Fálkinn


Fálkinn - 17.01.1966, Blaðsíða 41

Fálkinn - 17.01.1966, Blaðsíða 41
8oo krónur £ verðl* AF Það var góð þátttaka í 10. umferð og samkeppnin hörð um þrjú efstu sætin. Vonandi takið þið enn fleiri þátt í næstu þraut, og munið, að þetta eykur orðaforðann og hjálpar ykkur að rifja upp óvenjuleg orð. Verðlaunin: 1. verðlaun, kr. 500.00, fær Helga Halldórsdóttir, Glerár- götu 10, Akureyri, 342 stig. Lausn Helgu: Katólsku — Akkur — Tuskar — Ólukkast — Lukkast — Stakkur — Katólsku — Ukkar — Rukkast. 2. verðlaun, kr. 200.00, fær Bergur Þórðarson, Fellsbraut 7, Skagaströnd, 341 stig. Lausn Bergs: Katólsku — Akkur — Trukka — Ólukkast — Lukkast — Stakkur — Katólsku — Ukkar —- Rukkast. SAWT- X X X X X X X X X x X X Xj X X X X X X V X X X x^ X X V X X X X X X X V X X X X X X X X X X X X X X X X X 3. verðlaun, kr. 100.00, fær Lilja Eiríksdóttir, Stigahlíð 10, Reykjavík, 328 stig. Lausn Lilju: Katólsku — Akkur — Trukka — Ólukka — Lukkast — Stakkur — Katólsku — Ukkar — Rukkast. Samtals: Nafn: ....................................... Heimilisfang: .............................. Næsta þraut Næsta lykilorð er ANDSNÚINN. Nýjum þátttakendum skal bent á að aðalreglan er sú að aðeins má nota þá stafi sem koma fyrir í lykilorðinu og ekki oftar í hverju orði en þá er að finna í lykilorðinu. Bannað er að nota persónuheiti eða staðaheiti, ennfremur heimatilbúin orð eða orðskrípi. Rita skal orð eftir ríkjandi réttritunarreglum. Verðlaun: Fálkinn veitir vikulega þrenn verðlaun, kr. 500,00. 200,00 og 100,00 Ef margir ná sama stigafjölda verðui dregið um verðlaunin, Frestur til að skila lausnum ei þrjár vikur. Merkið umslagið ORÐ AF ORÐI 2. Utanáskriftin er- Vikublaðið Fálkinn, pósthólf 1411 • Aika Framh. af bls. 37. brúninni. „Um hvað ertu að tala?“ Chiang rankaði við sér og saup á glasi sínu. „Það er bara kona, sem ég þekki," sagði hann hljómlaust. „Væri þér sama þótt við færum á einhvern stað þar sem meiri hávaði er og fleira fólk?“ „Ég skal fara með þig á veru- lega fjörugan stað, sagði herra Liu og drap í vindlingnum i tin- bakka á borðinu. „Hver er Aika?“ „Kona, sem ég ætla að reyna að gleyma.“ i,Þú þarft ekki að segja mér meira,“ sagði herra Liu og renndi sér niður af stólnum. „Þetta hlýtur að vera þrihyrn- ingur. Otslitið efni, sem ég get engan mat gert mér úr. En ég setla að fara með þig á þennan stað, sem ég talaði um, þar sem við getum fengið ódýrt portvín. Skarkalinn þar getur ef til vill hjálpað þér að gleyma þessari Aiku.“ Þeir fóru út úr kaffistofunni og gengu suður Kearnystræti. Þeir fóru framhjá upplýstum áfengisverzlunum, knattborðs- stofum troðfullum af fólki og á kafi í tóbaksreyk, skuggaleg- um litlum gistihúsum, þar sem menn sátu í fordyrinu eins og brúður í búðarglugga, rakara- stofum, þar sem Filipseyingar léku á fiðlur og gítara og herra Liu hélt uppi látlausum umræð- um um allt, sem fyrir augu bar. Að lokum nam hann staðar og sagði: „Hérna er það„ vinsæl- asti samkomustaðurinn í Kearny- stræti, paradís ævintýramann- anna. Líttu vel í kringum þig, áður en við förum inn.“ Þeir voru staddir fyrir framan veitingahús með stórum glugg- um á framhliðinni og gægðust inn. Inni var allt fullt af reyk, hvers konar happdrættisvélum, litlum kringlóttum borðum og karlmönnum, en um það bil helmingur hinna síðastnefndu voru sjóliðar frá Filipseyjum. „Þessi staður er í senn klúbb- ur, veitingastofa, vínstofa, veð- hlaupaskrifstofa og lærdóms- ríkur samkomustaður fyrir félagsmálaráðunauta og uppþorn aða rithöfunda, sem eru sísafn- andi efni, en skrifa aldrei neitt," sagði herra Liu og ýtti upp hurð- inni. „Dragðu djúpl andann og komdu inn.“ Chiang fór inn og hávaðinn i salnum minnti hann á skotæf- ingar hjá Fort Ord. Saman við háværa tónlistina úr sjálfsölu- fóninum blönduðust hvellir og skarkali í happdrættisvélunum, sem gestirnir léku á og í einu horninu sat maður, sem æfði sig á maracas. „Hér verða menn að kallast á ef þeir vilja tala saman," kallaði herra Liu. „Finnst þér hávaðinn nógur hérna?“ „Já,“ hrópaði Chiang aftur til hans. „Gott og vel. Við dveljum hér um stund, en ekki. of lengi. Taugakerfi mitt er ekki úr stál- vir.“ Framh. i næsta blaði. -K FALKINN 41

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.