Fálkinn - 20.12.1965, Qupperneq 12
r
AÐ liggur í hlutarins eðli, að eftir-
lifendur syrgja þá, sem nýlátnir
eru, og hugsunin um erfðaskrá og vá-
tryggingarfé verður að bíða betri tíma.
Megan Pugh, sem var kona Sams tví-
fingraða varð fyrst hugsað til vátrygg-
ingarfjár mannsins síns, daginn sem að-
stoðarforstjórinn ofan úr námunni kom
inn í eldhúsið hennar í eigin persónu
og sagði henni að búið væri að gefa
upp alla von um að bjarga Sam og
hinum tveim verkamönnunum, sem lok-
azt höfðu inni í námunni. Megan neyddi
fram sársaukagrettu. En hugsanir henn-
ar voru þegar á reiki. Það var hörmu-
, legt að hún skyldi þurfa að ganga svart-
klædd um tíma. Niðri í Parísarverzlun
Lewis hafði hún séð kirsuberjarauðan
kjól, sem hún var hamslaus eftir að
eignast.
„Það er vatnið,“ sagði herra Row-
lands með sorgarhreim; „þeir hafa
áreiðanlega drukknað." Tilhugsunin •
um, að mennirnir þrír hefðu sennilega
beðið miklu hræðilegri dauðdaga, var
honum ógeðfelld og hann reyndi helzt
að forðast hana; drukknun hljómaði
hversdagslégar. „Að líkindum verður
ómögulegt að komast inn til þeirra fyrst
um sinn,“ tuldraði hann; „ef til vill
aldrei. Þessir klettar eru á stærð við
hús og vatnið fossar inn. Gervöll nám-
an gæti fyllzt af vatni ef við sprengd-
um þá.“ — Fjórum dögum áður hafði
orðið mikið hrun niðri í námunni; í
fjóra daga höfðu mennirnir verið inni-
lokaðir.
Sam hafði verið tryggður fyrir
fimmtíu pund hjá Giobus og Atlas
félaginu, — það hafði sent honum
ókeypis dagatalið, sem hékk á veggnum
hans — og svo mundi námufélagið líka
greiða skaðabætur. Hún gæti ferðast
niður að ströndinni; loksins gæti hún
flutt burt úr dalnum og búsett sig ann-
ars staðar. Og hvers vegna ætti hún
að ganga svartklædd! Hún sýndist svo
grá og guggin í svörtu.
Ef til vill var það eðlilegt, að til-
finningar Megans skyldu vera svo óeðli-
legar. Sam hafði alltaf verið naumur á
peninga þegar hún átti í hlut; það var J
ekki viðlit að halda honum frá hunda-
veðhlaupunum; en drykkfelldan var
ekki hægt að kalla hann og hann hafði
aldrei lagt á hana hendur. Hann gekk
undir nafninu Sam tvífingraði vegna
þess að hann hafði einu sinni fyrrum
imisst þrjá fingur annarar handar í
námuslysi. Hið einkennilega var, að
sneð tímanum mynduðu fingurnir tveir,
sem eftir voru, sannkallaða stálgreip.
12 FÁLKINN
Það voru nú liðin tvö ár síðan þau
hröðuðu sér upp að altarinu, en fáein-
um mánuðum eftir brúðkaupið hafði
henni orðið Ijóst, að það var glappa-
skot. í tilhugalífinu hafði hann hreykt
sér eins og ánægður hani við hlið henn-
ar og hún hélt það stafa af gleði yfir
að vera með henni. Sem eiginmaður
hafði hann strax orðið ráðríkur og
drottnunargjarn og þegar hún kvartaði
undan því, að hann væri aldrei heima,
svaraði hann: „Er kannski hægt að
taka hundaveðhlaupin með.sér heim í
stofu? Sef ég kannski ekki heima eins
og almennilegur maður á hverri nóttu?
