Fálkinn


Fálkinn - 10.07.1963, Blaðsíða 18

Fálkinn - 10.07.1963, Blaðsíða 18
Hann haíði beyg af flugi og bað hana að fara ekki — svona um hávetur. En hún sagði: „Við höfðum nú bara 24 þúsund á einu bretti upp úr sveita- manninum fyrir norðan á einu kvöldi. Og ég fer til ísafjarðar á inorgun. Ég pípa á alla hræðslu. Hvar á ég að taka 20 þúsund fyrir sjónvarp. Hvar á ég að taka 30 þúsund til að teppaleggja alla íbúðina. Ég vil ekki sjá lengur þessi teppi, sem ekki ná út í hvert horn. Mannsæmandi líf fæst ekki fyrir einn túkall.“ „Ó líf,“ sagði maðurinn hægt. „Er ég ekki alltaf að óska þess, að við fáum að lifa?“ ,,Já, góði ég veit, að þig langar á þennan friðarfund í Danmörku, og ég vfcit, að þú eyðir ekki peningum i vín og tóbak. En hreinskilningslega sagt, sé ég ekki, að maður með 7f> þúsund á ári hafi ráð á því að vera með hug- sjónir.“ Maðurinr. leit út eins og hann ætlaði að segja eitthvað. En lconan hans tók af honum ómakið: „Já, ég' veit það, elskan, að ég er innrituð í viðskipta- fræði og er að hugsa um að fá mér vinnu og sleppa við skatta. Og ég veit, að þú færð flugferðina borgaða. En allt annað í sambandi við svona ferð! Nei. 18 FÁLKINN takk, ég tek marmsæmandi líf fram vfir hugsjónir.“ Nú komst maðurinn að: „En veiztu nema ísfirðingar hafi bezt af því að eiga sína peninga og komast bærilega af án þessarar kvöldvöku hjá Tedda Óskars?" Konan var fljót til svars: „Jú, ísfirð- ingar komast af án kvöldvökunnar, en ekki við. Við tökum um 40 þús. á einu bretti. Deilt með þrem, fæ ég þriðjung.“ „Ha, þriðjung, þú!“ sagði maðurinn. „Gekk ekki að öðru. Það er ég, sem hef hlutverk varphænunnar, hátalarans og vofunnar.“ „Er þetta þá sjónleikur?“ „Oíieí, maður. Það er framsagnarlist í gervi, skilurðu. Þetta gerði agalega lukku á generalprufunni, um daginn.“ „En Teddi Óskars! Les hann svona upp með brauki og bramli?“ „Nei, hann hefur bara einhverja snið- uga bók, skilurðu, til dæmis Heilsu- fræði hjóna og Hitabylgju, og lætur fólk velja sér efst á hægri eða neðst á vinstri, skilurðu, og koma upp á senu og lesa þetta. Teddi er agalegur brandari, maður.“ „Eri Dedda Gunnars! Hvað gerir hún?“ „Syngur, auðvitað." „Syngur! Hún!“ „Veiztu ekki, að hún íór strax að syngja, þegar hún vann í keppninni.“ „Hún vann ekki,“ sagði maðurinn rösklega, laundrjúgur yfir að vita nú loksins eitthvað. „Víst. Hún fékk önnur verðlaun og anzi sæta veggplötu, sem greypt er á einhver gyðjumynd. Dedda má hafa þessa plötu hangandi heima hjá sér þar til næsta keppni verður. Þá fær næsta númer 2 hana.“ Maðurinn brosti: „Hvaða gyðja er þetta? Ekki þó Kleópatra?“ Síminn hringdi, og Dudda Sidda flýtti sér að svara: „Já, þetta er Dudda Sidda Jósefs. Já — já — já —já. Allt í lagi. Ég græja þetta. O, key.“ Hún lagði tólið hvatlega frá sér og sneri sér að manninum: „Kleópatra, segir þú. Alltaf heldur þú, að þú hafir lært meira á Hólum en ég í Verzló. En ég get látið þig vita það, að þó ég hafi gleymt mestallri mannkynssögunni, ætti ég að kannast við Kleopötru, því að hún var leikin hérna í Reykjavík, og hún Daddí systir var meira að segja stat- isti.“ „Jæja, gæzkan, ég heyri, að þú ert f sæmilegum tengslum við fornmenn- inguna. Og ekki er ég að fullyrða, að

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.