Fálkinn


Fálkinn - 17.01.1966, Blaðsíða 26

Fálkinn - 17.01.1966, Blaðsíða 26
Mæðgurnar, Barbara og Bette Davis, saman á meðan verið er að taka kvikmyndina „Hvað kom fyrir Baby Jane?“ BETTE DAVIS Framh, af bfs. 11 Þýðingarlaus stúlka Þau fáu skipti, sem faðir hennar hafði bein afskipti al elztu dótturinni, hafa geymst í minni. Ruth Elizabeth var hugmyndaríkt barn og hún varð mjög kát, þegar ,hún fékk að vita að hún hefði fæðst i þann mund, sem eldingu sló niður. Það hlaut að hafa verið tákn frá Drottni til merkis um, hve þýðingarmikil manneskja var í heiminn borin. Faðir hennar tók þessum skoðun- um hennar ekki með neinni sérstakri gleði og föðurbróðii hennar, sem var sóknarprest- ur, lagðist í rúmið — Ruth Elizabeth var komin út á hálan ís. Og þegar hún nokkrum vik- um síðar kom með dauða rottu að miðdegisverðarborðinu, virt- ist föður hennar að nóg væri að gert. Síðasta skiptið, sem hann talaði við dóttur sína, var hún orðin sjö ára. Þá tók hann hana með sér út í garðinn og sýndi henni stjörnuhimininn: — Þarna uppi eru milljónir og aftur milljónir af stjörnum. Leiddu hugann að því öðru hvoru og láttu þér skiljast hve gersamlega þýðingarlaus þú ert. Með þessum djúpu vísdóms- orðum, hvarf faðirinn næstum úr tilveru hennar og lét aðeins til sín taka þegar hann sendi fjölskyldunni peninga tii Tífs- viðurværis. Móður Ruthar Tétti stórlega að vera laus við hinn stranga, tillitslausa eiginmann og lagði alla sína krafta í að ala önn fyrir telpunum. Hún var glaðlynd og fjörmikil, sem var arfur frá frönskum forfeðr- um. Ruth Elizabeth og systir hennar gengu í gagnfræðaskóla og voru aldar upp í púrítönsk- 26 FÁLKINN um anda. A sumrin léku þæi i leikritum. Ruth tók þátt 1 þvi af lífi og sál, því hana hafði alltaf dreymt um að vera einhver önnur en hún var. Það var svo erfitt að sætta sig við sjálfan sig, þegar maður var óþægur! Og það þurfti að slá niður annarri eldingu áður en Ruth Elizabeth varð Bette Davis. Hún var stödd í Boston með móður sinni og sá uppfærzlu á Villiöndinni eftir Ibsen. Hin feimna og fánalega Hedvig hafði mikil áhrif á Ruth, sem kannaðist svo vel við hugsana- gang hennar og hið barnslega traust á foreldrunum. Ruth Elizabeth sat í stræti sínu og lifði sig inn í persónu Hedvigar og þegar hún skaut sig, vegna þess að hún fékk að vita að hún væri ekki barn foreldra sinna, leið yfir Ruth Elizabeth. Þegar hún rankaði við sér aftur, var hún búin að ákveða sig: — Einhvern tíma ætla ég að leika í Villiöndinni! Móðir hennár var henni sam- þykk. Þær fóru til New York og lituðust um á leikskólum borgarinnar og gengu fyrir hina .frægu leikkonu, Evu le Gallienne til að fá að vita hvort nokkur von væri fyrir stúlkuna. Ungfrú Gallienne leit tortryggnislega á hina ungu Ruth og móður hennar, tók fram hlutverkahefti og bað um að fá að heyra upplestur henn- ar. Nokkrum mínútum síðar féll dómurinn: — Þér eruð hæfileikalaus unglingur og verðið aldrei leik- kona. Mæðgurnar vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Meðlag föðurins var ekki nóg til að kosta leik- listarnám, en rpóðirin ákvað að vinna úti, hingað til hafði hún aðeins tekið að sér lítilsháttai aukavinnu. Ruth Elizabeth var komið fyrir á leikskóla John Murray Andersons í New York, en móðir hennar varð ráðskona á stúlknaheimili. í skóla Andersons var Ruth svo heppin að komast undir verndarvæng Georges Arliss, brezks leikara, sem gat sér mikla frægð í bandarískum kvikmyndum fyrir leik sinn í sögulegum myndum. Hann fékk áhuga á hinum ástundun- arsama nemanda. Hún hafði greinilega mikla hæfileika til brunns að bera, en leið fyrir hið óaðlaðandi