Fálkinn


Fálkinn - 10.07.1963, Blaðsíða 20

Fálkinn - 10.07.1963, Blaðsíða 20
l»ega.x* ég á.tti gi „Jafnvel klukkan gengur hárrétt,“ sagði seljandinn, þegar við fórum í reynsluferðina á gamla bílnum. Það var seljandinn sem sat undir stýri. Sjálfur hafði ég ekkert öku- skírteini, en hafði bókstaflega ekki sezt undir stýri síðan í bílprófinu. Hann gerði ekki þessa athugasemd með neinu gorti í röddinni, öllu heldur mátti heyra tortryggna aðdáun. Þetta var ekki hans eigin bíll, heldur vagn, sem hann var með í umboðssölu; hann var greinilega hrifinn af ágæti hans, og án þess að segja það beint lét hann í það skína, að ef svo hefði ekki viljað til, að hann ætti bíl fyrir, þá hefði hann keypt þennan sjálfur. „Hann er þó í það minnsta 28 ára gamall, svo að þannig séð er hann kom- inn til ára sinna,“ bætti hann við. „Gætið að, hvað Þér segið — konan mín er iíka 28 ára gömul,“ tautaði ég spaugandi röddu, og við skellihlógum öll að því. Já, það bar margt skemmti- legt á góma í það skiptið. Reynsluferðin var okkur að öllu leyti til ánægju. Seljandinn var viðfelldinn maður með linan hatt og í bláum ryk- frakka, sem hann hafði farið í utan vfir fallegu sparifötin til að leggja áherzlu á, að hann væri í starfi. En hann reyndi ekki að telja okkur á að kaupa gamla bílinn. Okkur skildist á honum, að honum væri sama, hvort við eða þau næstu, sem yrðu svo heppin að rekast á hann, keyptu bílinn — því að vissulega myndi hann seljast. Við liðum framhjá ökrum og skógum og kúm á beit. Við sátum í mestu mak- indum í ljósgráum (næstum Ijósgráum) sætunum og höfðum nóg rúm til að teygja úr bæði handleggjum og fót- leggjum í viðhafnarmiklu farþegarými farartækisins, og við gátum tæpast heyrt vélina ganga. Öðru hvoru litum við hvort á annað, konan mín og ég — og í augum okkar var ekki laust við ákveðinn sigurglampa yfir því, að við hefðum orðið fyrst til að komast á snoð- ir um þessi reyfarakaup. (Herra minn trúr). Við vorum ekki hingað komin til að kaupa bíl. Og þá alls ekki gamlan bíl. Við höfðum aldrei nokkurn tíma haft áhuga á gömlum bíl. Við höfðum aðeins heyrt nokkra vini okkar, sem áttu heima hérna í nágrenninu, segja frá gamla bílnum, sem allt í einu varð til sölu. Og við höfðum farið hingað ein- ungis til að heimsækja vini okkar og alls ekki til að líta á ökutækið. Aðeins til gamans fórum við og litum á það. Síðan skeði það, þegar við stóðum and- spænis því (þegar vagninum var ekið í augsýn okkar í allri sinni dýrð), að við tókum að fá áhugann. Við höfðum haldið, að þetta væri aldurhnigin, frek- ar hlægileg kerra á háum hjólum og með gluggatjöldum og blómapottum. Og þá kom í ljós vagn, sem var ein- hvers verður, eiginlega sígildur — lang- ur og tiltölulega lágur og með króm- uðu Ijóskeri og höggdeyfi, með þoku- Ijós og miðstöð, með breið skítbretti og. varahjól á báðum hliðum. „Eftir á að hyggja, var það ekki kóngurinn, sem átti bíl eins og þennan á sinum tíma?“ mælti seljandinn og baðaði út öllum öngum, „jú — það var víst hann.“ Hann leit snökkt á mig. „Það er að segja Kristján konungur tíundi,“ bætti hann við — sennilega til að koma í veg fyrir, að ég héldi, að það hefði verið Kristján fjórði. Þetta var Fiat 514 — dökkgrænn og með svörtu þaki. Og á báðum fram- hurðunum stóð „P. A.“ gylltu letxú — upphafsstafir fyrsta eigandans; það var auðug ekkja. Nú átti hann að kosta 3200 krónur. „Það þarf að setja á hann nýja hjól- barða,“ sagði ég eftir reynsluferðina. Eg sagði þetta með þekkingarsvip — í öryggisskyni. „Svo ég vil greiða yður 2800 krónur fyrir hann.“ „Staðgreiðsla?" „Já,“ sagði ég ákveðinn og taldi ör- uggt, að það myndi hann aldrei fall- ast á. „Gott og vel!“ sagði hann og rétti mér höndina. Síðan var ég orðinn eigandi að 28 ára gömlum Fiat 514. Ég vil ekki tala illa um hann. Alls ekki. Sízt af öllu ekki fyrsta hálfan mánuðinn, sem við áttum hann. Hversu oft lónuðum við ekki eftir þjóðveginum í honum á kvöldin fyrstu dagana? Hversu mörgum gleðibrosum mættum við ekki á leið okkar? Hversu oft sögð- um við ekki hvort við annað, þegar aðrir bílar þutu framhjá okkur, kvikir eins og vespur: „Já, já, akið þið bara hratt. Við höfum ekki þörf fyrir það að aka meira en 50 km á klukkustund.“ Síðan fórum við fyrstu eiginlegu helgar- ferðina. Við tróðum bílinn fullan af börnum og baðfötum, og að því búnu stefnum við til strandar. Við höfðum víst ekið fimm kílómetra, þegar hvellur kom. Ég steig út. Dapur starði ég á spi’ungið afturhjólið. Hér verður að skjóta því inn, að ég hef aldrei reynt að skipta um hjólbarða. Ég hafði ekki hugmynd um, hvernig ætti að fara að því. Þann dag lærði ég 20 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.