Fálkinn


Fálkinn - 17.01.1966, Blaðsíða 4

Fálkinn - 17.01.1966, Blaðsíða 4
09O§ >••9 Bob Dylan heitir ungur söngvari, sem gengur vægast sagt mjög undar- fega til fara, ef miðað er við þau fjárráð, sem hann hefur — og þó. Kannski er ástæðan einmitt þess vegna, en B^b gerir meira en að syngja Hann semur lög og eitt þeirra heitir Mr. Tambourine man, en það eru hinir bandarísku THE BYRDS, sem sungu lagið inn á plötu og náði það fljótlega miklum vinsældum í U.S.A. og Bretlandi, og einnig hér heima eins og þið vitið. En þetta var jafnframt þeirra fyrsta plata. Nú hafa Bandaríkjamenn loksins eignast hljómsveit, sem stenzt samanburð við þær vinsælustu í Bretlandi. Það er engin tilviljun, að þeir völdu Iag eftir þjóðlagasöngvar- ann, Bob Dylan, því sjálfir höfðu The Byrds farið út í þjóðlagaflutn- ing, en þá voru þeir algerlegá óþekktir, og þeir hafa látið hafa eftir sér, að það gæti vel verið, að þeir tækju þjóðlagatónlistina aftur á dagskrá. CHKIS 'ANDREWS Það kannast flestir við lögin Girl don’t come og Long live love, því Shandie Shaw hefur gert þessi lög geysivinsæl, en sá sem samdi lögin heitir Chris Andrews, en hann hefur einnig samið lög fyrir Adam Fait eins og t. d. „The first time“. En það hafði alltaf verið draumur Chris að syngja sjálfur eitthvað af þeim lögum, sem hann hefur samið og draumurinn rættigt heldur betur, þegar hann söng Yesterday man inn á hljómplötu, því það náði geysileg- um vinsældum í Bretlandi og ekki hafa vinsældir þess orðið minni hér, ef marka má vinsældalistann í Lögum unga fólksins í desember. f þessum mánuði voru sex lög á TOP 20 listanum i Bretlandi eftir Chris og þar af tvö sungin af honum sjálfum, Chris segist geta jafnt samið beat- og jazzlög. Hann bindur sig ekki við neina sérstaka tegund tónlistar, en nú sem stendur hefur hann brennandi áhuga á að koma saman söngleik, en enn sem komið er hefur hann ekki ákveðið hvhða saga verði fyrir valinu. Chris Andrews er 23 ára, giftur og á tvö börn. Þegar hann leyfði Shandie Shaw að heyra Yesterday man fyrst, þá hló hún mikið, en taldi litlar líkur á því, að það næði vinsældum, en raunin varð önnur. JIM McGUINN SÓLÓGÍTAR Hljómsveití rstjóri. Fyrir tveim árum ferð- aðist hann með Tríói Chad Mitchell’s og eitt ár með Bobby Darin. GENE CLARK MUNNHARPA Hann er sá eini, sem hefur staðið fyrir hljómsveit, en Clark er aðalsöngvari The Byrds. MIKE CLARK TROMMUR Það er lítið um hann að segja, nema það, að hann lék í skólahljóm- sveit áður. 4 FÁLK.INN DAVID CROSBY RSTHMAGÍTAR Hann byrjaði fyrir 5 árum síðan að spila og syngja opinberlega. CHRIS HILLMAN BASSAGÍTAR Hann hefur brenn- andi áhuga á tónlist og er einlægur aðdá- andi Bob Dvlan’s.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.