Fálkinn


Fálkinn - 17.01.1966, Blaðsíða 21

Fálkinn - 17.01.1966, Blaðsíða 21
PRÓFESSOR í Zagreb, Júgóslavíu og tíu stú- dentar við Duke-háskólann í Norður-Karólínu, Bandaríkj- unum hafa samband sín á milli með fjarhrifum ... Maður festir mynd á vegg f dagstofu í Cambridge, og hópar fólks teikna skissur eftir þeim í Edinborg, Norð- ur-Karólínu og Hollandi. .. Tvær stúlkur, hvor um sig í læstu herbergi, draga upp einkennileg tákn samtímis; nákvæmlega eins, jafnvel þótt þær séu í þrjú hundruð sjötíu og fimm kílómetra fjarlægð hvor frá annarri. .. Þessar furðulegu tilraun- ir eru dæmi um rannsóknir þær sem nú eiga sér stað um allan heim til að gan^a úr skugga um hvort fjarhrif séu afl er mögulegt sé að virkja og ná stjórn á í þeim tilgangi að hagnýta það líkt og síma, útvarp og önnur miðlunartæki. HÆFILEIKINN til að flytja hugsanir frá ein- um huga til annars er í aug- um alls þorra manna að- eins skemmtiatriði á kaba- rettsýningu. Og hugsana- flutningur á sviði er venju- lega að meira eða minna leyti byggður á svikum. Dul- mál, bendingar; ýmiss kon- ar bragða er neytt, enda eru mistök fátíð. En rannsóknirnar sem fara fram um heim allan á fjar- hrifum, huglestri, hugsana- flutningi og skyldum fyrir- bærum eiga ekkert skylt við tiltölulega meinlaus töfra- brögð á kabarettsýningum. Gífurlegar varúðarráðstaf- anir eru viðhafðar til að fyrirbyggja svik í nýrri vís- indagrein sem getur átt eftir að opna mannlegri vitn- eskju dyr inn í nýja áður ókunna heima. Sönnunargögnin hlaðast upp, rannsóknirnar eru ríkisstyrktar, og vísinda- menn mætast á ráðstefnum til að ræða ESP (Extra- Sensory Perception) sem er hið fræðilega heiti fjarhrifa eða hugsanaflutnings. Á ráðstefnu um geimferð- ir kom til umræðu að Þjálfa væntanlega tunglfara í fjar- hrifum, svo að þeir gætu haldið sambandi við rann- sóknastöðvar á jörðinni eftir þeim leiðum. Ef þetta er farið að minna á vísindaskáldsögu má geta þess, að fyrir nokkrum ár- um birti franskt timarit þá frétt, að fjarhrifasambandi hefði verið haldið uppi milli bandarísku flotastöðvarinn- ar í Virginíu og kjarnorku- knúna kafbátsins Nátílusar sem þá var djúpt undir is- hettu heimskautsins. Að sjálfsögðu var fréttin samstundis borin til baka af yfirvöldum bandaríska sjó- hersins, en hún var tekin til athugunar í Kreml, og sov- ézkar fjarhrifarannsóknir voru auknar að mun. Ár- angrinum hefur vitanlega verið haldið stranglega leyndum. En að Rússar skyldu taka ESP nógu alvarlega til að hefja rækilegar rannsóknir varð til þess, að bandaríski herinn fór að dæmi þeirra. Flugherinn leyndi því ekki, að liður á kostnaðaráætlun hans væri fjarhrifarann- sóknir. Ástæðurnar fyrir þessu eru augljósar. Ef hægt er að þjálfa menn í ESP eru mörg vandamál úr sögunni. Það er hægt að trufla út- varps- og sjónvarpssending- ar og stela bréfum og sím- skeytum, en af rannsóknum á ESP má ráða, að fjarhrifa- samband sé algert einkamál milli sendanda og viðtak- anda og engir utanaðkom- andi geti „legið á hleri“. En þá kemur nýtt vanda- mál til greina. Sumir þeirra sem eru gæddir ESP hæfi- leikum virðast geta lesið hugsanir annarra án þess að hinum sé það meðvitað. Á þann hátt myndi njósnari geta safnað upplýsingum án þess að nokkuð væri sagt eða skrifað. Þetta álíta rannsókna- mennirnir allfjarstæðu- kenndan möguleika, en aft- ur á móti er þeim ekki rótt við tilhugsunina um, að upp- drætti væri hægt að senda eftir fjarhrifaleiðum. FYRIR allmörgum árum sendi dómari í Liver- pool, Malcolm Guthrie að nafni, sex teiknaðar myndir yfir í huga stúlku sem sat bak við tjald með bundið fyrir augun. Hann horfði á hverja mynd tvær eða þrjár mínútur, síðan var -bindið tekið frá augum stúlkunnar og hún rissaði myndina á blað. Myndirnar voru af ýmsum hlutum, m. a. vín- glasi og fiski, ennfremur táknum sem höfðu enga sér- staka merkingu, og öllum þeirra náði stúlkan fullkom- lega rétt. Enginn núlifandi maður hefur aðra eins þekkingu á ESP rannsóknunum og dr. J. B. Rhine, forstjóri Para- sálfræðilegu rannsóknastofn- unarinnar við Duke-háskól- ann í N-Karolínu, Bandaríkj- unum. Um meira en þrjátíu ára skeið hefur hann unnið að rannsóknum á hinum ó- trúlegu möguleikum manns- hugans. Nýjustu tilraunir hans eru gerðar í samráði við eitt austantjaldsland- anna, og fara þær fram sam- tímis í New York og Prag. í þessum tilraunum eru notuð spil er nefnast Zener- spil, og eru tuttugu og fimm í hverjum pakka, en áhverju þeirra er eitt af fimm tákn- um: hringur, kross, ferning- ur, stjarna eða þrjár bylgj- aðar línur. Með því að nota þessi spil er tiltölulega auð- velt að reikna út líkurnar fyrir því hvort um ágizkun sé að ræða eða raunverulega ESP hæfileika. Framh. á bls. 35 IIUGSANAFLIJTlVIftGIJR ER EKKI EIATÓM IIJÁTRIJ, HELDLR MANNLEGLR ILEFILEIKI SEM EKKI IIEFLR VERIÐ MIKILL GALMLR GEFIAA TIL ÞESSA FALKINN 21

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.