Fálkinn


Fálkinn - 09.10.1963, Page 27

Fálkinn - 09.10.1963, Page 27
Islenzku förumennirnir tilheyra íiortiðinni. Sú tíð er liðin, þeir jengu bæ frá bæ, klæðlitlir og svangSr og sníktu beina. Þeir voru engir aufúsugestir og fáir söknuðu þeirrar „stéttar“. Þó fór ósköp lítið fyrir þeim flestum, þetta voru yfirleitt meinleysisgrey, sem engum gerðu mein. Nú virðist flökkutýður aftur vera orðinn talsvert fjöl- mennur á Islandi. Nú eru það ekki Iengur Islendingar, sem flakka um landið, heldur erlendir „ferðamenn“, sem notfæra sér gest- risni okkar og barnalega minnimáttarkennd okkar gegn öllu sem „útlenzkt“ er. TIJTTIJGUSTU ÖLiD Langsamlga flestir þessara flakkara eru þýzkir og talsvert margir danskir og mönn- um ber saman um, að flakkarar af þessum þjóðum séu frekastir. En það skal strax tekið fram, svo ekki valdi misskilningi, að einmitt frá þessum löndum koma hing- að margir ágætis ferðamenn, sem vilja hér borga vel fyrir veittan beina og hafa megna skömm á þessum löndum sínum, og eru hinir beztu gestir í hvívetna. Fálkanum hafa borizt til eyrna margar kvartanir undan þessum lýð og hefur því leitað til nokkurra framámanna í ferða- málum hérlendis og leitað álits þeirra. Fara svör þeirra hér á eftir: Guðni Þórðarson forstj. fcrðaskrifst. Sunnu — Við á ferðaskrifstofunum verðum lítið varir við þetta fólk, sagði Guðni Þórðar- son forstjóri ferðaskrifstofunnar Sunnu, þegar við hringdum í hann. Mér hefur skil- izt, að það hafi verið óvenju mikið um þetta fólk í sumar og sumir munu hafa kvartað yfir því. Þetta fólk getur verið mjög upp á þrengjandi og erfitt viðureign- ar. Ég hef heyrt að sumir langferðabíl- stjórar hafi kvartað yfir því vegna þess að það ylli skemmdum á bílunum. Það væri í fyrirferðarmiklum klossum, járnuð- um, og með allskyns dót hangandi utan á sér, svo sem potta og pönnur. Þetta fólk hugsar um það eitt að ferðast á sem ódýr- astan hátt, hefur mjög takmörkuð fjárráð og hagnaður okkar af því sem ferðamönn- um er enginn. Um daginn heyrði ég sögu norðan úr Húnavatnssýslu. Það höfðu fjór- ir útlendingar komið af fjöllum matarlaus- ir og heldur illa á sig komnir. Fólkið á bænum gaf þeim að borða, en þeir útlendu gerðu sér lítið fyrir og settust upp á bæn- um í tvo eða þrjá daga. Þessir menn áttu ekki fyrir fari til Akureyrar þangað sem þeir ætluðu hvað þá heldur suður aftur. Framhald á bls. 28.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.