Fálkinn - 12.06.1963, Side 11
hæfilegt mannsefni handa mér — með-
an hún heldur að nokkrar líkur séu til
að mér takist að ná í þig — munuð þér
lifa hér eins og blóm í eggi, sagði hún
feimnislaust, þótt hún hefði tekið eftir
og skilið augnaráð hans, sem mat hana
og vóg. ■— En einn góðan veðurdag
springur sápukúln. Hún er að þjást
af andþrengslum, og að síðustu hljóta
allir að skilja að með svona öryrkja í
húsinu er ekki nokkur leið að hafa
leigjanda.
— Ég veit hreint ekki hvað ég á að
segja, sagði hann vandræðalega. —
Þetta hlýtur að vera óþolandi fyrir
yður.
— Og fyrir yður, sagði hún rólega.
— Ég er orðin vön þessu. Mér leið
hræðilega, þegar ég uppgötvaði þetta í
fyrsta sinn. Ég skammaðist mín svo
hræðilega fyrir að allir — vinnukonan,
nágrannarnir, vinir okkar — allir höfðu
skilið að hverju mamma stefndi. En
það er mesta furða hversu fljótt maður
herðist gegn slíkum óþægindum.
Já, það vissi Ernest Jones alltof vel.
En hann minntist ekkert á það.
' Hún hélt áfram að tala. Nú, þegar
hún var komin yfir þrítugt, var móðir-
in farin að örvænta. Hún athugaði ekki
lengur jafn gaumgæfilega allar aðstæð-
ur „tilvonandi tengdasona" sinna, áður
en hún leigði þeim. Og nú var hún fljót-
ari að gera sér grein fyrir, hvenær öll
von var úti. Hjartaköst hennar urðu tíð-
ari, og hún var fljótari að ná sér aftur.
— Ég skil bara ekki hvers vegna
móðir yðar hefur ekki haft heppnina
með sér, sagði Ernest hreinskilnislega.
— Ég mundi halda.......
— Það er ekkert undarlegt við það,
herra Jones, svaraði hún rólega —
Bíðið, þar til þér hafið fundið fyrir
auðmýkingunni.
Hún vissi ekki, að auðmýkingu
þekkti hann. Alltof vel.
Það var engin furða, þótt frú Templer
vildi gjarnan að dóttir hennar giftist.
Henni fannst giftingin vera eina ham-
ingjan í lífi konunnar. Tækifæri henn-
ar sjálfrar til að giftast, hafði komið
öllum að óvörum. Þótt hún minntist
fyrri heimsstyrjaldarinnar jafnan með
skelfingu og viðbjóði, þá vissi hún vel
að henni átti hún hamingju sína að
þakka. Hermenn, sem komu heim í
stuttu leyfi, niðurbrotnir af dauða og
eyðileggingu, lús og ails kyns óþrifn-
aði, áttu sér þá ósk heitasta að komast
yfir konu og kvænast. Sjálfsbjargar-
viðleitni þeirra krafðist þess. Herra
Templer hafði farið eftir þessu og
kvænzt henni í flýti og án þess að gera
sér rellu út af útliti hennar.
Þótt enginn hefði trúað því um frú
Templer, þá naut hún samlífsins við
karlmenn ákaft. Þetta varð hennar eina
reynsla á því sviði, og hún varði ekki
lengi. Herra Templer féll einhvers
staðar í Frakklandi, án þess að fá vit-
neskju um að kona hans átti von á
barni. Vegna þessarar dásamlegu
reynslu sinnar, var frú Templer fús
til að leggja mikið í sölurnar til að fá
eiginmann handa Susan. Susan skyldi
ekki eyða ævi sinni án þess að lifa hið
mikla ævintýri, sem hún sjálf hafði
næstum því misst af.
Þess vegna var ekki undarlegt, þó
frú Templer yrði örvæntingarfull, þeg-
ar hún sá hversu lítinn gaum Susan
gaf karlmönnum. En ef Múhameð vildi
ekki koma til fjallsins, þá skyldi fjallið
koma til Múhameðs — og frú Templer
bauð fyrsta leigjandann velkominn á
hið ríkmannlega heimili sitt. Síðan
höfðu þeir komið og farið, hver á fæt-
FÁLKINN 11