Fálkinn - 10.07.1963, Blaðsíða 8
•' ' '' '
— Rauðmaginn er skemmtilega huglaus. Hann er eins og
strúturinn að sumu leyti. Þegar hann veit að verið er að
elta hann, .stingur hann sér niður að næsta steini og sýgur
sig þar íastan. Að því leyti er hann líkur strútnum. Ann-
ars s.vndir hann hægt og hann er eini fiskurinn, sem mað-
ur getur auðveldlega elt uppi og náð. Ef maður má vera
að því að fyigjast með lífinu í sjónum, tekur maður alltaf
eftir nýju og nýju skemmtilegu. — Þegar ég var úti í Dan-
mörku, var ég eitt sinn fenginn til að hjálpa fiskifræðing-
unum við að flytja rauðsprettu úr Limafirði. Rauðspretta
er ákaflega mikil í Limaíirði, en þar hefur hún ekkert æti,
svo að það var tekið til bragðs að flytja hana og merkja
hana um leið. Ég átti að fylgjast með því hvaða merki hent-
uðu bezt og hvað mikið af rauðsprettunni næði sér til fulls
eftir flutninginn, því að er henni var hent útbyrðis, rbt-
aðist meira en helmingurinn af henni. Ég komst að því,
hvers vegna það var, og bað fiskifræðingana um að kasta
þeim ekki flötum á yfirborð sjávar. Samt sem áður rotað-
ist alltaf eitthvað. Þegar búið var að kasta allri rauðsprett-
unni útbyrðis, fór ég niður og taldi lauslega hve margar
lágu í roti. Botninn þarna fyrir utan Jótland er leirbotn
og venjuiega sést ekki kvikindi á honum, þ.e.a.s. hvorki
sniglar né krassfiskur. Þegar við komum svo aftur með
rauðsprettufarm, fór ég aftur niður og athugaði hve mikið
af rauðsprettunni hafði drepizt. Oftast drápust nokkrar og
ræðir við Guðmund
Guijónsson, fyrsta froskmasin
á ísfandi
sátu þá krosfiskar og sniglar venjulegast umhverfis hræin
og gæddu sér á þeim. Maður hafði jú alltaf haldið að þessi
dýr væri frekar sein í ferðum, en af þessu að dæma voru
þau það ekki. Því við á flutningabátnum vorum afarfljótir.
— Lærðir þú froskmannsstarfið í Danmörku?
Guðmundur Guðjónsson svarar ekki strax. Hann fer að
blaða í úrklippubunka, en segir síðan:
— Hérna hefurðu það. Ég tók prófið í október 1953. Þá
var ógurlegur ævintýraljómi yfir þessu starfi. Öll blöð voru
full af frásögnum um froskmenn og afreksverk þeirra i
stríðinu.
— Þessar frásagnir hafa verið í dönskum blöðum?
— Já, auðvitað, það var þegar gífurlegur áhuga á frosk-
mannsstarfinu.
— Og þig hefur langað að læra?
— Já. Þá áttu Danir aðeins einn froskmann lærðan, Jan
Uhre. Ég var þá að læra sjókortagerð í Danmörku og ég
sneri mér til Péturs Sigurðssonar forstjóra landhelgisgæzl-
unnar. Og hann kom því í gegn að ég fengi að læra starfið
og yrði ég þá að kenna mönnum úr „gæzlunni", þegar ég
væri orðinn fullnuma. Til skamms tíma hafði einn nemandi
verið hjá Jan Uhre, en hann tók aldrei próf, — var fakt-
iskt aldrei annað en aðstoðarmaður. Þegar ég hafði lokið
prófi í þessu, þá vorum við tveir, — má ég segja á Norður-
löndum, sem vorum lærðir. Ég varð lengur úti í Danmörku
en áætlað var, því að um þessar mundir, hætti Danska Her-
foringjaráðið að gera kort fyrir íslendinga og ég varð að
taka að mér að læra allt viðvíkjandi sjókortagerð, prentun
og fjöldamargt annað, sem snertir það starf. Ég varð því
aðstoðarmaður Jan Uhre meðan ég dvaldist þarna, og kenndi
með honum.
— Var það af ævintýralöngun, sem þú fórst að læra frosk-
mannsstarfið?
— Nei, ég hef alltaf haft gaman af því að synda.
8
FALKINN