Fálkinn


Fálkinn - 17.01.1966, Blaðsíða 33

Fálkinn - 17.01.1966, Blaðsíða 33
íherbergið til að athuga möguleika á j öðrum leiðum. en þeir voru ekki fyrir jhendi samkvæmt upplýsingum ísþjón- 'ustunnar. Eigi að síður breytti ég um stefnu og ákvað að sigla undir eins inn í Stóra Belti. Stýrimaðurinn sagði, að sér litist ekkert á það — ég held, að hann hafi komizt að þeirri niðurstöðu, að ég væri orðinn snarvitlaus — en ég var svo viss um, að hugboðið hlyti að vera rétt, að epginn efi gerði vart við sig. Þó gat ég ekki varizt þeirri hugsun, að ég hefði alls enga afsökun ef eitthvað kæmi fyrir, og ég reyndi ekki einu sinni að ímynda mér hvernig ég ætti að fara að útskýra þetta furðu- lega uppátæki mitt. Jæja, við sigldum alla nóttina þvert ofan í fyrirmæli ís- þjónustunnar. Ég segi ekki að, við höf- um getað siglt hiklaust, en leiðin var slarkfær, og þar sem áttu að vera ís- flakar var nokkurn veginn auður sjór. Klukkan ellefu morguninn eftir vorum við komnir heilu og höldnu í gegn, og klukkan tólf hlustaði ég á útvarpsfrétt- irnar frá Kaupmannahöfn. Þá var sagt frá því, að fjórar Svíþjóðarferjur milli Helsingþr og Helsingborg hefðu orðið fastar í einum hnapp, fyrir utan önnur skip, að mig minnir tólf talsins, og ís- brjóturinn sem átti að koma til aðstoð- ar gat engu annað. Hann festist raunar ekki í ísnum eins og hin skipin, en þau þrengdu svo að honurn, að hann gat eisinlega ekkert gert. Hefði ég haldið áí,-am gegnum sundin eins og til var ætlazt myndi Lagarfoss hafa bætzt í þennan hóp sem sat fastur og komst hvorki fram né aftur. en ég held, að ég megi fullyrða, að enginn hafi farið sömu leið og við.“ ,.Voru ekki allir steinhissa á þér?“ „Þeir héldu víst, að ég væri orðinn rammgöldróttur, en ég vildi sem minnst um þetta tala, og mig langar ekki til að svonalagað endurtaki sig — mér finnst maður tæplega hafa leyfi til að láta hugarburð sinn ráða yfir skynsem- inni, þó að ég gæti ekki annað í þetta sinn.“ „Nei, það myndi kannski ekki alltaf blessast jafnvel. En hefurðu ekki lent í einhverjum spennandi lífsháskum? Þú veizt, að okkur landkröbbum þykir ógurlega gaman að lesa um hrakninga og svaðilfarir sem við höfum aldrei kynnzt af eigin raun.“ „Æ, í öllum bænum. . . ég hata karla- grobb. Ég hef verið heppinn og ekki þurft að standa í neinum stórræðum." „Hvaða vandræði — ég meina, hrak- fallabálkarnir geta verið svo afskaplega dramatískir. Ertu viss um, að Þú hafir aldrei bjargazt á yfirnáttúrlegan hátt eða eitthvað svoleiðis?" „Ja, það segir sig sjálft, að maður sem er búinn að vera á sjónum allt sitt líf hefur lent í þeim veðrum og flest- um þeim kringumstæðum sem hugsan- legar eru í sambandi við v*enjulegar siglingar. En ég er ekkert fyrir að ýkja og færa í stílinn, og þó að ég muni eftir ýmsu sem hefur gerzt finnst mér það ekki tilefni í neinar stórkostlegar sögur. Það er sennilega af því að ég er enginn sjómaður í eðli mínu, að mér eru tiltölulega fá atvik sérstaklega minnisstæð úr sjómennskunni." Erfiðleikar sjómannskonunnar „Hvernig er með heimilislíf sjómanna þegar þeir eru alltaf í þessum ferða- lögum?“ „Þeir geta því miður ekki verið heim- ilisfeður á þann hátt sem menn eiga helzt að vera, og fáir geta sétt sig inn í erfiðleika sjómannskonunnar. Hún verður að bera ein þær byrðar sem venjulega hvíla á herðum beggja hjón- anna, og flest vandamál sem að steðja verður hún að leysa hjálparlaust. Upp- eldi barnanna þarf hún að sjá um, fjár- mál heimilisins, eins og þau eru nú orðin flókin í nútímaþjóðfélagi, skatta og tryggingar o. s. frv. o. s. frv. Það reynir mikið á hana, ef til vill meira en sanngjarnt getur talizt. En ef sjó- mannahjónabönd blessast á annað börð þá held ég. að þau séu óvenju farsæl, og það má náttúrlega segja, að þau séu að vissu leyti eins og eilíft tilhuga- líf — það er lítil hætta á, að hjónin verði dauðleið hvort á öðru af því að vera of mikið saman, og maður er alltaf að hlakka til að hittast aftur næst.“ Mólar, yrkir og smíðar „Þú sagðist hafa orðið að sleppa öll- um þínum hobbíum meðan þú varst á Gullfossi — hver eru þau helztu?“ „Þau eru nú flest þannig, að ég get ekki fengizt við þau um borð í skipi. Til dæmis finnst mér mjög gaman að smíða. en hér er ekkert pláss fyrir svo- leiðis dót, og ég hef ánægju af að fikta við að mála myndir, og það get ég heldur ekki gert hér, vegna þess að lyktin af litunum er alltof sterk. Svo finnst mér afar skemmti- legt að keyra bíl — það er ólíkt hægara að eiga við bíla en skip; þegar maður bremsar bíl getur maður ver- Bréfabunkinn bíður á borSinu. Birgir í skrifstofu sinni heima. í tómstundum málar Birgir yrkir og smiðar. Þetta er nýjasta myndin hans. ófull- gerð, „Ólafur Liljurós“. FÁLK.I NN 33

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.