Fálkinn


Fálkinn - 10.07.1963, Blaðsíða 38

Fálkinn - 10.07.1963, Blaðsíða 38
4*anali liilliiin Frair.h af bls. 37. Þegar hún sat fast við sinn keip, urð- um við sammála um, að við skyldum tala við okkar ágæta vin, sem við höið- um smám saman eignast, bifvélavirkj- ann, um málið. Meðan hann rannsak- aði bílinn, gengum við, konan mín og ég, um og hvöttum hvort annað með því að tala um alla þá möguleika, sem okkur hefðu opnazt við tilkomu gamla bílsins, um þá nýju vídd, sem tilveran hefði fengið . . . Einhver klappaði mér á öxlina. Ég snerist á hæli og starði beint framan i bifvélavirkjann. Ég fann samstundis tii sömu tilfinningar og banani hlýtur að hafa, þegar á að afhýða hann. ,,Það er engin leið,“ sagði bifvéla- virkinn lágt. „Hann þarf gagngera við- gerð.“ „Gagngera viðgerð?" endurtók ég — eins og ég hefði verið sleginn í höfuðið með tjóðursleggju og gat ekki komið upp neinu orði nema: ,,Tjóðursleggja?“ Ég vissi ekki hvað orðin „gagnger viðgerð" þýddu eiginlega. En mig grun- aði það. Skömmu síðar vissi ég það. Orðin þýddu 1600 krónur úr pyngj- unni. A leiðinni heim frá bifvélavirkjanum reiknaði konan mín og ég út, að tvo þriðju tímans, sem við hefðum átt bíl- inn hefði hann staðið á verkstæðinu hjá bifvélavirkjanum. Innst inni erum við bæði bjartsýn á lífið. Þannig að þegar bíllinn kom aftur úr hinni gagngeru viðgerð, sögðum við hvort við annað: „Jæja, nú — nú er allt í lagi. Það eru nýir hjólbarðar, vélin svo gott sem ný. Hvað í ósköp- unum ætti nú að geta komið fyrir?“ Konan mín, sem ekki er eins hrifnæm og ég, sagði: „Það er þetta með kæli- kerfið.“ „Nú, það —“ Ég sveiflaði hendinni og vísaði því á bug. Ég verð að geta þess hér, að á vatns- kassa bílsins var eins konar kælilíkn- eski — sívalt, mjög áhrifaríkt glingur, en innan í því var glerskífa og raúð hitamælissúla. Hún sýndi hita vélar- innar. Súlan sýndi hitann „of lítinn“ og „of mikinn.“ Það síðamefnda var óþarfi, því að þegar rauða súlan náði þangað upp, stóð mökkurinn upp úr vatnskassanum, svo að bíllinn var lík- astur sjóðandi hraðsuðukatli á hjólum. Að það syði á honum, kom alloft fyrir í fyrrasumar, og því urðum við alltaf að hafa tvær—þrjár flöskur af vatni meðferðis, þegar við fórum í bílferðir. Sunnudag einn í hitabylgjunni í fyrra höfðum við boðið móður minni — nokk- uð við aldur — í ökuferð meðfram ströndinni; við ætluðum að njóta út- sýnisins. Við höfðum ekki ekið í fjórar mín- útur, þegar ég varð að hrópa: „Nú sýður á honum!“ í sama bili steyptist brot- sjór af sjóðandi vatni og sjóðheitri gufu yfir framrúðuna. Það kom vesalings móður minni svo á óvart, að hún varð ofsahrædd og hnipraði sig veinandi saman í aftursætinu og fól andlitið í höndum sér. Ég sneri mér við og mælti til hennar róandi orðum, meðan konan mín ók vagninum út á vegarbrúnina, þar sem hann stóð um stund hvæsandi, og sprautandi og sjóðandi, og á þeirri stundu minnti hann ekki svo lítið á eimreið. Ég hafði nóg að gera við að hella dálitlu af köldu vatni ofan í vatnskass- ann, og við komumst aftur af stað. Þetta varð ferð, sem móður minni líður aldrei úr minni. Um hríð var ómögulegt að fá vatnið til að hætta að sjóða, enda þótt við ækjum lúshægt eftir veginum. „Eruð þið að sjóða egg?“ hrópuðu nokkrir drengir, sem þutu fram hjá á skellinöðrunum sínum. Vatnið gaus yfir rúðuna, svo að við urðum að setja vinnukonurnar í gang (og þær virkuðu svo sannarlega!). Þai'na ókum við sem sagt á hitabylgju-sunnudegi eftir Strandgötunni með vinnukonurnar í fullum gangi og hefðum átt að njóta útsýnisins, en höfðum ekki auga með öðru en litlu, bölvuðu, rauðu hitamælis- súlunni frammi á vatnskassanum. Móðir min ók ekki framar með okk- ur 1 gamla bílnum . .. 38 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.