Fálkinn


Fálkinn - 17.01.1966, Blaðsíða 10

Fálkinn - 17.01.1966, Blaðsíða 10
Bette Davis, er að eigin sögn, ótamið skass, sem þráir að hitta þann karlmann, sem getur kúgað hana til undirgeíni. Hún er ein aí þeim fáu full- orðnu kvikmyndaleikkonum, sem ekki hefur verið kastað á ruslahauginn mikla í Hollywood. HVERNIG verður manngerðin Bette Davis til? Ruth Elisabeth Davis varð Það á þann hátt, að á sama augnabliki og hún fæddist sló eldingu niður í tré rétt utan við gluggann á bernzkuheimili hennar. Sjálf segir hún í ævisögu sinni: — Alla tíð síðan hefur mér getist bezt að óveðrum. Mér liður ekki fullkomlega vel í logni og mollu! Og henni hefur áreiðanlega liðið vel alloft, svo marg- ar ótemjur og kvensköss er hún búin að túlka í kvik- myndum sínum í bráðum fjóra áratugi. Eftir því sem hún segir sjálf, var hún mjög ung og saklaus kona, hjólbeinótt lotin og köld með útstandandi stór augu, sem þrátt fyrir allt báru vott um talsverðar gáfur, þegar hún kom fyrst til Hollywood. Kvikmyndajöfrun- um svelgdist á vindlareyknum og hóstuðu því framan í nýliðann að hún hefði álíka mikið kynferðisaðdráttar- afl og Slim nokkur Summervill — grínleikari, hvers útlit var í nákvæmu samræmi við nafnið. En Bette Davis minntist einnar af ljóðlínum Carls Sandburg: Haldið hinum lifandi dauðu í hæfilegri fjarlægð... Og til þess að deyja ekki smátt og smátt hvern dag af ótta við fólk og verkefni, einbeitti hún sér að vinnunni. Hún barðist fyrir rétti sínum til að túlka sannar og lifandi persónur á sama tíma og „glamorinn“ lak eins og sykur- bráð um alla framleiðslu borgarinnar. Hún var hædd og henni var hvað eftir annað vísað á bug og hún var hötuð, en almenningur tók ástfóstri við hana í hlut- verkum einmana, ófríðra, fráhrindandi, óprúttinna og ofsóttra kvenna. Bette Davis varð fljótlega vör við ró- andi áhrif sín á fólk, sem átti í einhvers konar erfið- leikum. — Það gæti hafa verið ég, en þrátt fyrir allt var svo ekki. Það voru hugsanir áhorfandans, segir hún. í dag er Bette Davis 58 ára gömul og andlit hennar er markað mörgum orrustum, sem hún hefur háð, bæði í vinnu sinni og einkalífi. Hinar grönnu og vel til höfðu kynbombur hafa liðið undir lok hver af annarri og aðr- ar tekið við. Hvergi í heiminum er eins auðvelt að kasta konum í glatkistuna eins og í Hollywood, en Bette Davis er ein af undantekningunum. Hún hefur neitað að láta kasta sér á ruslahauginn og hún hefur áunnið sér virð- ingu fyrir hæfileika sína og sjálfstæði. Hún er vargur- inn, sem enginn hefur getað tamið og því er kvikmynda- stjarnan Bette Davis stolt af. En Bette Davis á sína einkatilveru, þar sem hún heitir

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.