Fálkinn


Fálkinn - 10.07.1963, Blaðsíða 15

Fálkinn - 10.07.1963, Blaðsíða 15
um hvernig komast megi um borð í skipið, sem liggur skammt frá landi. — Þið farið eftir bryggjunni, sem liggur þarna með rörinu, sem sandin- um er dælt eftir í land. — Er þetta sæmilega greiðfært? — Ekki veit ég betur. Að minnsta kosti fyrir þá, sem kunna eitthvað í akrobatik. Og þar með fórum við að fikra okk- ur fram eftir bryggjunni, þar til ekki varð lengra komizt. Þá kom í ljós, að skipið lá það langt frá bryggjunni, að ekki varð stokkið nema þá helzt af þeim, ,sem æft hafa stökk frá blautu barnsbeini. Þeir voru að losa tengslin við rörið sem lá í land og við kölluðum hvernig mætti komast um borð. Þeir sögðu okk- Kristinn Bjarnason forstjóri fyrirtæk- isins Björgun h.f. sem á Sandey kemur ásamt fleira fólki á móti okkur á sínu hraðskreiða fleyi. Jón Finns Jónsson vélstjóri hefur siglt heimsálfanna á milli (efri mynd). Skipstjóri á Sandey frá upphafi hefur verið Hreinn Hreinsson (myndin til hægri). ur að bíða, og héldu áfram að losa. Við stóðum því þar sem við vorum komnir og biðum þess, að skipið leggð- ist að. Þetta var um kvöldmatarleytið og ágætt veður. Að vísu var hann regn- legur til hafsins, en í fljótu bragði virt- ist sem þar væri þó heldur að rofa til. í fjörunni voru strákar að leik. Þeir höfðu sett flösku í sjóinn og hentu grjóti að henni. Það var talsverð- ur hávaði í þeim, og þeir virtust ekki vera á eitt sáttir með í hvað röð þeir ættu að kasta. Á meðan rak flöskuna frá landi. Svo lagðist skipið að og við klifruð- um upp á „polla“ þarna fremst á bryggj- unni og síðan um borð. Sá fyrsti, sem FALKINN 15

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.