Fálkinn


Fálkinn - 17.01.1966, Blaðsíða 7

Fálkinn - 17.01.1966, Blaðsíða 7
stoðvaði bílinn og einkennisklæddur lögregluþjónn kom í áttina til þeirra. „Hr. Hayward,“ sagði lögregluþjónninn, „Hr. John Hay- wárd?“ „Já,“ sagði John. „Þá laogar að tala við þig,“ sagði hann glaðlega. „Vildum gjarnan að þú kæmir með okkur.“ „Hvert?“ spurði John. „Við keyrum þig þangað, hr. Hayward. Komdu bara yfír í okkar bíl. Stúlkan getur séð um þinn bíl.“ Hann horfði á Barböru. „Já, en heyrðu ..sagði hún. „Við erum búin að fara yfir þetta allt saman aftur og aftur.“ „Ég veit ekkert um það,“ sagði lögregluþjónninn, „þetta kom nú ekki til fyrr en í gær, var það ekki?“ Það var löng þögn. Svo sagði John Hayward: „Hvað kom fyrir í gær?“ Hann heyrði óttann í sinni eigin rödd. „Frú Piermont var myrt,“ sagði lögregluþjónninn, „það er um það, sem þeir vilja ræða við þig. Þeir halda víst að þú hafir drepið hana.“ Röddin var ennþá glaðleg. En svo skipti hann um tón. „Komdu nú,“ sagði hann valdsmannslega. John Hayward fylgdi honum eftir. Þeir létu hann bíða lengi á lögreglustöðinni. Loksins kom annar lögregluþjónn og sagði að hann skyldi koma inn. Hann kom inn í lierbergi, með stóru borði í miðjunni. Stól- um var raðað í kring. Miller sat við borðið, og Grady stóð við hlið hans. „Jæja,“ sagði Grady. „Þá getum við byrjað aftur, hr. Hay- ward. Hvers vegna drapst þú hana? Svona gamla konu eins og frú Piermont?" „Frú Piermont,“ sagði John. „Ég myrti hana ekki.“ „Hr. Hayward, veizt þú um dauða frú Piermont?“ spurði Miller. „Já,“ svaraði John. „Lögregluþjónninn var að segja mér að.“ „Þú vai’st þar í gær,“ sagði Miller, og spurðir um frú Piermont og Titus-stúlkuna. Ég býst við að það hafi verið það eina, sem þú gazt gert, eftir að fröken Philips fann kjól- inn. Þykjast vera saklaus. Hélztu að enginn gæti staðfest hver Titus-stúlkan væri, ef þú dræpir frú Piermont?" „Nei,“ sagði John. „Það hefði verið heimskulegt, finnst þér það ekki? Það eru áreiðanlega fleiri sem geta vottað að Nora Evans var Julie Titus, ef hún var það þá.“ „Þú viðurkennir þá, að hafa vitað hver hún var?“ sagði Miller. „En ég geri ráð fyrir að þú segist ekki hafa þekkt hana. Að þú hafir aldrei farið með hana inn á veitingahúsið og hitt prestinn, Að þú hafir aldrei fengið hana til að flytj- ast til New York' og skipta um nafn. Af hverju léztu hana skipta um nafn, hr. Hayward?“ „Ég veit ekkert um þetta,“ sagði John. „Ég hef sjálfur ver- ið að reyna að komast til botns í þessu.“ Grady blótaði kröftuglega. „Taktu það rólega, maður,“ sagði Miller við Grady, „og segðu hr. Hayward frá málavöxtum, úr því hann þykist ekk- ert vita.“ Um klukkan tvö þennan morgun hafði hr. Ebenezer garð- yrkjumaður og bílstjóri frú Piermont, vaknað við byssu- skót, sem heyrðist frá húsinu. Sjálfur hafði hann herbergi yfir bílskúrnum. Hann hafði klætt sig í buxur og skó og hlaupið í áttina til hússins. En hann hafði þá heyrt, að einhver annar var að hlaupa og snéri við til að elta hann. Hann skipti þó skjótt um skoðun, þar eð hann þóttist viss um, að flóttamaðurinn hefði of langt forskot, og sneri við í áttina til hússins. Sá hann. þá að útidyrnar voru galopnar og ljós inni. Hann kallaði nafn frúarinnar á leiðinni upp tröppurnar, en sá, strax og hann kom inn, að hún myndi ekki geta svarað. Hún lá endilöng fyrir neðan stigann, og það þurfti eng- an lækni til að segja honum, að hún væri dáin. Hann hringdi strax í lögregluna. Það tók ekki langan tíma til að finna spor flóttamannsins. Hann hafði hlaupið yfir nærliggjandi tún og skriðið undir

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.