Fálkinn


Fálkinn - 10.07.1963, Blaðsíða 19

Fálkinn - 10.07.1963, Blaðsíða 19
SMÁSAGA EFTIR ODDNÝJU GUÐMUNDSDÓTTÚR - FYRRI HLUTI - Dedda Gunnars sé neitt ljótari eða syngi verr en verðlaunakvendi númer eitt.“ „Æ, þú ert fullur af merkilegheitum. Annars er Dedda ekkert spennt fyrir Tívolísýningum og bissness út um land. En henni vantar . . .“ ,,Hana vantar!“ „Enga málvöndunardellu! Segi og skrifa henni vantar peninga, skilurðu. Hún er í Yndisþokkaskólanum og fer kannski bráðum að basla í skilnaði. Það er að minnsta kosti allt í hönk á því heimili.“ „Ekki veitir þessi skóli neina atvinnu- von. Þar lærir hún ekkert nema brosa út í bláinn.“ Dudda Sidda vissi alltaf betur: „Það eru til fleiri vonir en atvinnuvonir, og fáguð framkoma getur veitt sina mögu- leika. Og svo ertu bara að snúa út úr. Hún var nýkomin úr brosæfingum, þegar hún kom hérna um daginn. Þess vegna var hún aðallega að segja mér frá þeim, skilurðu. En þær læra margt fleira, en að brosa.“ „Hvað á svo Dedda Gunnars að raula á ísafirði?" spurði maðurinn. „Liklega „Einu sinni var kerling, og hún hét Pálína." “ „Ertu tjúllaðúr? Mér finnst það ekk- ert fyndið hjá útvarpinu að tyggja upp eldgömul dægurlög. Við lítum ekki við öðru en nýju, skilurðu. Teddi Óskars segir, að gamall húmor sé verri en alvara. Við höfum allt tipp topp nýtt.“ Maðurinn spurði áhugalaust: „Hvaða nýjungar syngur hún þá?“ „Textarnir eru eftir Tedda Óskars og lögin eftir Budda Rósants.“ „Hvenær flögrar svo loftbáturinn vestur, Signý mín?“ „Níu í fyrramálið, ef það dregst ekki. Eg sé að þú ert alveg bit á veðurspána." Það fréttist um allan bæinn, að maðurinn hennar Duddu Siddu Jósefs hefði haft beyg af förinni og jafnvel dreymt fyrir óhappinu. ísfirðingar fengu aldrei að sjá listafólkið. En þeir og aðrir lof- uðu Guð fyrir, að nauðlendingin tókst og engan skaðaði neitt. Reykvísku háskólaborgararnir Dudda Sidda Jósefs, Teddi Óskars og söngv- arinn Dedda Gunnars lituðust um á eyðilegri sjávarströnd. Kvosmyndað dal- verpi með allháum hæðum á þrjá vegu blasti við. Hjarn var yfir láglendinu, en víða auðir geirar upp um hlíðar. Upp undir brúnum voru sums staðar svört hamrabelti. Snörp gola stóð af landi. Annað hvort hafði veðrið skyndi- lega lægt eða hér var stormhlé í austan- átt. Bjarmi sást af sól í hvítu skýja- rofi yfir hæðunum. Reykur þyrlaðist upp frá tveimur lág- reistum bæjum með stuttu millibili og benti á, að mannabyggð væri við vík þessa. Ferðafólkið var lagt af stað frá loft- báti sínum löskuðum og dinglaði í höndum sér léttum strigatöskum. Örn- ólfur flugmaður gekk á undan og stefndi til bæjanna. Teddi Óskars, lítill miðmjór maður, spurði hann, hvort veðrið hefði lægt, eða hér væri skjól, en hann svaraði engu og leit ekki við. Ekki hafði hann héldur ráðgazt um neitt við neinn, en aðgætti í skyndi, hvort enginn væri meiddur til muna, og lagt svo þegjandi af stað. Þetta var þéttvaxinn ungur maður, með festu og kyrrð í svipnum. Teddi Óskars tók nú að tala við kon- urnar um slysið og hugsanleg tildrög þess, ásamt storminum. „Ó, minnstu bara ekki á þetta,“ sagði Dudda Sidda. „En Dedda Gunnars taldi þetta ein- mitt nauðsynlegt að „tala frá sér ótt- ann,“ annars gæti orðið komplex úr öllu saman.