Fálkinn


Fálkinn - 17.01.1966, Blaðsíða 32

Fálkinn - 17.01.1966, Blaðsíða 32
SJOMAÐUR GEGN VILJA SÍNUM stundu, svo að þetta kostar töluverða umhugsun." Langar vökur „Ertu sífellt með hugann við skip- stjórnina eða geturðu slappað af á milli?“ „Ég væri löngu orðinn taugabilaður ef ég gæti ekki hugsað um neitt annað. Þegar ég hef góða stýrimenn dettur mér ekki í hug að vera stöðugt að gá hvað þeir eru að gera eins og ég bæri ekki traust til þeirra, en mér finnst það skylda skipstjórans að vera viðstaddur hvenær sem siglingin er að einhverju leyti vandasöm, í dimmíviðri, þegar far- ið er að og frá bryggju, o. s. frv.“ „Það hlýtur að þýða langar vökur stundum?" „Ja, þegar við tökum þrjár-fjórar ís- lenzkar hafnir á einni nóttu þarf ég að vera átta sinnum uppi í brú, svo að svefninn verður heldur slitróttur. En þetta venst eins og hvað annað, .og ef maður getur sofið heila nótt við og við er allt í lagi.“ „Hvað hefurðu vakað lengst í einu?“ „Fimmtíu og þrjár klukkustundir. Þá var þoka alla leið frá Shetlandseyjum til Bremen og veðrið líka þannig að ég vildi vera uppi. Næstlengsta vakan var meðan við sigldum frá Leith til Vest- mannaeyja á Gullfossi. Ég var afleys- ingaskipstjóri í þeirri ferð og gat ekki huffsað mér að sofna, af því að veðrið 32 FÁLKINN var slæmt, þótt það væri í rauninni óþarfi, en maður er kannski yfir sig samvizkusamur þegar maður kemur í staðinn fyrir fasta skipstjórann." .Varstu ekki alveg að leka niður af syfju?“ „Nei, nei, ekki á meðan, það er fyrst þegar komið er í höfn, að maður fer að finna til þess, enda er þetta ekki gert að ástæðulausu, svo að hugurinn hefur nóg að starfa á leiðinni. í góðu veðri og á hættulausum leiðum er ég hins vegar ekkert að fara á fætur þó að við siglum framhjá einhverju ómerki- legu annesi, og þá get ég sofið eins og steinn.“ „Finnst þér fólk í landi misskilja mikið hugsunarhátt sjómanna?“ „Já, ekki get ég neitað því, enda er það ekki nema eðlilegt, vegna þess að þetta er allt annar heimur. Margir hafa rangar hugmyndir um lífið á sjónum og halda, að það sé öðruvísi en það er. Annars verðurðu að athuga, að ég er ekki að tala fyrir aðra en sjálfan mig þegar ég segi eitthvað um sjómanna- lífið — þetta er bara eins og það kemur mér fyrir sjónir miðað við mína eigin reynslu, en ekki neinár algildar stað- hæfingar.“ Hjátrú og draumar „Eruð þið ekki meira og minna band- vitlausir af hjátrú?“ „Það er nokkuð til í því. Margir sjó- menn eru afar hjátrúarfullir, ég man t. d. minn gamla góða skipstjóra á tog- aranum Gylfa, Jóhann Pétursson — hann dreymdi fyrir daglátum og var mjög hjátrúarfullur. Hann vildi aldrei byrja vertíð á mánudegi, og það mátti alls ekki undir neinum kringumstæð- um þvo dekkið á útleið, því að hann sagði, að þá myndi skella á ofviðri. Á heimleið var aftur á móti varla hægt að þvo það svo vel að honum líkaði. Allt varð að hlíta ákveðnum reglum undir hans stjórn." , Fjölskyldan á heimili sínu í Reykjavík. Birgir og kona hans, frú Hrefna Gísla- dóttir, sitja í sófanum, en fyrir aftan standa synirnir: Gísli, nemandi í Gagn- fræðaskóla Vesturbæjar, Ragnar hús- gagnasmíðanemi og Börkur tannlækna- nemi. „Og hvaða firrum þjáist þú helzt af?“ „Mér er meinilla við að leggja úr höfn með bakborðsslagsíðu, en það gerir ekk- ert til, þó að það halli á stjórnborða ... þessa hjátrú held ég, að ég hafi drukk- ið í mig meðan ég var hjá Jóhanni, og ég hef aldrei getað gert mér grein fyrir ástæðunni. Ekki er mér heldur um að láta drepa rottu um borð þegar við er- um á siglingu. Stundum hefur verið sett upp gildra, en ég hef þá alltaf verið á bandi rottunnar. Nú, svo er það tvílita rúmteppið mitt. Það er gult öðrum megin og svart hinum megin, og ég læt það gula snúa upp á sunnu- dögum, en það svarta á virkum — ef það gleymist er voðinn vís.“ „Hafa einhver óhöpp komið fyrir í sambandi við það?“ „Ja, leiðinleg atvik að minnsta kosti. Og allur er varinn góður.“ „Ertu berdreyminn?“ „Það dreymir flesta fyrir ýmsu sem þeir taka mark á, og þar eru sjómenn ekki í neinum sérflokki. Mig dreymir stundum nöfn sem boða gott.“ „Aldrei fyrir illu?“ „Ef ég held, að draumur sé fyrir illu, reyni ég að þurrka hann sem bráðast úr huganum — það er alveg nóg að fá það þegar það kemur, að maður sé ekki að kvíða fyrir því líka.“ Hugboðið reyndist rétt „Færðu aldrei hugboð sem þér finnst þú verða að fylgja?“ „Maður fer kannski stundum eftir einhverju sem ekki hefur beinlínis við rök að styðjast, og mér er ómögulegt að neita, að það hefur komið fyrir, að ég færi eftir tilfinningu fremur en lógík, en aðeins einu sinni hef ég ekki getað annað en látið hugarburð minn alger- lega ráða. þótt hann bryti í bága við það sem skynsemin sagði mér.“ „Hvað gerðist þá?“ „Það var á siglingu í Kattegat vetur- inn 1962—’3 þegar mestu frostin voru í Evrópu. Við áttum að fara gegnum sundin, framhjá Kaupmannahöfn, suð- ur úr þar og inn í Eystrasalt — ísþjón- ustan danska var búin að gefa okkur upp siglingaleiðina. Það var hálfgert ís- hröngl þarna, og ég vildi ekki fara -að sofa um kvöldið en lagði mig dálitla stund og las í bók. Um níuleytið fannst mér skyndilega vera kallað til mín: ég get ekki beint sagt, að ég hafi heyrt rödd, en ég skynjaði hana einhvern veginn innan í höfðinu, og hún saeði við mig: ’Farðu ekki sundin'. Þetta var svo afdráttarlaus skipun, að ég gat ekki annað en hlýtt. Ég fór upp í korta-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.