Fálkinn


Fálkinn - 17.01.1966, Blaðsíða 39

Fálkinn - 17.01.1966, Blaðsíða 39
VEL SNYRT HÖRUND ER HVERRAR KONU PRÝÐi 1. Setjið þær plöntur, sem eiga við höruncísgcrðina í fat, hellið sjóðandi vatni yfir. 2. Leggið handklæði yfir höfuðið og undir fatið, svo að gufan sleppi ekki út. 3. Að gufubaðinu loknu er ísköld kompressa lögð yfir andlitið. Hafi unnizt lími til að setja „maska“ á andlitið er hann þveginn af með síuðu gufubaðs- vatninu. Byrjið strax í dag á því að fara í andlitsgufubað, sem í hefur verið sett 2—3 handfyjlir af kamillutei, ef hörundið er þurrt, eða 1—2 msk af timian ef það er feitt og annað hvort kamillute eða 1—2 msk. af rosmarin ef hörundið er eðli- legt. Sé hörundið þurrt, þarf að bera á það þunnt lag af lanolinsmyrsli, á undan gufu- baðinu. Strax að gufubaðinu loknu er gott hreinsilyf borið á hör- undið, þerrað af eftir nokkrar mínútur með bréfdúk. Vindið svo kompressu upp úr köldu gufubaðsvatni (gott er að kæla það með ísmolum), leggið hana yfir andlitið, leggizt út af og slakið fullkomlega af í 15—30 mínútur. Nuddið daglega grófari hluta hörundsins (t. d. kringum nef- ið) með sítrónu eða tómat og hrærið við og við eggjarauðu með dálitlum ávaxtasafa og oliu og dreifið henni síðan um andlit, háls, hnakka, handleggi og hendur. Eggjarauðan þvegin af eftir nokkrar mínútur með ylvolgu vatni. * FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.