Fálkinn


Fálkinn - 10.07.1963, Blaðsíða 17

Fálkinn - 10.07.1963, Blaðsíða 17
er Freyja á Óðni. Þau kynntust fyrst á Akranesi nú fyrir skömmu, og með þeim tókst að sögn ágætur kunnings- skapur. Puti kann ekki við sig nema á sjónum. Um daginn skildu þeir hann eftir þrjár ferðir á Akranesi, og eftir þriðju ferðina hefði hann bókstaflega grátið á bryggjunni. Það var um það bil eins og hálfs tíma sigling upp að Éyri í Kjós, þar sem sandurinn var tekinn. Tveir hval- bátar voru á útleið. Af og til heyrðust köll í talstöðinni. Þeir voru fljótir að undirbúa dæling- una og grár sjórinn tók að streyma úr leiðslunum. Skipið þyngdist fljótt í sjón- um. Svo rann sjórinn út aftur, en eftir sat sandurinn. Þessu fylgdi talsverður hávaði, og sjórinn sem flaut ofan á sandinum kvoðaðist. Svo var lestin orð- in full og haldið í bæinn. Það hafði ekki tekið nema um þrjár mínútur að dæla upp fimm hundruð lestum af sandi. Yfir kvöldkaffinu var mikið spjall- að, og auðvitað mest um sjó og sjó- menn. Hreinn sagði okkur sögu af tog- araskipstjóra, sem var mikill aflamað- ur. Það var á einni síldarvertíðinni fyr- ir norðan að þessi skipstjóri tók kon- una sína um borð ásamt systur hennar. Þá óð síld um allan Húnaflóa og öll skip hlóðu, en þessi fékk ekki bein úr sjó. Skipstjórinn gerði sér lítið fyrir, sigldi inn á Blönduós, setti kvenlólkið í land og hélt út aftur. Hann var varla kominn frá landi þegar þeir fengu 1400 mála kast. Þá voru sagðar sögur af hjátrú ýmissa aflamanna. Eitt sinn gaf útgerðarmaður nokkur skipstjóra sínum forláta hatt, en þegar vika var liðin án þess að branda hefði verið innbyrt, henti skipperinn hattinum, Eftir það voru þeir í síld allt sumarið. Þá barst talið að laxveiði, en það töldu menn þarna um borð lítið sport. Um borð í Sandey er kvenkokkur, Steinunn Sigurjónsdóttir, og sagðist hún kunna starfinu vel. Þetta væru allt ljómandi strákar. Strákarnir töluðu vel um kokkinn, Þeir létu vel af verunni um borð og sögðu að áhöfnin væri eins og ein fjölskylda. Þetta væri að vísu stundum dálítið erfitt, en þeir ættu frí um helgar og það væri meira en sjó- menn almennt gætu sagt. Við gengum niður í vélarrúm til Jóns Finns og spjölluðum um sjómennsku hans. — Ég er búinn að vera á sjó frá því um tvítugt, sagði hann. Annars er ég fæddur á heiðarbýli og kom ekki nærri sjó fyrr en á þeim aldri, og eftir það hef ég ekki getað slitið mig frá honum. — Þú hefur víða siglt, Jón? — Við getum sagt svo, en þó finnst mér að ég eigi mikið eftir. Ég hef að vísu komið til allra heimsálfanna, en Framhald á bls 28 FALKINN 17

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.