Fálkinn - 10.07.1963, Blaðsíða 22
pliited i*«i
Var hún aðeins tugaóstyrk og áfjáð
eða vissi hún eitthvað og var að hefna
sín á mér fyrir, að ég kom henni í
vandræði?
„Já, hún er það. Hún er mjög fersk
og glaðvær, en mér líkar hún betur á
haustin." Á haustin með Alexis? Aldrei.
Hann var of líkur vorinu og of bjart-
eygður til að vera elskhugi haustsins.
Og bó var hann það, hann elskaði konu,
sem var á hausti lífs síns, þegar litirn-
ir eru aðeins of líflegir en þó skamm-
vinnir og vígðir örvæntingu. Er ég
horfði á þessa snotru ungu konu —
hún hlýtur að hafa vórið um það bil
tuttugu og fimm ára — varð ég vör
við. hvernig hálsinn þykknaði og út-
limirnir urðu mýkri. Mér fannst eins
og ég resktist ört og gat nú þegar séð
hina virðulegu maddömu, sem ég yrði
eftir örfá ár.
,,Og húsið, frú? Líta umsjónarmenn-
irnir vel eftir því? Það er svo yndislegt
hús “
„Já, Denny, Það er yndislegt. Það er
einnig litið vel eftir því.“ Ég hataði
hina skýru framsetningu og hina jafn-
vægiskenndu framkomu þessarar vesl-
ings konu. Hvað kom eiginlega yfir mig
að vera með hnýsni um tilfinningar
hennar?
„Gátuð þér verið þar einar, frú? Ég
var viss um, að þér mynduð gista í
gistihúsi. Það hlýtur að vera hræðilegt
að vera ein í gömlu húsi eins og þessu,
sérstaklega á nóttunni."
„Denny, ég held að þú hafir spurt
nógu margra spurninga, finnst þér það
ekki?“ sagði ég vingjarnlega eins og
ég væri að tala við Dimitri litla, en ég
var öskureið henni í huganum. „Segðu
mér hefur Velefnaðadeildin sýnt þess
nokkur merki, að hún hafi tekið ákvörð-
un um að hjálpa samtökum okkar?
Mér er mjög áfram um að svo verði.
Við verðum fær um að gera töluvert
meira í öllu landinu. Einnig held ég að
fólk yrði ekki eins tortryggið í okkar
garð, ef ríkisstjórnin styddi málstaðinn
Eins og þessi hræðiiegi blaðamaður í
dag — mér þætti gaman að vita, hver
hann er. Ég hef aldrei kynnzt öðrum
eins rudda. Er maður heyrir hann tala,
gæti maður haldið, að við værum mann-
ætur og að við ætluðum að éta þessi
vesalings börn. Ég held það hafi verið
hann, sem bölvaði hæst á flugvellinum.
Ég er viss um, að herra Thanos hefði
látið hann hafa það óþvegið. Þú verð-
ur endilega að komast að því, hver hann
er, Denny.“
„Já, frú.“ Hún var nógu hlédræg og
hógvær núna. Ég talaði og talaði um
allt milli himins og jarðar þangað til
hún var or^in óróleg. „Allt í lagi,
22 FÁLKINN
Denny. Þakka þér fyrir samveruna.
Þú ættir að fara í rúmið núna. Góða
nótt.“
„Góða nótt, frú, og þakka yður fyrir.“
Ég brosti að hinu mjóa, langa baki
hennar og hinu mikla hári hennar, sem
leit út eins og hárkolla séð að aftan.
Ef hún var með einhverjar hugmyndir
um að grennslast frekar fyrir um dvöl
mína í París, myndi hún að minnsta
kosti vita betur en reyna að fá stað-
reyndir frá mér. En éí- ég var orðin
ein í hinu stóra, formlega herbergi með
gramófóninum, sem lék hinar miklu
sinfóníur og var lágt stilltur, varð ég
ofsalega einmana ög hungur mitt í
Alexis var svo mikið, að ég raunveru-
lega fann líkama hans koma við minn
og heyrði þýða rödd hans í eyranu. Ég
rifjaði upp hverja sekúndu ástar okkar,
hverja hreyfingu, hverja snertingu,
hvert hvíslað orð. Það var allt meitlað
í sál mína og líkama og ég yrði aldrei
fær um að gleyma. Hverja nótt svo
lengi sem ég lifði, myndi hann vera hjá
mér, og ég myndi endurlifa hvert augna-
blik, hvert smáatriði þeirra daga, sem
við vorum saman.
