Fálkinn


Fálkinn - 10.07.1963, Blaðsíða 30

Fálkinn - 10.07.1963, Blaðsíða 30
8 og 16 mm filmuleiga Kvikmyndavélaviðgerðir Skuggamyndavélar Flestar gerðar sýningarlampa ódýr sýningartjöld Filmulím og fl. Lj óamyndavörur Filmur Framköllun og kópering Ferðatæki (Transistor). FILMUR OG VÉLAR Freyjugötu 15 Simi 20235 Shooh 1 Smonna ER KJORINN BÍLLFYRIR ÍSLENZKA VEGi: RYÐVARINN, RAMMBYGGÐUR, AFLMIKia OG ÓDÝR AR I TÉHKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ VONAHSTRXTI 12, SÍMI 37í«l Framleitt einungis úr úrvals gleri. — 5 ára ábyrgð. Pantið tímanlega. KORKIDJAIM H.f. Skúlagötu 57. — Sími 23 200. velkomið, að sumt fólkið komi heim með mér að Þúfum „Það er nú þröngt hjá þér sem stend- ur,“ svaraði sá eldri. „Þau koma að minnsta kosti fyrst þangað, sem stytzt er. Komstu ein yfir heiðina, Ásthildur?" „Já, ég fór með símanum. Það var ekki hætt við fannkomu. En hvasst var uppi. Hér er nærri logn. Ég var að koma niður brekkurnar, þegar ég sá .. . Svo flýtti ég mér. Ég sá að þið hlupuð öll af stað. Ég skrapp aðeins heim að Þúf- um og sótti kassann.“ Þúfnafólkið fylgdist með heim að Völlum. Gömul kona kom út á hlað og leiddi barn. „Það hefur aldrei verið mikið um slys hérna,“ sagði hún, þegar í ljós kom, að allir voru því nær heilir. „Mesta furða þó, svona fyrir opnu hafi. Þið hafið átt erindið, blessaðar mann- eskjurnar, að fljúga í þessum steytingi. Ætli sé ekki bezt, að ég gangi á undan ykkur inn. Komið þið bara beint. Ekki að fara úr neinu hér í kuldanum." Þau gengu inn í hálfdimman gang, þar sem kenndi moldarþefs, gegnum lítið eldhús, með hvítu timburgólfi og svartri eldavél og inn í litla stofu. Stofan var lág undir loft, þilin blámáluð en loftið hvítt með bitum, hvað allir lofuðu samstundis og sögðu, að minnti á Bessastaði. Gólfið var gert úr misbreiðum fjölum, eins og þil og loft, en það var ómálað og hvítþvegið. Miög hvítt. Þarna var gamalt, rauð- málað borð og baklausir tréstólar. Gluggar voru tveir, með smáum rúðum, og tjöld fyrir þeim úr bládröfnóttu lér- efti. Veggfast símatól við dyrastafinn hringdi ákaft. Neyðarhringing frá Fag- ureyri. Allt fólkið hélt niðri í sér and- anum, meðan flugmaðurinn gerði grein fyrir slysinu og björguninni í fáum orðum. Reykvíkingar höfðu séð það í bókum, að á sveitabæjum skipaði öndvegi á þili mynd af Napoleoni mikla eða Kristjáni níunda, en þar næst kom myndin Drottinn blessi hcimilið. Þetta heimili virtist vera undantekning. Hér var stór mynd af ungum manni og önnur af einhverjum togara. Þar var líka í umgerð, mynd í póstkortstærð, sýnilega klippt úr dagblaði, af hópi manna í sjóklæðum við borðstokk á skipi. Og sagan var öll. Ferðafólkið leit snöggvast hvað á annað. Og þegar gamla konan heyrði sjóða út úr potti og hljóp fram, hvísl- aði Dedda að Duddu siddu: „Ég fatta tragedíu heimilisins.