Fálkinn


Fálkinn - 10.07.1963, Blaðsíða 21

Fálkinn - 10.07.1963, Blaðsíða 21
1 Þessi skopgrein eftir Gert Smistrup, fjallar um ósköp hversdagsleg- an mann, sem ekki bar hið minnsta skynbragð á bíla eða tækni al- mennt, en keypti sér samt gamlan bíl. Og að sjálfsögðu lendir hann í ýmiss konar ævintýrum og sitthvað spaugilegt kemur fyrir hann unla Tbiliain það. Það varð ekki hjá því komizt. En það var víst uppgerðarhlátur hjá mér, þegar börnin æptu á mig, hvort ég gæti ekki fengið bílinn til að segja aftur „bang.“ Bullsveittur og útataður rétti ég úr mér, þegar bíllinn var ökufær að nýju. Börnunum var smalað inn. Og þá vildi dýrið ekki fara í gang. Ég varð að taka mér stöðu og reyna að veifa ökumanni, sem átti leið um, en þeir héldu allir áfram, um leið og þeir veifuðu þó á móti og brostu á þann hátt, sem fólk í nýjum bílum brosir til fólks í gömlum bílum. Því næst varð ég að biðja vel klæddan herramann, sem var á sunnu- dagsgöngu, um að hjálpa mér að ýta bílnum í gang, en konan mín sat undir stýri. Þegar við höfðum ýtt ferlíkinu nokkur hundruð metra eftir veginum, tók hann allt í einu þrjú kengúrustökk — og fór í gang. Ég varð svo önnum kafinn við að smala börnunum inn í bílinn aftur, að ég steingleymdi að þakka manninum kurteistlega fyrir hjálpina. Hann gekk leiðar sinnar dauf- ur í dálkinn. Við komumst heilu og höldnu til strandarinnar og vorum þar allan eftir- miðdaginn. Konan mín og ég lágum og horfðum á gamla bílinn okkar, sem stóð á bílastæðinu meðal hinna, og við ræddum um, að hann væri að minnsta kosti ekki venjulegur, hann hefði persónuleika, og við ættum yndislegt sumar í vændum með honum. Það átti fyrir okkur að liggja að ganga meira en við höfðum búizt við Þvi að þegar við ætluðum heim, var annað framhjólið flatt. Loftið hafði sigið úr því. Það var að vísu annað varahiól eftir en bví miður var það ekki nothæft, og því urðum við að síma eftir kranabíl til að draga bílinn á verk- stæði, og sjálf urðum við að taka leigu- bíl heim. Þegar daginn eftir vorum við aftur komin í gott skap. Það þurfti bara nýja hjólbarða á bílinn — það höfðum við þó vitað fyrir; við gátum ekki kennt honum um, að þau gömlu sprungu. Við keyptum fjóra nýja hjólbarða. 300 krón- ur... Við sama tækifæri báðum við bif- vélavirkjann að athuga, hvers vegna hann hefði ekki viljað fara í gang. Hann var fljótur að ganga úr skugga um það. Og það var í fáum orðum sagt: Rafgeymirinn var ónýtur. — Ég dró veskið upp aftur. Nýr rafgeymir. Nú, jæja, maður gat ekki búizt við að hafa himin höndum tekið fyrir 2800 krónur. Við vorum aftur bjartsýn. Nú væri þessu lokið, héldum við. Gamli bíllinn verður að venjast nýju eigendunum. Ef til vill á maður að tala vingjarnlega til hans, sagði konan mín, eins og maður talar við blómin sín, og ég sagði að hún skyldi reyna það. Við vorum nýbyrjuð að tala vin- gjarnlega til hans, þegar önnur fram- hurðin datt af. Einn góðan veðurdag þegar við vor- um í ökuferð, féll hurðin ekki alveg að stöfum, svo að ég opnaði hana dálítið og ætlaði að skella henni fastara^ aftur, og í sömu andrá datt hún af. Ég var nærri fallinn útbyrðis, og þá hefði ég lent úti í skurði. og það með bílhurð- ina í hendinni. Það voru þung spor til kerrusmiðs- ins, gamals, vingjarnlegs karls, sem klóraði sér íbygginn í gráhvítu yfir- Pramh. á bls. 37. FÁLKINN 21

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.