Skelfingu lostin yfir þessari drauga-
legu framtíð, flúði ég hið stóra, auða
herbergi og fór inn í svefnherbergi
Önnu og eyddi nóttinni þar.
Er ég kom aftur til eyjarinnar, beið
Thanos mín á hafnargarðinum og gekk
fram og aftur, andlit hans var dökkt
og reiðilegt. Jafnskótt og ég kom á
hafnargarðinn, byrjaði hann að tala:
„Hvern andskotann á þetta að þýða?
Vötn Skotlands! Ég vil fá skýringu
strax.“
Ég var rugluð og særð á framkomu
hans og hin gráðuga forvitni andlitanna
í kringum okkur gerði mér gramt í
geði.
„Þegar ég er komin inn í húsið og
inn í herbergið mitt, Thanos, verður
þú kannski svo góður að koma inn og
heilsa mér almennilega, og þá skulum
við ræða þetta sem amar að þér. Núna
veit ég ekki, hvað þú ert að tala um
og langar ekki til að vita það.“ Ég
gekk framhjá honum, bálreið og
áhýggjufull i senn. Hann elti mig ekki,
en um leið og ég var komin í herbergið
heyrði ég þungt fótatak nálgast. Ég
sagði Önnu að fara og beið.
„Þetta símskeyti — hvað þýðir það?“
Hann rétti mér blaðsnepil, næstum
henti honum í mig.
„Ég er glöð að sjá þig, Thanos.
Hvernig var ferðin? Páskasýningin mín
tókst vel, þakka þér fyrir. Ég er ekki
of þreytt.
„Jæja, látum okkur nú sjá . Ég er
ekki vön að vera með kaldhæðni við
hann, sérstaklega þegar hann er reið-
ur. En í þetta sinn var ég mjög reið
yfir framkomu hans og sá enga ástæðu
til að þola hana. Ég tók símskeytið og
las það. Þar stóð:
„Þakka boðið, en ég vil heldur fri
í Vötnum Skotlands. Beztu kveðjur.
Alexis.“
Hönd mín byrjaði að skjálfa. Ég
góndi á blaðið í hendi minni eins og
það væri blautt skrímsli, sem hefði
fest sig við mig, viðbjóðslegt og ömur-
legt að ná því af. f fyrsta sinn síðan
ég kom aftur til Grikklands mundi
ég ekki eftir ást okkar heldur var reið
yfir veikleika hans, og var með grun-
semdir mínar viðvíkjandi ástæðum fyr-
ir hegðun hans. Ég mundi eftir kulda
hans og óþolandi ruddaskap hans síð-
ustu nóttina okkar. Ég veit ekki hversu
lengi ég stóð þarna, og horfði á prent-
aða blaðsnepilinn og endurlifði niður-
lægingu mína, þangað til hún virtist
brjóta mig líkamlega.
„Jæja?“ sagði Thanos. „Þér virðist
liggja eitthvað á hjarta.“
Ég leit á hann og köld tortryggnin í
dökkum augum hans var svo nauða-
lík augum Alexis á þessum hræðilegu
klukkustundum og ég henti blaðinu og
sneri mér undan.
„Ég veit ekki hvað gefur þér rétt til
að yfirgefa mig svor.a. Hann er þinn
sonur.“
„Þú lézt hann ekki koma! Þú hlýtur
að hafa gert þetta! Drengurinn lofaði
mér að hann skyldi koma. Ég skrifaði
honum og sendi honum skeyti og nú
fæ ég þetta. Ég get ekki trúað, að hann
hafi einfaldlega skipt um skoðun.“
Bak mitt sneri enn í hann og ég beit
í vörina og bað um rósemi. Það myndi
vera hættulegt að reyna að tala í þessu
ástandi.
„Ég veit — faðir þinn hlýtur að hafa
talað við þig, gerði hann það ekki?“
Hann tók um axlir minar og sneri mér
og lét mig snúa að ásökununum.
„Faðir þinn vill gleypa allan heiminn.
Hverju lofaði hann þér? Hvers konar
samning gerðir þú við son minn?“ Hann
hristi mig æðislega og ég riðaði. Ég gat
ekki séð hann og var að niðurlotum
komin.
„Þetta er þvaður, og það veiztu,“
hvíslaði ég.
„Hann viil ekki að sonur minn taki
þátt í rekstrinum með mér, sá gamli
harðstjóri.“
Nú sperrtist ég og horfði í augu
hans. Ég myndi aldrei leyfa honum að
tala svona um manninn, sem hafði
hjálpað til að gera hann að því, sem
hann var Án þess að bíða eftir því að
ég mótmælti, lækkaði hann röddina og