Fálkinn


Fálkinn - 17.01.1966, Blaðsíða 12

Fálkinn - 17.01.1966, Blaðsíða 12
Smásaga eftir Ray Bradbury Þýðing: Grétar Oddsson SVALANDI síðdegisregnið, sem hafði fallið yfir dal- inn, snart kornið á nýplægð- Um fjallaökrunum, — ríslaði létt við þurra grasþekju kof- fms. í regnvotu rökkrinu mal- aði konan korn á milli flatra hraunhellna og einhvers stað- ar í rökum drunganum grét barn. Hernando beið þess að regn- ið stytti upp, svo að hann gæti farið með tréplóginn aftur út á akurinn. Neðar ólgaði fljótið | farvegi sínum, þykkur brúnn grautur. Annað fljót, stein- steypti þjóðvegurinn, ólgaði ekki, það lá þarna spegilslétt Og autt. í klukkustund hafði enginn bíll farið þar um. Það yar í sjálfu sér mjög undarlegt, því í meira en ár, hafði aldrei iiðið svo klukkustund að ekki kæmi bíll og einhver kallaði: — Halló, þú þarna. Megum Við ekki taka af þér mynd? Einhver með kassa í hend- inni og smápening í lófanum. Ef hann gekk hægt yfir akur- inn, hattlaus, kölluðu þeir Stundum: — Við viljum að þú sért með hatt! Og þeir veifuðu höndunum ríkulega skreyttum hlutum úr gulli, sem annað hvort mældu tímann, eða sögðu til nafns eiganda síns eða glömpuðu bara meiningarlaust í sólskin- inu, eins köngullóarvefur. Þá sneri hann við og sótti hattinn sinn. Konan hans sagði: — Það er eitthvað að Hern- ando. — Já. Vegúrinn. Það þarf eitthvað mikið til, að vegurinn tæmist svona. Hann gekk hægt og rólega frá kofanum, regnvatnið skol- aðist um skóna hans, sem voru gerðir úr fléttuðu grasi og hjól- barðagúmi. Hann mundi vel 12 FÁLKINN Þá, skyndilega eins og merki væri gefið, komu bílarnir. Hundruð bíla mílulangar raðir þutu framhjá honum þar sem hann stóð. Þessir stóru, löngu, svörtu bílar, sem stefndu i átt til Bandarikjanna, drundu og tóku beygjurnar á miklum hraða með stöðugum blæstri og flauti og það var eitthvað í andlitum fólksins, sem var hrúgað inn í bílana, eitthvað sem sló á hann djúpri þögn. Hann stóð afsiðis og taldi sig þreyttan. Fimm hundruð, þús- und bílar þutu hjá og það var eitthvað í andlitum þeirra allra, en hraðinn var svo mikill, að hann gat ekki áttað sig á hvað það var. Að síðustu kom þögnin og tómleikinn aftur. Hinir löngu, lágu og hraðskreiðu bílar voru horfnir. Hann heyrði síðasta flautið í fjarska. Vegurinn var aftur auður. Þetta hafði verið eins og lík- hvernig honum áskotnuðust þessir skór. Eina nóttina hafði hjólbarðinn skoppað inn í kof- ann þeirra með miklum gaura- gangi og þeytt hænsnum og pottum í allar áttir. Það hafði verið eitt á ferð. Bíllinn, sem það skoppaði undan hentist áfram að beygjunni og hékk þar andartak með glampandi ljósum, áður en hann steypt- ist i fljótið. Hann var þar enn. Maður gat séð hann á góð- viðrisdögum, þegar áin rann lygn og leirinn settist til. Djúpt undir yfirborðinu lá hann, langur, lágur og mjög skraut- legur, skínandi málmi sinum. En svo gruggaði leirinn ána og það var ekkert að sjá þar lengur. Næsta dag skar hann sér skósóla úr hjólbarðanum. Nú var ■ hann kominn út á þjóðveginn. Hann stóð þar og hlustaði á veikan klið regnsins við steinsteypuna.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.