“ Konui-nar voru sæmilega búnar til fótanna, eftir atvikum, hvorug á hæl- prjónum. Dudda Sidda sagði sína skó vera frá Ameríku, hún bara þyldi ekki annað en ameríska skó. Dedda Gunnars áleit, að þýzkir skór tækju þeim fram. Teddi Óskars spurði þá, hvort ekki væru framleiddar margar og misjafnar tegundir af skóm í þessum löndum. En frúrnar fullyrtu, að hvert land hefði sitt „snitt“. Teddi lézt þá vera á pólsk- um skóm og sagði, að þrjár pólitískar meginstefnur væru að nema hér land. Frúrnar sögðu. að hann væri bara á Iðunnarskóm. Þær lofuðu hamingjuna fyrir, að hafa gegnt henni Toddu til þess að vera í ferðabuxum og úlpum. Og um leið og Dedda nefndi mágkonu sína litu þær báðar á Tedda og síðan hvor á aðra. Og þar með var fyrsta umtalsefnið þrotið. „Hvernig stendur á því, að flugmað- urinn talar ekki við okkur?“ hvíslaði Dudda Sidda. „Hann hefur fengið „sjokk“ svaraði Dedda. „Karlmenn eru miklu tauga- veiklaðri en kvenfólk.“ Dedda Gunn- ars vissi mikið um vanmáttarkennd og taugatruflanir alls konar. Sú ytri fagur- fræði, sem hún stundaði á þar til gerð- um námskeiðum, krafðist þess, að hún bæri skyn á slíka hluti. Þær tóku nú tal saman um vanmáttarkennd. og í sálfræði hafði Dedda betur, þó að hún væri ekki .innrituð “ Þær gizkuðu á, að hálftíma gangur væri að þeim bænum, sem nær var. „Sjáið þið! Sjáið þið!“ Teddi benti upp í brekkurnar vestan megin. „Sjáið þið skíðamanninn?" Þær sáu skíðamanninn. Allt, sem benti á, að lífið héldi ótruflað áfram, gladdi þau óumræðanlega. Og enn æptu þau af feginleik, þegar tveir menn komu á móti þeim og hlupu við fót.“ Brátt sást, að mennirnir báru ábreiður og eitthvað fleira á öxlum og undir handleggjum. Seinna kom í ljós, að annar var roskinn og skeggjaður en hinn drengur á fermingaraldri. Dreng- urinn var berhöfðaður. Gamli maður- inn hægði á sér allra síðasta spölinn, en drengurinn hélt sprettinum, varð á undan og spui’ði móður: „Er nokkur — er nokkur slasaður?“ Örnólfur flugmaður neitaði því stutt- lega. Farþegarnir viku glaðlega að piltin- um, sögðu hann viðbragðsfljótan og s.valan náunga og hrósuðu honum á alla lund. Bóndi hægði enn ferðina, þegar hann sá þessar glaðlegu kveðjur, en hélt þó áfram til móts við fólkið. „Eru einhverjir hjálparþurfi þarna niðurfrá?" spurði hann. „Við erum hér öll,“ svaraði flugmað- urinn róléga. Þá heilsaði bóndi öllum með handabandi og spurði einskis um slysið. Hann var eins og drengurinn. vinnuklæddur. Báðir voru þeir talsvert óhreinir eftir fjósverkin eða fjárhirð- ingu. „Þið komið heim með mér. Gjörið þið svo vel,“ sagði bóndi og slóst í för með ferðafólkinu. Þegar nær dró bænum, greindust hús hvert frá öðru. Mannabústaðurinn var lágur óreglulegur í lögun úr timbri, torfi og járni. Fjárhús var áfast við hlöðu og fjós við aðra hlöðu. Tveir stakir kofar voru úti í túninu. Mikið rauk úr háum reykháfi í baðstofuþekj- unni. „Bæt'inn heitir Völlur,“ sagði bóndi. Hann sagði fólkinu heiti helztu hnjúka og núpa, sem sáust. Flugmaðurinn reyndist þá vera sæmilega ræðinn. Enn komu menn. Þeir komu frá þeim bænum sem fjær var, og hét Þúfur. Þeir fóru greitt. Enda var þetta mesta unffviði: þrír strákar og þriár stelpur, öll á skólaaldri og' svinuð á hæð, nema ein stelpan, sem var dá'ítið hærri í lofti en hin. Fullorðinn maður rak lestina og dró sleða með einhverri mislitri hrúgu. Skíðamaðurinn var í fyrstu á eftir, en hann dró hópinn fljótlega unpi, renndi sér fram hjá honum og varð á undan. Þetta var ung stúlka, göngumóð, með Framh. á bls. 29. 19 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.