útlit sitt. George Arliss gaf henni gott* ráð: — Lærðu að tala rétta ensku, án þess að það verði of áberandi. Bandarískar kon- ur tala eins og þær halda að Englendingar tali, en það sem í raun og veru er mikilvægt, er að slípa burtu mállýskuna, þannig að enginn geti áttað sig á uppruna þínum. Ruth Elízabeth var ekki nema nítján ára, þegar hún fékk sitt fyrsta aðalhlutverk og það var einmitt Hedvig í Villiöndinni. Nafnið Ruth Eliza- beth Davis stóð ekki í leik- skránni. Ein af vinkonum móð- ur hennar hafði þá nýverið lesið skáldsögu Balzacs „Bette frænka“ og Bette Davis hafði jú sterkan og óvenjulegan hljóm. Það var ekki fyrr en mörgum árum síðar, sem Bette Davis las þessa skáldsögu og Bette frænka var svo sannar- lega hálfgerð ófreskja. „Villiöndinni“ var vel tekið og Bette Davis átti fimmtiu dali í vasanum og það var skrifað um frammistöðu henn- ar í blöðin. Móðirin fékk bréf frá föðurnum. Þar lýsti hann því yfir skýrt og skorinort, að Ruth stæði sig svo vel að hún gæti sem hægast tekið að sér framfærslu fjölskyldunn- ar. Bette Davis gerði uppreisn, æpti og lét öllum illum látum, en móðir hennar róaði hana. Þær skyldu ævinlega halda hópinn, Bette, móðirin og syst- irin. Það varð úr. Þegar Bette fór til Hollywood, fylgdi móðir hennar henni. Þær voru líkast- ar systrum, tveim sunnudaga- skólakennurum. Hljóðfilman var orðin föst í sessi og það þýddi að Hollywood tók opn- um örmum hverjum þeim sviðsleikara, sem gat talað mælt mál. Mörgum af hinum gömlu stjörnum þöglu mynd- anna var kastað á ruslahaug- inn, Öskólaðar raddn nar voru í engu samræmi við útlitið o§ bezta tækiíæri lífsins, áttí Bette Davis rödd sinni að þakka. í sjálfsævisögu sinni hefur hún sagt frá ínnreið sinni í Hollywood, sem varð ekki með þeim glæsibrag, sem hún hafði ímyndað. sér. Fulltrúi kvik- myndafélagsins, sem kom í glæsivagni til að sækja haná á brautarstöðina, átti í erfiðí- leikum með að koma auga á hina nýju stjörnu. Hann af- sakaði sig með því, að þarná hefði engin verið, sem leit út eins og kvikmyndaleikkona. — Ég var þó með kjöltu- rakka í fanginu og á því áttuð þér að geta séð að ég var leik- kona, svaraði Bette stutt í spuna. FrœgS og auður í raun og veru var engum ljóst að kvikmyndastjarna var kominn til borgarinnar. Marg1 ar tilraunakvikmyndir voru gerðar í þeim tilgangi að finna hlutverk við hennar hæfi. And- litið var sminkað, þangað til hún líktist Gretu Garbo, þeir komu henni fyrir á legubekk og fimmtán menn gengu til og föðmuðu hana blíðlega að sér og þeir gerðu sérstaka kvik- mynd af fótleggjum hennar. Hin stranglega uppalda Bette mótmælti harðlega þessari meðferð, en það gerðu kvik- myndastjórarnir einnig . — Hvar í ósköpunum hefur þessi hræðilegi kvenmaður ver- ið grafin upp? Ekki einn ein- asti kvikmyndagestur mun fást til að trúa, að hún sé sú, sem hetjan þráir. Þar eð Bette Davis var á samningi og fékk sín föstu laun, lá náttúrlega í augum uppi, að eitthvert gagn varð að hafa af henni. Fyrsta kvik^ myndin, sem hún lék í varj „Slæm systir“, en hlutverkið sem hún fékk, var góða systir- in og hún var í skugga hinnar slæmu aðalsöguhetju. Hún lagðj sig fram um að sannfæra leikstjórana um að aðalhlut- v^rkin gætu eins vel verið í höndum leikkvenna, sem ekki væru útblásnar af kynþokká og glæsileika. Henni féll þó allur ketill í eld, þegar hún var leidd inn á skrifstofu fram-* leiðandans og sá alla veggi þakta myndum af þokkadísum með platinugult hár, munna eins og valhnetur, speglum og draumfögrum einkariturum, með augu, sem gneistuðu af ís- Framh. á bls. 36.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.