“ En Teddi Óskars virti fyrir sér mynd unga mannsins með tilgerðarlausum undrunarsvip, sem fór honum vel. Þilið við dyrnar var prýtt dagatali frá Eimskipafélagi íslands. Þar hékk líka loftvog. Við þetta þil var ábreiðu- laus legubekkur. En rétt í þessu fleygði húsbóndinn inn rauðrósóttri Gefjunar- ábreiðu og sagði: „Við þrifum allt laus- legt, sem við héldum, að kæmi að gagni handa slösuðu fólki." Gamla konan kom inn, breiddi vand- lega yfir bekkinn, sótti rósóttan kodda, sem líka hafði verið með í leiðangrin- um og bað gestina að láta fara eins vel um sig og unnt væri. Konurnar settust á bekkinn en flug- maðurinn og Teddi á stóla við borðið. Skráman yfir gagnauganu á Duddu Siddu tók nú að blæða. Og Dedda tók upp vasaklút, til að þerra skrámur á höndum sínum. „Það gerir hitinn,“ sagði gamla kon- an. „Ásthildur,“ kallaði hún fram. „Ertu ekki þarna með kassann þinn?“ Skíðastúlkan kom nú inn og var nú úlpulaus í rauðri peysu. Hún hélt á litla léreftspokanum og steypti úr hon- um á borðið. Þetta var dálítill sjúkra- kassi úr blikki. Hún opnaði hann. Krakkarnir komu nú allir inn og námu staðar á miðju gólfi, staðráðnir að láta ekkert fara fram hjá sér. „Þið búið vel. Það er eins og þið bú- ist við öllu því versta,“ sagði flugmað- urinn og horfði á hendur stúlkunnar. „Við megum til. Stundum er ófært til læknis.“ Hún þerraði blóð af auga- brún Duddu Siddu, þrýsti saman skurð- inum með þar til gerðum plástri og sagði, að þetta gerði sama gagn og saumur, brúnirnar mundu grófa saman. Dudda Sidda fylgdist með öllu í hand- spegli sínum og hrósaði stúlkunni. „Það komu menn og kenndu okkur hjálp í viðlögum,“ sagði Ásthildur. Skrámurnar á höndum Deddu voru ekki stórvægilegar. Ásthildur vafði þrjá fingur hennar. Húsbóndinn og heimadrengurinn á Velli komu inn. Þeir höfðu brugðið sér í hreina vinnujakka og snyrt sig eitt- hvað til að drekka kaffi með gestunum Bóndinn frá Þúfum kom og drap fingri á loftvogina: „Hún fellur. Þetta var auðséð í morgun. Þið hefðuð ekki átt að leggja af stað.“ Gamla konan greip fram i: „Fólk getur átt svo brýnt erindi, að það tefli á tvísýnu. Ekki var fallegur norðanbakkinn, þegar þið fóruð í Bjarg- ið hérna um árið til að hjálpa Bretun- um. Og ekkert sagði ég þá.“ Flugmaðurinn hleypti í brýnnar, lítið eitt, og fór að blístra lágt. Teddi Óskars sveiflaði hægri hendi með glenntum fingrum: „Nú langar mig til að vita nöfn og númer á heimilis- fólkinu. Þið hjónin eruð auðvitað hjón, bóndinn á Þúfum sonur ykkar og þessi börn .. . hvað er þetta? Eru börnin fimmburar? Eitt stærst en næstum enginn munur á hinum fimm! Og svo er stóri drengurinn hérna og litla barn- ið! Ekki eigið þið svona ungt barn.“ Gamli bóndinn svaraði með hægð: „Það er einn ættliður milli okkar og litla barnsins. Ungu hjónin fóru yfir á Eyrina og koma líklega ekki aftur fyrr en í næstu viku. Tengdadóttir mín, sem er mamma þessa litla stúfs, er systir Ásthildar. Stóri drengurinn er frá Reykjavík. Hann er hjá okkur núna, blessaður stúfurinn. Nei, hann er ekki skyldur okkur." 30 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.