Fálkinn


Fálkinn - 10.07.1963, Blaðsíða 6

Fálkinn - 10.07.1963, Blaðsíða 6
Óþjálir eldspýtustokkar. Kæri Fálki! Það má kannski til sanns- vegar færa að erindi mitt við þig sé ekki mikið en ég vona að þú takir þetta ekki illa upp fyrir mér. Það eru nú bara eldspýtustokkarnir sem ég vildi ræða um og þá helzt hvað Þeir eru óþjálir í allri meðferð að maður nú ekki minnist á hvað þeir eyðileggja fötin. Væri ekki hægt að finna einhverja lausn á þessu máli og taka hér upp sem annars staðar hina litlu hand- hægu hulstur sem svo má nefna. Svo þakka ég þér margt Agætt efni og kveð með beztu árnaðaróskum. K. P. Svar: Þetta mál hefur veriö rœtt áður hér í Pústhólfinu og það hefur líka verið tekið til um- rœöu í dagblööunum. ÞaO eina sem TtomiO hefur fram viö þess- ar umrœöur er aö máliö er sagt í athugun. Svar til Ballý. Ef þú ert ákveöin í þessu þá er auövitað ekki nema um eitt að gera og þaö er aö halda áfram á sömu braut. En þú skalt ekki búast við aö þetta verði auögenginn vegur lieldur þyrn- umstráður og grýttur. Þaö eina vegarnesti sem dugar er aö gef- ast aldrei upp heldur halda stöðugt áfram. Svar til Nonna. Vikulega berast okkur bréf svipuö þínu, en það er lítiö sem viö getum ráölagt l svona til- fellum. Annarra ráð geta oft veriö góö en þau geta líka veriö varasöm. í þessu máli er þér fyrir beztu aö fara eftir þinni eigin dómgreind. Hvorutveggja, skriftin og réttritunin var l ágaetu lagi hjá þér. Svar til Óla. Þú skalt fara til rakara og vita hvort hann getur ekki lið- sinnt þér eitthvaö í þessu máli. Ef hann getur þaö ekki er ekki útilokaö aö liann geti bent þér á einhvern sem kann ráö viö þessu. Varöandi seinni liluta bréfs þíns getum viö frœtt þig á þvi aö þetta mál hefur veriö tekið fyrir oftar en einu sinni og oftar en tvisvar en viö þökk- um þér fyrir ábendinguna. Um smápeninga og fleira. Háttvirta blað! Á hverjum þriðjudegi kaupi ég Fálkann og ég byrja venju- lega á að lesa Pósthólfið, þar virðast allir geta létt áhyggj- um sínum. Mig langar til að vita hvort það myndi skerða fjárhag ríkiskassans ef allir þessir leiðinda smápeningar yrðu felldir úr gildi. Ég á hér Foreign Trade Enterprize Ligonia 7, Katowice, Poland P. O. Box 825 f 1 yíiir Stálgrindur í verksmiðjuhús og vöruskemmur. Háspennulínuturna. Sjónvarþsmöstúr. • Stálpípur. o við 5 eyringa 10 eyringa og 25 eyringa. Þessa peninga getur maður jú ekkert keypt fyrir og til dæmis útlending- ar gera grín að þessu og í þriðja lagi þyngir þetta bara vasann. Og svo fyrst ég er að skrifa þá langar mig að vita hvernig á að beygja orðið kaupa. Ég held því fram að það eigi að segja kauptu en ekki keyptu (samanber hlaupa). Er þetta rétt? Ég vonast eftir úrlausnum fljótlega. Beztu kveðjur, D. R. Svu. . Ekki erum viö reiöubúnir meö aö svara hvernig áhrif þetta meö smápeningana mundi liafa á fjárhag ríkisins en lúnsvegar er okkur Ijóst aö þetta mundi hafa mikiö umstang og breyt- ingar í för meö sér. Ef viö tök- um UtiÖ og nœrtækt dœmi fyr- ir börnin sem kaupa í búðunum tuttugu og fimmaura stykki þá ér þarna strax komiö vandamál. Á þessi varningur aö afhendast fyrir ekki neitt eöa á hann aö kosta krónu eöa á aö selja minnst fjögur stykki. Eldspýtustokkur- inn mundi hœkka um tuttugu aura svo tekiö sé annaö dæmi því verö hluta yröi aö standa á heílum krónum. Aftur á móti er þaö sagt kosta meira en viröi einseyringa og fimmeyringa aö framleiöa þá og þaö gceti veriö athugandi aö taka þá úr um- ferö. En Viö skulum ekki skifta okkur af því Jivaö útlendingar segja um þetta mál því þeim kemur þaö harla lítiö viö. Og þeim er kannski ekki of gott aö hlœja því stundum aö minnsta kosti er áreiöanlega lelöinlegt i útlandinu og þetta gæti liaft áhrif á feröamannastrauminn hingaö. Nei þaö er sennilega of djúpt í árina tekiö aö leggja niöur álla smápeninga. Varöandi spurningu þína um sögnina aö kaupa þá hefur þú á réttu aö standa. Þaö er rétt- ara aö segja kauptu lieldur en keyptu. Svo þökkum viö bréfiö og vonum aö þessi sivir komi þér aö aóöu h”1'1; Þurrkur á miövikudögum. Ég vildi gjarna fá svar við einni spurningu: Af hverju er ekki „serverað" vín á mið- vikudögum? Á. H. Svar: Þetta er samkvœmt vínveit- ingareglugeröinni og mun hugs- aö þannig aö þeir sem ekki vilja vín geti þá ótruflaöir farið út og skemmt sér.. 6 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.