Fálkinn


Fálkinn - 10.07.1963, Blaðsíða 23

Fálkinn - 10.07.1963, Blaðsíða 23
I * .,Jf !;.a- j. fei! líi Tp* HrlÍÍylijiHíjji::: •% -:iy HllÉ !!t, * mmm gafst upp. „Allt í lagi, hann hjálpaði mér 1 byrjun. En ég er ekki lengur byrjandi og vil ekki að hann sé að reyna að halda Alexis frá mínum eigin rekstri vegna sonar þíns!“ „Er ekki minn sonur þinn sonur líka?“ ég var laus núna og ekki hrædd lengur. Á vissan hátt þótti mér gott, að hann var tortrygginn, því að það bar hann svo langt frá sannleikanum. „Hann er það og engan langar til að gera honum mein. En ég er þreyttur á að heyra, „Alexis sonur þeirrar út- lendu.“ Hann er sonur minn og þú kallar hann því nafni og faðir þinn mun kalla hann því nafni líka.“ „Faðir minn veit ekkert um hinar heimskulegu deilur þínar við son þinn. Sonur þinn er ungur og einþykkur og hann vildi einfaldlega heldur fara til Skotlands. Kannski á hann kærustu og vill ekki eyða fríinu undir nefinu á þér.“ Ég brosti jafnvel, þegar ég sagði þetta, brosti vegna þess að brún hans var að lyftast og hann var ekki eins viss í sinni sök. , Hann nálgaðist mig aftur og í þetta sinn_ talaði hann þýðlegar. „Ég þarfnast hans. Ég bað um hjálp þína, Phaedra!“ Hann strauk andlit mitt mjög blíðlega. Mig langaði til að gráta yfir orðum hans, vegna þess að af okkur tveimur var þörf mín miklu meiri og það var enginn til að hjálpa mér. „Mér þykir þetta leitt, Thanos. Ég gat ekki ... Fyrirgefðu mér.“ Hann tók mig í fang sér og kyssti mig. Þetta var sú átakanlegasta af öll- um okkar deilum og ég hafði mikla löngun til að segja honum allan sann- leikann. Svimandi og með augun full af tárum hreyfði ég mig frá og hann elti mig og baðst afsökunar á hrópun- um og á því að vera svona mikill ruddi. „Ef einhver annar talaði svona við þig, myndi ég drepa hann, myndi ég það ekki? Drottningin mín, mín fagra Phaedra...“ Hann byrjaði að opna kjólinn minn, og áður en ég gat stöðvað ,mig ýtti ég honum burtu hranalega og með óduldri óbeit. „Phaedra!“ Honum blöskraði. „Fyrirgefðu, Thanos. Ég er rugluð og þreytt.“ Ég hallaði höfði mínu að öxl hans. Hann strauk hár mitt og hélt laust um mig. „Þú hefur á réttu að standa. Fyrirgefðu. Næst, þegar ég æpi að þér, skaltu bara klóra úr mér augun.“ Ég var miklu skelfdari við blíðu hans en æði og kallaði á Önnu og sagði svo við hana án þess að horfa á hann: „Lofaðu mér að hvílast.“ Hann snerti hönd mína með vörunum og yfirgaf herbergið, næstum læddist. „Anna, hvað á ég að gera? Hann er staðráðinn í að fá Alexis til að koma hingað. Þú veizt, að honum heppnast alltaf, þegar hann er ákveðinn. Anna, Anna, hjálpaðu mér. Ég er hrædd.“ „Þú verður að berjast. Þú verður að láta hann halda, að þú sért afbrýði- söm vegna Dimitri. Fáðu föður þinn til að hjálpa þér. Ungi útlendingurinn má ekki koma hingað.“ Hún grét líka og hinar hvítu hendur hennar skulfu um leið og þær héldu utan um mínar. Ég kinkaði kolli, en ég vissi að það var vonlaust. Ég þekkti Alexis, og þó að ég skildi hann ekki alltaf, gerði ég mér engar grillur um að hann gæti staðizt áhrifavald Thanosar. Hvað ef hann kæmi hingað? Hvað yrði um mig? Hversu sterk yrði ást okkar gagnvart Thanosi? Aðeins nokkrum klukkustundum seinna komst ég að því. Við vorum að borða hádegisverð og Thanos var þögull og spenntur. Ég var of niðursokkin til að borða, og við tvö sátum þegjandi. Skyndilega hringdi síminn. Thanos stökk upp og greip tólið. „Halló, já, já. Já!... Alexis? Hvað í andskotanum á þetta skeyti að þýða? .. Hjarta mitt hætti að slá. Ég gat séð Alexis fyrir mér svo greinilega, hleyp- andi brúnum óg kjálka hans klemmda Framh. á bls. 32. FALKINN 23

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.