Fálkinn - 17.01.1966, Blaðsíða 6
7. HLUTI
Framhaldssaga eftír Frances og Richard Lockridge. Myndskreyting:
Peter Schurmann.
„Oh, var það ÞAÐ kvöld,“ sagði Barbara, og tók í hönd
hans. Fingur þeirra fléttuðust þétt saman. „Ég man það núna,“
sagði hún. ,,Þú varst eitthvað að tala um tennis — en hættir
svo við.“
(Boðið hafði verið út við ströndina, og gestirnir höfðu far-
ið í sjóinn um kvöldið. Þau höfðu legið í sandinum, dálítið frá
hinum. Hendur þeirra höfðu mætzt eins og af tilviljun. Það
hafði verið þeirra fyrsta snerting.)
„Ég kom hingað um klukkan ellefu,“ sagði John. Hank
og þrír aðrir voru að ljúka einni umferð, þegar John kom.
Hank hafði fylgt John í búningsklefann, þar sem hann hafði
skipt um föt. Hann mundi mjög vel, að það hafði ekki verið
lás á hans skáp. Það voru ekki lásar á skápum, sem voru ætl-
aðir fyrir gesti.
Þeir höfðu byrjað á því að leika fjórir saman. Hann lék á
móti Hank. „Við unnum,“ eagði hann við Barböru, „of auð-
veldlega." Síðan skiptu þeir yfir.
Það höfðu ekki alltaf verið sömu mennirnir, sem léku
saman. Einn hafði verið beðinn að fara með börn niður á
ströndina, annar kom í staðinn. Enginn þeirra hafði verið
stöðugt á vellinum. í hádeginu höfðu þeir borðað samlokur
úti á grasflötinni og hvílt sig. Þeir voru farnir að kalla hann
John. Allir nema einn, sem kaus að kalla hann Johnny.
„En þú þekktir þá ekkert í rauninni?“ spurði Barbara.
Engan nema Hank Roberts. Hann mundi ekki nöfn hinna,
og heldur ekki hvernig þeir litu út, nema hvað þeir voru
ósköp áþekkir þeirri manngerð, sem sækir svona klúbba.
Þau sátu þögul í litla bílnum svolitla stund.
„Manstu ekki eftir að neinn væri að taka myndir-“ Nei,
hann mundi ekki eftir því.
„Og hr. Roberts — var hann á vellinum allan tímann, og
þið borðuðuð saman og annað.
Jú, þeir höfðu eiginlega verið saman allan tímann. En í
sumum umferðunum hafði Hank setið hjá, rétt eins og gert
er í bridge —. Hann tók fram í fyrir sjálfum sér.
„Pit Woodson var þarna líka,“ sagði John. „Ég man eftir
honum, þegar ég minnist á bridge. Hann sat fyrir utan skál-
ann — auðvitað spilandi. — Og Dick Still var einn af spila-
félögunum. Ég man að Pit sá mig og veifaði. Ég veifaði tenn-
isspaðanum á móti.
Seinna voru það Dick Still og Pit, sem stungu upp á því,
að hann héldi áfram að leika. „Kannski það væri ekki sem
verst,“ sagði John, og meinti það ekki.
6 FÁLKINN
„En Roberts Var þarna svo til allan tímann?“ spurði Bar-
bara.
„Já,“ sagði John. „Heyrðu, bíddu. Eftir hádegi sagðist hann
þurfa að gera eitthvað. Hann kom ekki til baka fyrr en við
vorum að ljúka leiknum, um klukkan fjögur.“
Þeir höfðu farið í bað og klætt sig. Rétt fyrir klukkan fimm
lagði John af stað til Southport.
„Á meðan þú . . .“ byrjaði Barbara en hætti. Þau horfðu á
ungan golfklæddan mann ganga að bílnum sínum og láta
kylfurnar inn í aftursætið. Hann sá þau og veifaði vingjarn-
lega. Þau veifuðu á móti. Hann fór inn í bílinn og ók burtu.
„Hann heldur að við séum meðlimir,“ sagði John, og Bar-
bara sagði, að auðvitað litu þau út fyrir að vera meðlimir.
Kannski er líka margt fólk hérna um helgar.
„Já, það voru margir um þessa helgi, sem ég var hérna.“
„Meðlimir,“ sagði hún, „og gestir þeirra. Og hvað ætti svo
sem að hindra fólk eins og okkur, sem gætum vel verið með-
limir, í að ganga beint inn?
„Ef þú átt við að meðlimir, gestir eða ókunnugir gætu kom-
ið hér og tekið af mér mynd, þá myndi ég segja að svarið
væri já.“
Hann horfði á hana og kipraði augun.
„Og hver sem væri gæti farið inn í búningsherbergið og
tekið það sem hann vildi úr vösum mínum. Það er að segja
ef hann vissi hvaða skáp ég hefði.“
„Hr, Roberts vissi hvaða skáp þú hafðir,“ sagði Barbara.
„í rauninni eru aðeins um 12 gestaskápar. Sá sem hefði
nægan tíma, gæti fundið það sem hann vildi,“ sagði hann.
„Lyklarnir þínir voru í vasanum, var það ekki,“ spurði hún.
Hann samsinnti því. „Og þú varst hér klukkutímunum sam*
an. Og hver sem var gat tekið lyklana, og fengið smíðað eftir
þeim einhvers staðar — til dæmis í Kantonah ^— og verið
kominn aftur — eftir hvað langan tíma heldur þú, John?“
„Innan klukkustundar, áreiðanlega.“
„Við lærum smátt og smátt. Finnst þér það ekki, John?“
Hann kinkaði kolli. En hver sem var gat hafa tekið mynd-
ina og tekið lykilinn. Það gat verið Hank Roberts, Dick Still'
eða Pit Woodson, en það gat líka verið hver annar, sem
leit út fyrir að vera meðlimur í klúbbnum.
„Já, við verðum bara að fá fleiri upplýsingar," sagði hún.
Jöhn setti bílinn í gang og ók út af bílastæðinu, út á veg-
inn í áttina til Kantonah. Þau höfðu aðeins ekið nokkur
hundruð metra, þegar sírena vældi fyrir aftan þau. John