Fálkinn


Fálkinn - 10.07.1963, Blaðsíða 10

Fálkinn - 10.07.1963, Blaðsíða 10
Þegar sem músíkalskt undrabarn varð Clara Wieck, dóttir tónlistarkennara í Leipzig, ástfangin í unga tónskáldinu Ro- bert Schumann. Þegar föður hennar varð þetta ljóst, reyndi hann að eyðileggja það og beitti til þess ótrúlegustu aðferð- um. Hann kærði Robert Schumann fyrir austurriska rit- skoðaranum og höfðaði mál til að hindra dótturina í að ganga í hjónaband með manni, sem ætti geðsjúklinga í ættinni. En þrátt fyrir litla burði, var Clara Schumann viljasterk kona, og þegar hún varð 21 árs gömul, árið 1840, og þar með myndug, giftist hún, þrátt fyrir feikilega andstöðu föður síns gegn elskhuganum. 10 FÁLKINN Clara Schumann vai undrabarn. Faðir hennar var tónlistarkennari og sá alla drauma sína rætast í dótturinni. Allt lék í lyndi þar til hún varð ástfangin af Robert Schu- mann. Hún giftist honum í trássi við vilja föður síns og lifði upp frá því í stöðugu basli og fátækt. Myndin er af Clöru á gamals aldri. Þegar faðirinn heyrði um brúðkaupið, hrópaði hann: „Heimsfrægur listamaður er farinn að þvo bleyjur!“ Og hann haföi rétt fyrir sér. Það átti fyrir fáum konum að liggja, að þvo jafnmargar bleyjur og Clara Schumann, fáar upplifðu jafnmikla gleði og jafnörvæntingarfullt mótlæti. En styrkur þessarar fögru konu var geysilegur — og eins og skin og skúrir skiptist á mildi og ráðríki, ást og hatur í huga hennar. Átta barna móðir. Hjónabandið átti eftir að gera mestu kröfur til Clöru Schumann, meiri en til flestra annarra kvenna. Hún varð ekki einungis eiginkona manns síns, heldur hélt og áfram að vera dóttir föður sín,s, auk þess sem hún var ein af mestu listakonum aldarinnar. Þar að auki fæddust með skömmu millibili átta börn, sem gerðu kröfu til daga henn- ar, nátta og ástar. Látum það allt kyrrt liggja, en Robert Schumann varð veikur nokkrum árum eftir brúðkaupið, sjúkur á sálinni og þjáðist auk þess af höfuðverk, þunglyndi, hitasótt og svima. Ýmist fékk hann stutt, áköf köst, eða veikindatíma- bil, sem urðu lengri og lengri. í þessu efni, eins og svo mörgum öðrum, hafði Wieck gamli á réttu að standa. Var það ekki hann, sem hafði ráðið henni frá hjónabandi, að nokkru leyti vegna þess, að hún ætti að taka tillit til frama- brautar sinnar — og fórnar hans —, en einnig sökum þess, að það væri geðveiki í ætt Schumanns? Tæpu ári eftir brúðkaupið fæddist Marie, sem alla ævi stóð móður sinni næst, fórnaði sér fyrir hana, pipraði og sat við rúm hennar, þegar hún lokaði augunum fyrir fullt og allt. Liðlega ári síðar fæddist Elise, sem giftist í Ameríku. Julie kom í þennan heim tveimur árum seinna, 1845. Hún giftist ítala og bjó hamingjusöm með honum í nokkur ár, unz lungnasjúkdómur varð henni að aldurtila. Árið eftir fæddist fyrsti sonurinn, Emil, veikbyggður, heilsutæpur drengur, sem af náð var hlíft við lengra lífi og andaðist ári síðar. Ludwig fæddist árið 1848 og í honum leyndist geð- veiki Schumanns-ættarinnar. Hún ágerðist mjög er hann komst til vits og ara, og hann dvaldist tvo áratugi á hæli, áður en hann lézt. Ferdinand, sem fæddist ári á eftir Lud- wig, virtist vera hraustur og var tekinn í herinn. Síðar kvæntist hann og eignaðist tvö börn, en á herþjónustuár- unum tók hann gigtveiki, sem olli honum hræðilegum kvöl- um, er aðeins var hægt að halda í skefjum með eiturlyfjum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.