Hvað geturðu héimtað meira?“
En hún vildi að hann tæki hana með
sér út, hún vildi eignast föt, hún vildi
ferðast; hún vildi ekki vera eins og
holdugar konurnar í námudainum, sem
aldrei komu út fyrir hússins dyr, nema
þegar þær fóru í búðir eða til kirkju.
Þau höfðu rifizt hroðalega. En á þess-
um tveim árum hafði hún gugnað. Dal-
urinn var dalur karlmannanna — vín-
stofur, klúbbar. hundaveðhlaup og
knattleikir — allt var eingöngu ætlað
karlmönnum.
„Námufélagið mun áreiðanlega greiða
yður skaðabætur, það held ég að ég
megi fullyrða,“ sagði herra Rowlands
til þess að segja eitthvað. Hann hélt
að fjarrænt augnaráð hennar stafaði af
Það var búið að gefa
upp alla von um að
bjarga Sam. — Hann
hafði verið tryggður
fyrir fimmtíu pund. —
Hjónabandið hafði ver-
ið glappaskot og nú
var um að gera að
bœta sér upp tvö glöt-
uð ár.. . . .
taugaáfallinu og hinum riýtilkomnu
áhyggjuefnum.
„Hvað mikið?“ spurði hún.
Herra Rowlands tinaði nieð höfðinu.
„Rannsókn verður að fara fram og
samningar að takast áður en allt verð-
ur klappað og klárt.“ Þetta ömurlega
ástand gerði hann þreytulegan og gráan
í útliti en hann var hertur af margra
ára reynslu í námuslysum. Svo var
Guði fyrir þakkandi, að kona Sams
tvífingraða missti ekki stjórn á sér eins
og konur sumra þeirra, sem slösuðust,
sérstaklega þær yngri. Hann stóð þung-
lega á fætur til þess að halda áfram
för sinni til hinna ekknanna tveggja
með hina ömurlegu fregn. Þarna lágu
mennirnir þeirra í sinni myrku gröf
— leystir frá öllum jarðneskum sorg-
um. Megan Pugh var skynsöm. Hún
var ekki að bera fram kröfur um, að
þeir, sem farizt höfðu, skyldu fundnir
og grafnir að nýju í vígðri mold.
Megan læsti útihurðinni á eftir hon-
um. Hún vildi ekki að nágrannarnir
færu að koma og sýna hluttekningu.
Það var margt núna, sem þurfti að ráð-
gera. Hún hafði frjálsar hendur. Þau
áttu ekkert barn, sem gat orðið henni
fjötur um fót. Morguninn eftir fór hún
snemma á fætur og áður en klukkan
var hálftíu, sat hún í einum sporvagn-
inum, sem ók á milli hinna ýmsu námu-
samfélaga. Júlísólin skein. Það yrði
ekki amalegt að komast niður að strönd-
inni ef þetta veður héldist.
Hún fór úr vagninum á síðustu stöð,
gekk að húsi einu, sem sneri út að
járnbrautinni og barði að dyrum. Húsið
átti Dai frændi hennar, sem var smyrj-
ari við járnbrautina og veðmangari í
frítímum sínum. Dai var enginn auli í
peningamálum, og hann gat stundum
látið sér segjast. Kona hans bjó til te,
þegar hún heyrði fréttirnar. Hún dró
sínar ályktanir af ógrátnum augum
Megans og spurði: „Hvað ætlastu nú
fyrir?“ Því það lagði enn nokkurn ljóma
af Megan, hún gat borið hatt, húð henn-
ar var fersk, hún hafði fallegar tenn-
ur. Megan var ennþá lagleg.
„Fyrst um sinn verð ég að reyna að
róa taugarnar ofurlítið,“ svaraði Megan;
„róa taugarnar úti í Weston-super-Mare
og hugleiða málið.“
„Þú ættir nú að fara varlega í sak-
irnar næst þegar þú giftir þig,“ sagði
kona Dais hvassyrt.
„Hann hélt mér eins og í fangelsi!"
sagði Megan æst.
„Já, sannkallaður gamaldags harð-
stjóri — það var hann, hann Sam þinn.