Fálkinn


Fálkinn - 10.07.1963, Blaðsíða 39

Fálkinn - 10.07.1963, Blaðsíða 39
Nú höfum við keypt nýjan bíl. Skínandi fallegan. Við eigum ekki í erfiðleikum með hann. En við minn- umst hans heldur ekki fyrir neitt sér- stakt — svona eins og hins gamla. Það brosir enginn til okkar, þegar við kom- um akandi, enginn hrópar á okkur, og við e.um orðin að ósköp venjulegum bílafarþegum. Við eigum gamia bílinn enn. Hann er geymdur í þurrum skúr. Einstaka sinnum fer ég út og horfi á hann. og mæli nokkur vingjarnleg orð til hans, þrátt fyrir allt. Hvort hann er ökufær, veit ég ekki. En til málamynda dreg ég klukkuna reglulega upp. Því ef ein- hver kemur einn góðan veðurdag og vill kaupa hann, þá ætla ég að segja, svona líka hrifinn: „Jafnvel klukkan gengur hárrétt!“ SiVlíi^lVXIHK Framh. af bls. 37. ýmsir meinbaugir á að þau fái að njót- ast og sá mestur að Marthe er heit- bundin ungum hermanni Jacqes og þau giftast. Giftingin hefur það þó ekki í för með sér að þau Francois og Marthe fái ekki að njótast og lífið virðist þrátt fyrir allt brosa við þessum tveimur ungmennum. Svo er það einn dag að Marthe tilkynnir Francois að hún gangi með barn og að hann sé faðirinn. Hann verður að sjálfsögðu glaður við en þetta hefur ýmsa erfiðleika í för með sér og þá tekur Marthe örlagaríka ákvörðun. Hún hittir mann sinn sem verið hefur í bardögum í fremstu víglínu svo eng- inn vafi verði um faðernið En svo kemur sá tími að Marthe skal ala barn- ið og þá fara hún og Francois saman til Parísar. Þar skildist þeim að þau gætu ekki skilið en öi'lögin eru stutt undan. Marthe verður veik og það er sent eftir móður hennar sem lætur aka sjúkri dóttur sinni heim í þorpið aftur. Þar deyr Marthe eftir að hafa alið barn sem Jacques maður hennar nýkominn af vígvöllunum telur sitt. Og meðan Francois leitar friðar í kirkju taka kirkjuklukkurnar að hringja fyrir vopnahléi —það ríkir friður á jörðu. uf át ########### Ljúfjengasli mjólkurréllurinn N O U GAT ####### VANlllU SÚKKULADI ##### ####### ÁVAXTA HIBVLAPRVÐI SlMI 38177. H.F

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.