Fálkinn


Fálkinn - 10.07.1963, Blaðsíða 31

Fálkinn - 10.07.1963, Blaðsíða 31
„En íimrnburarnir?" spurði Teddi Óskars. „Það eru börnin hennar Ásthildar. Jæja, tvö þeirra eiga nú heima á Þúf- um.“ „Ha-a.“ Frúrnar litu stórum augum á ungu stúlkuna. Ásthildur brosti: „Ég er bara kennari hérna, og börnin fimm eru alls ekki jafn gömul.“ „Er skólahús hér? Hvar er það?“ Gestirnir litu ósjálfrátt í áttina að glugganum. „Þið eruð í skólahúsinu," sagði stúlkan. „Hérna! Er kennt hérna? Hérna! og hvað eru börnin mörg?“ „Þessi sex. Og svo er hann Addi hérna oft með.“ „Eru ekki nema sex börn í heilli sveit?“ spurði Teddi. „Jú, þau eru tólf, níu ára og til ferm- ingar. Hin eru fyrir vestan. Ég kom frá að kenna þeim. Ég fer yfir heiðina á mánaðar fresti. Ég lagði eldsnemma af stað í morgun.“ „Fatta þetta ekki,“ sagði Dudda Sidda. „Hver krakki fær þriggja mánaða kennslu með þessu móti.“ sagði Ást- hildur. Gestirnir vissu ekki, að svona fræðsluskipulag tíðkaðist í landinu. Og Dedda, sem lærði um vanmáttarkennd í Yndisþokkaskólanum, spurði hvort leyfilegt væri að gera svona mismun á börnum. „Ætli það ekki?“ svaraði Ásthildur með hægð. Flugmaðurinn tók undir: „Klukkan gengur hægt á Vestfjörðum en gengur þó.“ „Þú ert líklega ættaður héðan. Mér heyrist þú nefna alla hluti svo kunnug- Kæri Astró! Einu sinni enn ætla ég að gera til- raun til að skrifa þér, með von um að fá svar. Ég er fædd í Reykjavík kl. 12.00 á hádegi. Maðurinn minn erfædd- ur .... Klukkan var eitthvað milli 11 og 12 fyrir hádegi. Ég hef mikinn áhuga á að vita hvort við eigum eftir að flytjast héðan í burtu og hvort efna- hagurinn á ekki eftir að batna. Það skal tekið fram, að við eigum þegar þrjú börn. Ég bið þig um að sleppa fæðingartölum og ártölum og staða- nöfnum. Ég vona að þú svarir mér. Með fyrirfram þökk. Stúllý. Svar til Stúllý: Það er mjög líklegt, að þú sjáir eitt- hvað af vonum þínum og óskum ræt- ast nú næstu árin, þar eð Sólin geng- ur inn í ellefta hús. Árin um 1970 verða sérstaklega happadrjúg í þessu sam- bandi, og vel líklegt, að þá rætist veru- lega úr hjá þér fjárhagslega, þar eð Sólin gengur þá yfir Venus fæðingar- korts þíns. Einnig eru árin um 1974 lega,“ sagði gamla konan. „Já, ég er Vestfirðingur. Frá Djúpi.“ „En geta svo þessi blessuð börn ekki farið í neina framhaldsskóla?" spurði Dudda Sidda. Henni varð hugsað til mannsins síns, sem alltaf var að gera sér rellu út af því, ef einhverju óvið- komandi fólki leið illa. Nú gat hún sagt honum magnaða sögu af rangs- leitni. Hann, sem hélt að hún hefði ekki vit á öðru en skóm, og þóttist bera betra skyn á viðskipti en hún. Þessi kergja hans hafði jafnvel farið í vöxt síðan hún innritaðist í viðskiptafræði. Ásthildur áttaði sig ekki á spurning- unni fyrst í stað: „Það fer auðvitað eftir efnum og ástæðum hvort börnin halda áfram. En ég held, að flestir reyni að lofa krökkunum eitthvað í skóla eftir ferminguna, ef þá langar til þess. Fólk er eiginlega ekki mjög fátækt hérna. Við sluppum við fjárpestirnar. Kaup- félagið skuldar lítið sem ekkert.“ „Ég meinti,“ sagði Dudda Sidda, „að börnin hérna geti ekki klárað það pens- um, sem þau eru skyldug til.“ Þetta skildi auðsjáanlega enginn á heimilinu, og Tedda Óskars þótti asna- legt að tala svona við sveitamanninn. Hann sagði: „Krakkarnir geta nokk reddað sér. Annars er bókastaglið meira en nóg.“ „Börnin fara í gagnfræðaskólana eins og þau koma fyrir frá náttúrunnar hendi hérna að vestan,“ svaraði unga stúlkan. „Ég sparaði mér meira að segja 1. bekk með bréfaskóla og út- varpskennslu.