Fálkinn - 17.01.1966, Blaðsíða 38
KYENÞJOÐIN
RITSTJÖItl: KIIISTJANA STEHVGRÍMSDÓTTIR
Réttir úr innmat
Innmatur, þ. e. a. s. lifur, hjörtu og nýru eru eins og kjöt mjög eggjahvítuauðug, innihalda
auk þess töluvert af A- og B-vitamínum, auk járns. Lifur er hollust og einnig dýrust, þó ekki
dýrari en kjöt, en þá má einnig taka tillit til þess, a3 engin bein eru í henni.
Innmatur þolir illa geymslu, þarf því að matreiðast eins fljótt og hœgt er. Hann á bœði að
hafa ferska lykt og lit.
Mest notum við lambalifur, nýru og hjörtu en engu síðri er það úr kálfi og svínum.
FYLLT HJÖRTU
5—G lambshjörtu
10-12 sveskjur
1 epli
6 dl mjólk og vatn
50 g smjörlíki
50 g hveiti
Salt, pipar
Sósulitur.
Hjörtun klippt upp, þveg-
in vel og þerruð, fyllt með
steinlausum sveskjum og
eplabitum. Saumað fyrir op-
ið. Hjörtun brúnuð í feiti á
öllum hliðum, sjóðandi
mjólkurblandi hellt yfir,
kryddað. Soðið í 1-1% klst.
Soðið jafnað með hveitijafn-
ingi. Borið fram niðursneitt
með alls konar soðnu græn-
meti.
STEIKT LIFUR MEÐ
REYKTU FLESKI
Vt kg lifur
8-10 sneiðar af reyktu
fleski
3 msk. hveiti
1 tsk. salt
% tsk. pipar
Hrærðar kartöflur.
Lifrin hreinsuð, skorin i
þurinar sneiðar á ská. Flesk-
ið steikt á heitri þurri
pönnu, þar til það er stökkt.
Lifrarsneiðunum velt upp úr
krydduðu hveitinu í í bacon-
feitinni. Steikt 2-3 mínútur
á hvorri hlið. Raðað á heitt
fat, baconsneiðunum raðað
ofan á. Borið fram með
hrærðum kartöflum.
LIFRASMÁSTEIK.
% kg lifur
2 laukar
4 msk. hveiti
1 tsk. salt
% tsk. pipar
% tsk. paprika
3-4 gulrætur
100 g smjörlíki
4 dl vatn og mjólk
Sósulitur.
Laukurinn hreinsaður og
skorinn í þunnar sneiðar.
Lifrin skorin í ferkantaða
bita, einnig gulræturnar.
Laukurinn steiktur í pottin-
um í um % hluta smjörlíkis-
ins, því næst lifrin og gul-
ræturnar í afganginn af feit-
inni, veltið hvoru tveggja
fyrst upp úr hveitinu, sem
í er blandað salti, pipar og
papriku. Sjóðandi vatns-
blandinu hellt yfir, látið
sjóða 5—8 mínútur. Sósu-
litur settur í eftir þörfum.
Borðað með hráu salati
og hrærðum kartöflum.
LIFRARBOLLUR
400 g lifur
4-5 hráar kartöflur
1 tsk. salt
V4 tsk. pipar
2 stórir laukar
2 msk. smjörlíki
Rjómabland.
Lifur og kartöflur saxað
einu sinni í söxunarvél.
Kryddað með salti og pipar.
Framh. á bls. 42.
Nýrnajafningur.
38
FALKINN