Fálkinn


Fálkinn - 10.07.1963, Blaðsíða 12

Fálkinn - 10.07.1963, Blaðsíða 12
— Þau munu sjálfsagt segja, að ég sé ímyndunarveikur, sagði Jasper Benton. — Auðvitað hef ég mínar hugmyndir eins og allir aðrir. En ég get fullviss- að yður um, að það er staðreynd — og ekki ímyndun, — einhver er að reyna að myrða mig á eitri. Leynilögreglumaðurinn Frances Quar- les kinkaði kolli. Þeir sátu í dagstofu herra Bentons, ríkmannlega búnu her- bergi með útsýni yfir skemmtigarðinn. — Þér eruð ekki sérlega hraustlegur, herra Benton. Benton var hávaxinn maður og venju- lega bæði rjóður og hraustlegur í and- liti, en nú var hann fölur og tekinn. Hann sagði með grátstaf í kverkunum: — Mér líður heldur ekki vel. Ég kastaði upp í nótt og einnig i morgun? — I-Tafið þér talað við lækni? — Hann segir, að ég verði að gæta varúðar í mat og drykk. Hann er sami hrossaiæknirinn og allir hinir. Ég hef reynt að gæta mataræðis míns, en það er síður en svo að rnér batni. Nei, það er einhver, sem er að reyna að byrla mér eitur. Benton hallaði sér fram í stólnum, svo að andlit hans nam við andlit leynilögreglumannsins og hann hvíslaði: — Og ég veit, hver það er. Ég veit bara ekki hvernig hann fer að því. Quarles fannst þetta heldur ruglings- legt. — Ef þér getið ekki komizt að því hvernig það er gert, þá get ég ekki séð .... — Segjum sem svo, að venjulega séuð þér fílhraustur. Svo kemur maður og býr hjá yður í viku og allan þann tíma eruð þér veikur, og batnar fyrst, þeg- ar hann er farinn. Og segjum, að þetta endurtaki sig tvisvar — þrisvar sinn- um. Mundi ekki þykja þetta í meira lagi undarlegt? — Jú, áreiðanlega. — Mér líður að vísu aldrei verulega vel, sagði Benton og rödd hans var full sjálfsmeðaumkunar. — En það er að- eins, þegar viss persóna er hjá mér, að ég fæ þessi uppköst. Það er ég bú- inn að sjá fyrir löngu. Frændi minn, Roger, rekur verkfræðifyrirtæki í Birm- ingham. Hann kemur venjulega til Lon- don einu sinni í mánuði og er hér í viku. Og 1 hvert skipti sem Roger kem- ur, finnst mér ég verða veikur. — Finnst yður þér verða veikur? — Stundum kasta ég bara upp, en stundum kenni ég bara óþæginda. Ro- ger er nánasti ættingi minn, og mun þar af leiðandi erfa mest eftir mig. En nú ætla ég að breyta erfðaskránni. Ég ætla að gera hann arflausan. Mig langar aðeins til að biðja yður að kom- ast að því, hvernig þessi ungi þorpari fer að því að eitra fyrir mig, áður en ég geri hann arflausan. — Hverjir fleiri fá arf eftir yður? — Vinnufólkið mitt fær hvert um sig nokkur hundruð pund. Skjólstæð- ingur minn, Dóra, — hún sér um mig og húshaldið — á að fá tvö hundruð og sextíu pund á ári. Sömuleiðis James bróðir minn. Hann er að vísu dauðans letingi, en mér finnst ég ekki geta látið hann svelta. Afganginn fær Roger. Quarles yfirgaf Jasper Benton og gekk á fund skjólstæðings hans, Dóru Freelings. Hún var dóttir vinar Ben- tons, og Quarles vissi, að hann hafði algjörlega séð um menntun hennar og uppeldi, síðan foreldrar hennar fórust í flugslysi. Hún var fíngerð, stillileg stúlka og virtist vera hagsýn og skyn- söm. Hún reyndi að gera lítið úr grun Bentons. — Hann er