Fálkinn


Fálkinn - 10.07.1963, Blaðsíða 13

Fálkinn - 10.07.1963, Blaðsíða 13
Seinna spiluðu karlmennirnir bridge, en Dóra Freeling sat hjá þeim og prjón- aði. Klukkan 22.30 gekk Jasper til sæng- ur og Quarles fylgdi honum til svefn- herbergis hans. — Hvernig líður yður? spurði Quar- les. — O — reglulega vel, svaraði Jasper varfærinn, en fór svo þegar að barma sér: — En það er ekki fyrr en um miðja nótt, að kvalirnar .... Quarlas greip fram í fyrir honum: — Þér megið alls ekki borða eða drekka neitt meira í kvöld. Skiljið þér það? Jasper Benton kinkaði kolli, dálítið kindarlegur á svipinn. — Borðið þér alltaf jafnkröftuga fæðu og þér gerðuð í kvöld? — Hvað? Ó, já. Benton leit út fyrir að vera undrandi yfir slíkri spurningu. — Þér skiljið — ég finn ekkert bragð af matnum, ef hann er ekki steiktur. — Og þér verðið ekki var við nein óþægindi þess vegna? — Nei, ekki nema þegar Roger er hérna. Quarles hristi höfuðið, fullur aðdá- unar: — Þá getur alls ekki verið, að þér séuð magaveill. Morguninn eftir fór Quarles strax til Bentons. Hann lá í rúminu, fölur og vesall. Nokkur lyfjaglös stóðu á nátt- borði hans. — Ég varð veikur aftur, sagði Ben- ton strax eftir að Quarles hafði lokað dyrunum. — Ég kastaði hryllilega upp um þrjú-leytið í nótt. Ég segi yður satt, einhver hefur byrlað mér eitur. — Ég borðaði og drakk nákvæmlega það sama og þér, sagði Quarles, og ég varð ekki veikur. — Ég skil ekki, hvernig hann fer að þessu, veinaði Benton. — En nú læt ég varpa honum á dyr og geri hann arflausan. Quarles benti á lyfjaglösin: — Og þér hafið ekki bragðað á þess- um lyfjum? — Ég hef ekki bragðað neitt, síðan ég yfirgaf borðstofuna í gærkveldi. Quarles trúði honum: — Þá skil ég þetta ekki heldur. Svo þagnaði hann og brosti: — Auðvitað, að mér skyldi ekki detta það í hug. Þér getið hafa tekið inn ósýnilegt eitur! — Hvað eigið þér við? — Þér takið það ef til vill án þess að hafa hugmynd um það. Quarles gekk inn í baðherbergið, Og þar fann hann það, sem hann leitaði að. Svo fór hann aftur inn til Bentons. Um kvöldið varð Roger Benton skyndilega að fara aftur til Birming- ham. Hann pakkaði niður í ferðatösk- una, kvaddi og fór. Um leið og hann var kominn út úr dyrunum, sagði Jas- per Benton hranalega: — Á morgun læt ég senda eftir lögfræðingi mínum. Svo fór hann að hátta. Klukkustund seinna sá Francis Quar- les, þar sem hann lá í leyni bak við svefnherbergishurð sína, veru læðast inn í baðherbergi Bentons. Hann flýtti sér yfir ganginn og opnaði hurðina. Þar inni stóð Dóra Freeling með tvo tannkremsstauka í hendinni. — Allt í lagi, ungfrú Freeling, sagði Quarles rólega. — Leikurinn er tap- aður. Fylgið mér inn til herra Bentons. Hún elti hann sem dáleidd og hélt Framhald á bls. 28. FÁLKINN 13

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.