Fálkinn


Fálkinn - 17.01.1966, Blaðsíða 13

Fálkinn - 17.01.1966, Blaðsíða 13
ÞJOÐVEGURINN fylgd. Æðisgengin líkfylgd, öskrandi norður á bóginn. Hvers vegna? Hann hristi aðeins höfuðið og neri fingrunum mjúklega um fötin sín. Nú kom síðasti bíllinn. Al- einn. Niður fjallveginn kom gamall Ford og sendi frá sér stór gufuský í strjálu svölu regninu. Hann ók eins hratt og hann komst. Hann sýndist mundi hrynja saman á hverju augnabliki. Þegar þessi forn- fálegi Fordbíll sá Hernandó, nam hann staðar hjá honum, leirdrifinn og ryðgaður og kæl- irinn sauð illskulega. — Getum við fengið ofur- lítið vatn senor? Ungur maður, kannski tutt- ugu og eins árs ók, hann var í gulum bol, hvítri opinni skyrtu og gráum buxum. Bíll- inn var þaklaus og rigningin féll á unga manninn og fimm ungar konur, sem sátu mjög þétt og máttu sig hvergi hræra. Þær voru allar mjög fallegar og reyndu að verja sig og bíl- stjórann fyrir regninu með gömlum dagblöðum. En regnið náði til þeirra. Gegnvætti lit- fögur klæði þeirra. Gegnvætti unga manninn. Hárið á honum var klístrað niður af regninu, en þeim virtist standa á sama. Enginn kvartaði og það var undarlegt. Áður hafði ævinlega gengið á sífelldum kvörtunum, yfir regni, hita, kulda, tíma, yfir vegalengd. Hernandó kinkaði kolli: — Ég skal færa ykkur vatn. — Ó, flýttu þér, kallaði ein stúlkan. Hún kallaði mjög hátt og virtist hrædd. Þó var engin óþolinmæði 1 röddinni, aðeins óttaþrungin bæn. Nú í fyrsta skipti, hljóp Hernando að beiðni ferðamanns. Áður hafði hann ævinlega lötrað í hægð- um sínum við slíkar upphróp- anir. Hann kom aftur með hjól- kopp fullan af vatni. Hann var líka gjöf frá þjóðveginum. Eitt kvöld hafði hann svifið eins og þeytispjald inn á akurinn, kringlóttur og glampandi. Bíll- inn, sem hann tilheyrði hafði haldið sína leið án þess að vita að hann hafði týnt silfurauga. Hjónin notuðu hjólkoppinn síðan til þvotta og suðu. Þetta var mesta þarfaþing. Meðan hann hellti vatninu á sjóðandi kælinn, leit hann í óttaslegin andlit þeirra. — Ó, þakka þér fyrir, þakka þér kærlega fyrir, sagði ein stúlkan. — Þú veizt ekki hvers virði þetta er okkur. Hernando brosti: — Öll þessi umferð á einum klukkutíma og öll í eina átt. Norðurátt. Hann hafði ekki ætlað að segja neitt, sem særði stúlk- urnar, en þegar hann leit upp aftur, sátu þær þarna allar í regninu og grétu. Þær grétu sárt og ungi maðurinn reyndi að hugga þær með því að leggja hendurnar á axlir þeirra, hrista þær blíðlega til eina í senn, en þær héldu blöð- unum yfir höfðum sínum og munnar þeirra kipruðust og augu þeirra voru lukt og and- lit þeirra skiptu litum og þær grétu, sumar hátt, aðrar í hljóði. Hernandó stóð með hálf- tóman hjólkoppinn í höndun- um: — Ég ætlaði ekki að segja neitt senor, sagði hann afsak- andi. — Þetta er allt í lagi, sagði bílstjórinn. — Hvað er að senor? — Hefur þú ekki heyrt það? Ungi maðurinn sneri sér að honum, hélt þétt um stýrið með annarri hendi og hallaði sér fram: — Það er komið! Þetta gerði illt verra. Þegar stúlkurnar heyrðu það hertu þær grátinn, gripu hver í aðra, gleymdu dagblöðunum og létu regnið blandast tárum sínum. Hernando stirðnaði upp. Hann hellti því sem eftir var af vatninu á kælinn. Hann leit til himins, hrannaðan svörtum stormskýjum. Hann leit til ólgandi fljótsins. Hann fann steinsteypta veginn undir fót- um sínum. Hann gekk á hlið við bílinn og ungi maðurinn tók í hönd hans og rétti honum peso. — Nei, sagði Hernando. — Mín er ánægjan. — Þakka þér fyrir. Þú ert svo góður, sagði ein stúlkan snöktandi. — Ó, mamma. Pabbi. Ég vil vera heima. Ó mamma, pabbi! Og hinar stúlkurnar héldu henni. — Ég hef ekki heyrt það senor, sagði Hernando lágt. — Stríðið! hrópaði ungi mað- urinn, eins og enginn heyrði til hans. — Það er komið. Atómstríð. Heimsendir! — Senor, senor, sagði Hern- ando. — Þakka þér. Þakka þér fyr- ir og vertu sæll, sagði ungi maðurinn. — Vertu sæll, sögðu þau öll í regninu, án þess að sjá hann. Hann beið meðan bíllinn hrökk í gír og skrölti af stað niður dalinn í hvarf. Hann var horfinn, með ungu stúlkurnar og blöðin, sem flöksuðust um höfuð þeirra. Síðasti bíllinn. Hernando stóð lengi í sömu Framh. á bls. 35. FALKINN 13

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.