slæmur í maga, sagði hún, — og hann borðar allt of krvdd- aðan mat. Dr. Rossley segir það líka, og ég held það sé ekkert annað, sem amar að honurn. Quarles sagði, að Benton hefði full- yrt, að hann hefði í lengri tíma gætt fyllsta hófs í mataræði. Dóra Freeling hló aðeins: — Jæja, og sagði hann yður líka frá öllum matn- um, sem ég fann í herberginu hans ein- mitt á þeim tíma, er hann gætti mest „hófs“? Nei, mig grunaði það. Þér snæð- ið miðdegisverð með okkur í dag, — er það ekki? Þá skuluð þér bara taka eftir öllu því, sem hann borðar og draga yðar eigin ályktanir. Talið svo við dr. Rossley. Dr. Rossley var ungur og fjörlegur maður: — Hann borðar allt of mikið og allt of sterkan mat, það er allt og sumt, sagði hann með miklu sjálfsör- yggi. — Þar við bætast meðfæddir melt- ingarörðugleikar og að honum hættir til að ýkja. — Þér haldið þá að það sé ekkert hæft í þessari eiturhugmynd hans? Þrátt fyrir sjálfsöryggi sitt vildi lækn- irinn ekki fullyrða neitt. — Það eina, sem ég get sagt, er að ég hef þrisvar sinnum komið til hans vegna þessara velgjukasta hans. Þau voru ekki alvarleg, og það var ekkert, sem benti til annar.s en venjulegs maga- sjúkdóms. En það er eitt, sem ég ætti ef til vill að segja yður frá. Fyrir nokkrum árum fékk Benton meinsemd í góminn, sem olli því, að bragðlaukar hans eru að mestu leyti óvirkir. Hann á mjög erfitt með að greina mismun- andi bragð og það er að einhverju leyti þess vegna, að hann vill hafa matinn mikið kryddaðan. Honum er einnig gjarnt að gleypa matinn, því hann á erfitt með að tyggja hann. Hann getur vel hafa gleypt eitthvað óæti án þess að finna fyrir því. Þetta er eina vit- nesWjan, sem ég get látið yður í té. Þó undarlegt megi virðast, var Roger eina manneskjan á heimilinu, sem tók hugmynd Jaspers Bentons alvarlega. Roger var dökkhærður, laglegur mað- ur um þrítugt. — Það er einkennilegt, en það er eins og Jasper frændi fái þessi köst einungis, þegar ég er í London, sagði hann. — Stundum finnst mér næstum eins og hann haldi að það sé af mín- um völdum. Hann hló dálítið tauga- óstyrkur. Þeir höfðu fengið sér glas fyrir mið- degisverð og sátu nú og röbbuðu sam- an yfir glösunum. James Benton var mjög líkur Jasper bróður sínum, en hann var bæði grennri og fjörlegri. — Hvaða vitleysa, drengur minn, sagði James. — Jasper er einfaldlega fram úr hófi gráðugur. Það hefur hann líka alltaf verið, jafnvel þegar hann var lítill. Græðgi Jaspers Bentons kom greini- lega í ljós við miðdegisverðinn. Quarles horfði næstum dáleiddur á hvernig þessi magaveiki maður hámaði í sig tvöfald- an skammt af þykkri súpu og síðan Marylandkjúkling ásamt frönskum kar- töflum og öðru tilheyrandi. Leynilög- reglumaðurinn borðaði sams konar mat og drakk sams konar vín og gestgjafi hans. Eftir miðdegisverðinn drakk hann glas af grænu chartreuse, af því að Benton gerði það, og af sömu ástæðu þáði hann ekki vindling með kaffinu. Allir á heimilinu vissu hvers vegna Quarles var staddur hjá þeim, og þess vegna voru samræðurnar eftir að staðið var upp frá borðum dálítið þvingaðar. 12 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.