Fálkinn


Fálkinn - 25.09.1963, Page 11

Fálkinn - 25.09.1963, Page 11
Stefán 86 ára -r Blindur, en fylgist samt meS öllu — Stefán f. bóndi í Arnar- dragi. Hann er fæddur 16. ágúst 1877. Hann hefur dvalið alla sína ævi í Landbrotinu. ungur gerðist hann vinnu- maður í Þykkvabæ og síðan í Arnardragi og tók við búi ' á -því stórbýli. Kona hans er Margrét Davíðsdóttir frá Fagur- hlíð. Þau eignuðust 6 börn 4 dætur og tvo syni og eru fjögur þeirra búandi í Land- brotinu. TAiir sr. Gísila ltryiijwUssou Þorbjörg 84 ára — Gaman er að frétta að heiman — \ Hún er fædd 26. október 1878. Tíu ára gömul fór Þorbjörg í fóstur til Agnesar ömmu sinnar á Núpum í Fljótshverfi sem bjó þar með Sveini syni sínum. Um tvítugt fór Þorbjörg til Kanada þar sem hún gift- ist Kristjáni Sigurðssyni frá Kröggólfsstöðum í Ölfusi. Þau eignuðust 6 börn og eru 4 þeirra á lífi. Þorbjörg dvelur nú í Winnipeg og býr þar með syni sínum, og fylgist vel með því sem gerist hér heima. Þórður 83 ára — Var í vegavinnu í fyrra — Þórður f. bóndi á Hryggjum. Hann er fæddur 22. febrúar 1880. Kona hans var Ingibjörg Tómasdóttir frá Vík í Mýr- dal og fóru þau að búa í Hæðargarði í Landbroti.. Árið 1910 fluttust þau út í Mýr- dal og bjuggu þar um fjölda ára á Hryggjum. Þau eign- uðust þrjár dætur. Þórður dvelur nú hjá dóttur sinni og tengdasyni í Vik í Mýrdal. Anna 81 ára — Báðskona hjá þremur ung- körlum — Hún er fædd 31. desember 1881. Anna er yngst þessa syst- kynahóps, varð 81 árs um áramótin í vetur. Hún var á 1. ári er faðir hennar féll frá, 20. apríl 1882. Anna hefur eignast þrjár dætur. Hún hefur um mörg undanfarin ár verið bústýra í Króki í Meðallandi fyrst hjá hávarði Jónssyni, en síðan hjá honum hans þrem er þar búa. FALKINN 11

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.