“ Deddu Gunnars þótti ekki rétt að ganga í skrokk á fólkinu og finna að menningarmálum þess. Slíkt gat vakið vanmáttarkennd. Hún vék sér glaðlega að Ásthildi: „Þú ert svo ung. Þú hefur mjög happasæl, og mun þá margt óvænt gerast, þar eð Sólin gengur þá yfir Úranus fæðingarkorts þíns. Úranus er ávallt valdur að einhverju óvæntu og óútreiknanlegu. Staða hans í ellefta húsi getur þó bent sérstaklega til óvæntra breytinga meðal vina þinna eða að þú eignist nýja, áhrifamikla vini. Um 1984 eru hins vegar talsverðar horfur á því að þú lendir í ferðalagi, sem mun hafa talsverð áhrif á gang mála innan fjölskyldu þinnar. Eitthvað, sem þú og fjölskylda þín hefur viljað að færi dult, mun nú allt í einu vitn- ast út fyrir heimilið. Þetta er sakir stöðu Neptúns í fjórða húsi fjölskyldu- lífsins, en hann þykir oft benda til þess að maður sjálfur sé dulinn staðreynd- um í fjölskyldumálunum, sem hlutað- eigendum kann að þykja skömm að. Það sama getur einnig hent þig, að þér finnist þú hafa eitthvað að dylja, sem þú vilt alls ekki að fari lengra. Hitt er svo annað mál, að oft hagar atburðarásin því þannig, að útilokað er annað en að raunveruleikinn verði lýð- um ljós. verið í Kennó með Toddu mágkonu minni. Hún útskrifaðist í vor.“ „Ég hef hvergi farijð nema að Núpi. Ég var tvo vetur á Núpi. Ég er bara átján ára.“ „En er levfilega . . .“ Ásthildur hló: „Það ná engin lög yfir okkur. Hér vill engin ókunnug mann- eskja vera. Einhvernveginn verðum við að bjarga okkur. Og svo var ég beðin að kristna börnin.“ „Það er nú margur lakari en hún Ásthildur litla,“ sagði Grimur gamli. „Ekki voru margir ofan við hana á Núpi.“ „Hann Grímur hérna er kominn á raupaldurinn,“ sagði Ásthildur „þess vegna lætur hann svona. Satt að segja var leitað til mín vegna þess, að ég er svo spræk að skokka yfir heiðina i ófærð. En Jón gamli á Leiti, sem kenndi hérna lengi, var orðinn svo fótfúinn." Duddu Siddu rann ranglætið til rifja: „Ég efast ekki um, að þú sért sniðug og intellígent. En ég kalla samt, að þeir séu tjúllaðir fyrir sunnan að senda ekki fólkinu hérna sérmenntaða kennara til að uppfræða börnin." „Sérmenntað fólk er ekki ánauðugt og ræður sjálft, hvert það fer, svaraði Ásthildur. „Það kemur ekki hingað, nema það hrapi dauðóvart niður úr skýjunum. En fegin er ég að sjá fram- andi gesti um hávetur.“ „Hvað eru þessi börn gömul?“ spurSi Teddi og benti með báðum höndum á krakkana, sem enn stóðu í hnapp á gólfinu. Ásthildur varð fyrir svörum: „Þessi þrjú eru ellefu ára, og þessi þrjú tólf ára. Þessi stóra stúlka kemst í kristinna manna tölu í vor. Og svo er það dreng- Framh. á bls. 32. Ég get ekki séð að það eigi eftir að liggja fyrir þér að hafa oft bústaða- skipti um ævina, en samt sem áður eru talsverð heilabrot um slíkt hjá þér nú um þessar mundir. Ég geri ekki ráð fyrir að úr því verði að sinni, en það getur orðið síðar meir. Geisii fjórða húss fellur í merki Meyjarinnar, þann- ig að þú hefur of mikla tilhneigingu til að sjá dekkri hliðina á umhverfi þínu. Mikið nær væri að reyna að lag- færa það, sem betur má fara með nær- gætnum tillögum til bóta. Á þann hátt yrðirðu smám saman ánægðarimeðdval- arstað þinn. Þú ert einnig talsvert næm fyrir utanaðkomandi áhrifum, þar eð þú ert fædd undir sólmerki Fiskanna og þarft að tileinka þér meiri festu í tilfinningalífinu. FALKINN 31

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.