Fálkinn


Fálkinn - 17.01.1966, Blaðsíða 35

Fálkinn - 17.01.1966, Blaðsíða 35
• Þjóðvegurinn Framh. af bls. 13. sporum. Kalt regnið rann niður kinnar hans og eftir fingrum hans og inn í vaðmálið á buxna- skálmunum hans. Hann hélt niðri í sér andanum og beið með hverja taug spennta. Hann horfði á þjóðveginn, en þar var engin hreyfing lengur. Hann efaðist um að þar yrði nokkur hreyfing í langan tíma. Það stytti upp. Sólin braust gegnum skýin. Eftir tíu mínút- ur hafði storminn lægt. Hann var farinn eins og vondur draumur. Hægur andvari blés ilmi frumskógarins upp til hans. Hann heyrði ána renna leiðar sinnar, stillt og rótt. Frumskógurinn var ákaflega grænn. Allt nýtt og ferskt. Hann gekk yfir akurinn til húss síns og tók plóginn. Með hönd á honum leit hann til himins, sem , brann af heitri sól. Konan hans kallaði frá verki sínu: — Hvað var þetta Hern- ando? — Það var ekkert, svaraði hann. Hann beindi plógnum í far- ið og kallaði hátt til uxans: — Hoooooó! Og þeir gengu saman yfir frjósaman akurinn, undir log- andi himni á frjóu landi fram með hinu djúpa fljóti. — Heimurinn? Hvað skyldu þeir eiga við með því, sagði hann. • Huglestur Framh. af bls. 21. Eitt sinn var háskólastúdent að nafni Hubert Pearce próf- aður, og hann gat rétt til eitt þúsund átta hundruð og fimm- tíu sinnum — sem sé: líkurn- ar fyrir því, að um ágizkun væri að ræða, voru einn á móti 100.000.000.000. Það hefur verið athugað hvort nautnalyf hafi áhrif á ESP hæfileika fólks. Koffeín reyndist verka örvandi á þá, en önnur lyf yfirleitt ekki. Til- raunirnar sem nú standa yfir í Prag innifela dáleiðslu til að leysa úr læðingi dulin öfl innra með þátttakendunum. 1 Banda- ríkjunum eru lygamælar tengd- ir við þátttakendurna í því skyni að hjálpa þeim til að segja hvað þeim finnst skila- boðin vera en ekki það sem þeim finnst þeir ættu að segja. Það er vitað, að margir, sem hafa ESP hæfileika reyna að bæla þá niður, vegna þess að þeir trúa ekki, að þeir geti haft við rök að styðjast. Og svo einkennilega vill til, að lélega gefið fólk nær oft mjög góðum árangri við fjar- hrif. Þýzk telpa sem var van- gefin gat t. d. talað mörg er- lend tungumál þegar kennari hennar stóð fyrir aftan hana og las orðin í bók án þess að segja þau upphátt. FRUMSTÆÐIR þjóðflokkar nota fjarhrif mikið. Suð- ur-amerískir Indíánar nota þau eftir að þeir hafa drukkið seyði úr kaktusplöntunni peyotl sem inniheldur meskalín. Frumbyggjar Ástralíu hafa mjög þroskaða ESP hæfileika, og sama er að segja um Eski- móa og Lappa, þótt geta þeirra fari dvínandi eftir því sem þeir komast meira í samband við siðmenninguna og alla hennar tækni. Margir álíta fjarhrif ekkert annað en hjátrú eða svik. En vísindamenn eru óðum að kom- ast að annarri niðurstöðu. Þrjátíu rannsóknastöðvar í ýmsum löndum eru nú starf- andi, og nafnkunnir vísinda- menn sem margir hverjir voru áður vantrúaðir á og jafnvel andvígir öllum ESP rannsókn- um starfa orðið ötullega að þeim. HVAÐ er hugsanaflutningur í raun og veru? Enginn hefur enn getað svarað því vísindalega. En síðastliðinn október gerðu tveir sérfræðing- ar við læknadeild háskólans í Fíladelfíu merkilegar uppgötv- anir í sambandi við rannsókn- ir á eineggja tvíburum. Þegar vissum rafbylgjum var hleypt inn í heila annars tvíburans framkölluðu þær sams konar rafbylgjur í heila hins sem var hafður í einangruðum klefa á öðrum stað. Það var rétt eins og ósýnilegur þráður tengdi þá saman. Ef til vill verður þess ekki langt að biða, að skýring verði fundin á þeim dularfullu hæfileikum mannshugans sem nefndir eru ESP. ★ ★ HEILDSÖLUBIRGÐIR. KRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRÐ H.F. SÍMI 24120 (OlSSI l <OKTIl\A bílalriga mas<iiiiKar skipli«»lii 21 símar: 21100-2ll«á Haukur (juðmuhdáAcn HKIMASIMI 21037 FALKINN 35

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.