11

Fálkinn - 07.11.1962, Blaðsíða 11
farið neðar en í annað sætið utan núna í ár og 1956 þegar Valur öllum að ó- vörum vann mótið. Það var alltaf við- kvæðið heima, að þegar við, þessir eldri, mundum hætta yrði ekkert úr liðinu. 1960 vann í. A. íslandsmótið, og þá voru margir hættir. Þórður Þórðar og ég vorum ekki með heldur, en mótið vannst samt.Ég er ekki hræddur um að þaðverði ekki nægur mannskapur til að taka við. Þriðji flokkur hjá okkur núna t. d. er mjög efnilegur, og þar eru mörg mjög góð efni á leiðinni. Ef tekst að halda þessum strákum saman er ég ekki í neinum vafa um, að það verður stólpa- lið. — Á þessum ellefu árum síðan f. A. vann fslandsmótið í fyrsta sinn, held ég að ekki hafi leikið eins margir ein- staklingar með neinu liði eins og okkur. Ef reiknaður er út landsleikjafjöldi hvers félags, þannig að ef félagið á þrjá menn í landsliði gildi það þrem lands- leikjum, er f. A. efst á blaði. Við höfum flestir verið átta í liði, og í tilrauna landsliði vorum við einu sinni níu. Þeg- ar farið var til Bandaríkjanna 1956 fóru 10 frá Akranesi. Við höfum fyllt allar stöður landsliðsins nema hægri bak- varðar stöðuna. Bakvörður hefur aldrei verið valinn frá okkur í landsliðið. en framvörður hefur verið settur sem bak- vörður. Þetta er nokkuð merkilegt. — Ef ég spyr þig um minnisstæða leiki hverja mundir þú tiltaka? — Það eru margir leikir minnisstæð- ir, en mér koma sérlega tveir í hug. Það er nú fyrst leikurinn við Svía hér í Reykjavík 1951. Áður en ég fór að heiman sagði mamma við mig: Mig hef- ur dreymt að þið vinnið þennan leik 5:3. Þessum leik lauk svo sem mönnum er kunnugt 4:3, en mörkin urðu fimm, því eitt var dæmt ógilt. Þeir sögðu að ég hefði verið rangstæður, en ég hef nú stundum efast um það vegna þessa draums. — 1953 kom hér þýzkt lið. Rínarúrval. Þjálfari þessa liðs hét Harst Sturze. Ég hafði kynnzt honum í Koplenz, og síðan höfum við alltaf sent hvor öðrum línu. Leik. ur Akraness við þetta Rínarúrval varð nokkuð sögulegur, og sjaldan hef ég vitað eins mikil læti á vellinum. Við lékum alveg stólpaleik, sennilega einn okkar bezta, og úrslitin urðu 5:0 okkur í vil. En það voru skoruð fleiri mörk en þessi fimm, tvö voru dæmd ógild. Annað þessara marka var þannig, að markmaðurinn var kominn langt út á teiginn, og boltinn stefndi í mannlaust markið, þegar þessi þýzki vinur minn og þjálfari gerði sér lítið fyrir. hljóp inná völlinn og bjargaði á línu. Það leið nokkuð langur tími þar til ég fékk kort frá honum eftir þessa Islandsferð. — Annars er ég hrifinn af Þjóðverjunum, þeir hafa svo gott skipulag á öllum hlut- Framhald á bls. 30.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.