Fálkinn - 20.12.1965, Page 20
LEIKFANGAKAUP geta verið mikið vandaverk, a. m. k. ef
þau eru litin alvöruaugum. — Kaupandinn stendur inni
í verzlun, sem er sneisafull af hvers kyns furðuhlutum, allt
frá rafknúnum járnbrautarvögnum á teinum niður í örsmáa
brúðupela. Hann litast um og veltir vöngum og reynir að
muna, hvernig það var að vera þriggja ára. Hann spyr af-
greiðslustúlkuna ráða, en það er til lítils gagns, þar sem hún
er jafn hrifin af öllu, sem fæst í verzluninni. Að lokum velur
hann einhvern hlut — eftir beztu vitund.
Þegar gjöfin er afhent, horfir gefandinn með eftirvæntingu
á barnið. Ef það hrópar upp yfir sig af fögnuði, birtir yfir
honum. En sjáist á því vonbrigði, verður hann einnig von-
svikinn. Þetta var þá vindhögg, hugsar hann með sér.
En svo einfalt er málið ekki. Það getur vel átt sér stað,
að barnið verði himinlifandi yfir lélegu leikfangi — eða fyrir
vonbrigðum með gjöf, sem er í alla staði hentug og við þess
hæfi. Það kemur nefnilega ekki í Ijós fyrr en vikum eða
jafnvel mánuðum seinna, hvort hluturinn er vel valinn.
Hvað eru þá góð leikföng? Það eru leikföng, sem barnið
getur unað sér við lengi í einu og eru endingargóð.
EINU sinni var gerð athyglisverð tilraun. Tvö herbergi
voru fyllt af leikföngum, annað af spennandi, vélknúnum
hlutum — lestum, bílum flugvélum, skriðdrekum, stökkvandi
hundum, kvakandi fuglum o. þ. u. 1. — í hinum voru kubb-
ar, verkfæri, kassar, fjalir og önnur byggingaleikföng í úr-.
vali. Síðan var hóp af börnum á öllum aldri hleypt inn í dýrð-
ina. Öll börnin völdu herbergið með vélknúnu leikföngunum
— til að byrja með. Eftir nokkra daga tóku þau til við hitt
herbergið — og þar settust þau að. Vikum saman byggðu
þau og settu saman eins og og þau ættu lífið að leysa.
Þegar uppeldisfræðingar og sálfræðingar eru spurðir hvers
vegna þeir leggi svo mikla áherzlu á það að börn fái rétt
leikföng, segja þeir: „Vegna þess, að það er gegnum leikinn,
sem þau kynnast heiminum og læra að þekkja hann og sjálf
sig. í leiknum setja þau sér í sífellu úrlausnarverkefni. Það
er hlutverk hinna fullorðnu að sjá þeim fyrir leikföngum,
sem fela í sér hæfileg verkefni — þ. e. a. s. verkefni, sem
liggja rétt innan við getutakmörk barnsins. Verkefnin verða
að vera nógu erfið til þess að þau haldi athygli barnsins vak-
andi og nógu létt til að það hafi sæmilega möguleika á að
leysa úr þeim. Börnin mega ekki bíða ósigur of oft. Það eru
smásigrarnir, sem stæla þeim kjark til þess að halda áfram
með ný verkefni og í þessu er þroskinn fólginn.“
LEIKFÖNGIN eru „uppbót" fyrir allt það, sem nútíma
borgarsamfélag hefur tekið frá börnunum — skóga, engi',
samband við dýr, samband við dagleg störf foreldranna, í
stuttu máli sagt alla hina „eðlilegu“ starfsmöguleika. Athafna-
þörfina höfum viíktil allrar hamingju ekki enn getað tekið
frá þeim — hún krefst enn útrásar. Leikur er hvorki meira
né minna en lífsbjörg hjá barninu. Þegar við veitum börn-
um okkar góðar aðstæður til leikja, gefum við þeim gott vega-
nesti. Þau fá tækifæri til að þjálfa sig og þroska ímyndunar-
afl sitt og síðast en ekki sízt þá fá þau að reyna hina djúpu
fullnægingu, sem felst i einbeitingunni. Fái þau á ungaaldri
að kynnast gleðinni við að ganga upp í einhverju starfi af
lífi og sál, þá mun þörfin og hæfnin til einbeitingar búa í
þeim fram á fullorðinsár. Lítil börn hafa ótrúlega hæfileika
til einbeitingar, sem foreldrarnir verða að hjálpa þeim að
vernda og rækta með sér. Ef til vill er vandamál uppivöðslu-
unglinga í því fólgið, að þeir hafa glatað einbeitingarhæfni
sinni...
Það er hægt að byrja of snemma á því, að láta barnið hafa
eitthvað fyrir stafni. í fyrstu felst „starf“ þess ekki í öðru
en að liggja og horfa á blaktandi dulu, nokkrar trékúlur á
bandi, blöðru, sem vaggar í loftinu. Barnið er hrifnast. af
sterkum litum — það er misskilningur, að hafa allt, sem
börnum viðkemur, í viðkvæmum pastellitum. Eitthvað til að
totta eða naga er notalegt — snuð og tannhringir eru -ekki
aðeins leyfileg heldur beinlínis ráðleg.
Eftir að barnið er orðið misserisgamalt, þykir því gaman
að halda á einhverju í hendinni. Þá er tími hringlanna og
skrölthringjanna. En fáið því ekki alltaf sama hlutinn. Skap-
ið tilbreytingu og vekið- forvitni þess með því að rétta því
BÖM OG
leikfOng
20 FÁLKINN