Fálkinn - 17.01.1966, Blaðsíða 36
LANCÓME
Varalitir
Naglalakk
Augnskuggar
Augnaháralitur
Penslar
Púður
Krcnt: Nutrix
Frescabel
Absolue
Fratcheur
Bien-Aise o. m. fl.
Verzlun skólans er opin
alla virka daga
Tt&kuskóli
Ændreu
— Skólavörðustíg 23, II. hæð —
• Bette Davis
Framh. af bls. 26.
kulda hins veika kyns. Hún
lofaði sjálfri sér því, að þeir
yrðu að taka tillit til sín, sem
leikkonu, en ekki að meta
hana eftir útlitinu einu saman.
Hamingjuhjólið snerist henni
i vil, þegar hún fékk að vita,
að til stæði að kvikmynda
skáldsögu (eða sjálfsævisögu)
W. Somerset Maugham, Fjötra.
Það var samt ekki hennar félag,
sem stóð að kvikmyndinni.
Hún bað um að fá að leika
gestaleik og lenti nú fyrst veru-
lega saman við hina ráðríku
auðjöfra kvikmyndaborgarinn-
ar. En skassið lét ekki að sér
hæða og hún fékk hlutverk
Mildridar, sem var illa inn-
rætt grimmlynt kvenúrhrak.
Leslie Howard fór með aðal-
hlutverkið og öll önnur hlut-
verk voru í höndum brezkra
leikara. Mildred talaði Kokn-
eysku og hana lærði Bette
Davis á þann hátt, að hún réði
til sín stúlku frá London. Þetta
var ákaflega villt og illviðráð-
anlegur kvenmaður og eftir
nokkurra vikna samvistir við
hana, vissi Bette nákvæmlega
hvernig Mildrid átti að vera.
Samt sem áður gekk ekki allt
að óskum Leslie Howard var
pirúðmenni, en varð stórhneyksl
aður á að bandarísk stúlka frá
Nýja Englandi, skyldi verða
fyrir valinu í hlutverk Mildrid-
ar.
— Þetta er fullkomlega
hlægilegt val. Ég er í rauninni
algerlega á móti því!
Þetta sagði hann svo hátt að
allir máttu heyra og Bette
Davis hafði óvenju góða heyrn.
En eftir fyrsta ástaratriðið,
skipti Hovard um skoðun.
Loksins hafði hann fundið það,
sem hann hafði svo lengi sakn-
að í Hollywood, alvarlega leik-
konu, sem ekki var gróin
við snyrtiborðið. Strax eftir
tveggja vik'na vinnu fann hann,
að þessi mynd, sem hann hafði
þröngvað upp á Hollywood,
rann úr greipum hans. í Fjötr-
um stal Bette Davis senunni
og þetta var í fyrsta skipti sem
verulegt misyndiskvendi hafði
verið leikið á bandarísku kvik-
myndatjaldi.
Bette Davis nálgaðist það
mark, sem hún hafði sett sér.
Leslie Howard valdi hana sem
mótleikara í tveim kvikmynd-
um í viðbót. Hún lék saklausa
stúlku í „Steingerði skógur-
inn“ og glaða gamanleikkonu
í „Herramaður eftir miðnætti“
og hún varð bæði auðug og
fræg og hina vaxandi velgengni
getur maður lesið út úr mynd-
unum í sjálfsævisögu hennar
— myndunum af móður henn-
ar. Á fyrstu frumsýningunni
er móðir hennar klædd í slitið
herðasjal, en síðan verður það
dýrmæt loðkápa og að síðustu
sjáum við hana íklædda minka-
skinnum frá toppi til táar.
Þegar hún átti að leika
Elizabethu drottnigu í „Elsk-
hugi drottningarinnar lét hún
raka af sér allt hárið. Eliza-
beth var jú sköllótt á miðjum
aldri. Þá var hún ekki sem
ánægðust með mótleikara sinn,
Errol Flynn. Henni fannst hann
ekki annað en snotur flagari,
sem var eins og hver önnur
plága í lífi hinna léttlyndari
Hollywood stjarna.
— Flestir leikarar eru hlægi-
legir, sagði ungfrú Davis.
— Þeir eru ekki sem verst-
ir í útliti, en náttúrulausir, til-
gerðarlegir, móðursjúkir, leið-
inlegir og lygnir.
En baráttan, sem Bette Davis
háði til að halda sjálfstæði
sínu og verða eins konar fyrir-
mynd kvenna í Hollywood,
kostaði fórnir. Hún fórnaði
sjálfri sér, segir hún í sjálfs-
ævisögu sinni „Einmana ævi“.
Stúlkan, sem eitt sinn hét Ruta
Elizabeth, fékk tækifæri til að
vera ástkona og umhyggjusöm
húsmóðir. Ruth Elizabetr hitti
marga karlmenn, og vegna
þess að hún hafði fengið strangt
uppeldi gefist hún hverjum
þeim, sem hún varð ástfangin
af. Karlmennirnir kvæntust
hins vegar kvikmyndastjörn-
unni Bette Davis. Þeir drógust
að henni, vegna þess að hún
var sterk. Þeir virtust vera
karlmenni, en voru veiklund-
aðir og vildu láta halda í
hendina á sér. Þeir notuðu sér
hana til fullnustu og yfirgáfu
hana uppgefna og að síðustu
leið henni eins og hverju öðru
rekaldi.
Fjórum sinnum hefur hún
verið gift og með einum mann-
inum átti hún dótturina, Bar-
böru. Honum þótti vænt um
dóttur sína, og þegar hann fór
og hafði hana með sér, lýsti
hann yfir að Bette Davis skyldi
aldrei fá skilnað frá sér. Hann j
fékk hún þó, þegar hún hafði >
gengið að fjárkröfum manns-
ins. í bókinni segir hún, að
sökin sé hennar megin. Kvik-
myndastjarnan Bette Davis
gekk að Ruth Elizabeth dauðri
og í hjónabandinu var hún ekki
annað en ótamið skass.
Hún hugsar oft um eitt hlut-
36 FÁLKINN